Vikan - 28.12.1978, Side 26
hún þess að röddin myndi ekki koma
upp um alla örvæntinguna, sem ólgaði
innra með henni.
„Það er orðið mjög framorðið, herra
Hallet. Ég verð að biðja þig um að hafa
okkur afsökuð núna.”
Henni til undrunar voru orðin skýr,
jafnvel róleg. Þegar maðurinn sýndi þess
engin merki að hann hefði heyrt það
sem hún sagði, þótt hann hefði það
auðvitað, fann hún að hún mátti ekki
missa sjálfstraustið sem fyrstu orðin
höfðu gefið henni, heldur varð hún að
ýtaá.
„Hvað viltu, herra Hallet?”
Maðurinn reykti. Hann leit yfir öxl
sér á drenginn sem stóð enn og studdi sig
viðstafinn.
„Hvaðviltþú?”
„Hvað áttu viö?” Rödd Marios var
hol.
„Ég á við nákvæmlega það sem ég
sagði. Hvaðviltu?”
„Þurfa allir að vilja eitthvað?”
Bleikir fingur Hallets settu Gauloise
sígarettuna að glansandi vörunum.
„Auðvitað. Núna erum við að bíða. Við
erum að biða eftir að fá að vita hvað þú
vilt.”
„Ég er að biða líka.” Drengurinn
barðist við að koma upp orðunum.
„Þá skulum við öll bíða saman.”
Hallet leyfði þögninni að umlykja þau
aftur. Ein af þessum kæfandi þögnum,
sem var nærri áþreifanleg, eins og vatn
sem hljóðlaust fyllir hvelfingu. Með
tímanum gat svona þögn verið banvæn.
„Ég myndi segja að þú viljir það sem
allir kærastar vilja.” Hallet reykti. „Er
það það sem þú vilt?”
„Nei.”
Augabrúnir klifu hægt upp eftir
glampandi rauðu enni Hallets.
„Geðjast þér ekki að stúlkum?”
„Jú,en...”
„Þá viltu ekki Rynn?”
Rynn verkjaði að gripa fram I þessa
yfirheyrslu til að hjálpa drengnum, en
hún vissi að Hallet myndi hafa það að
engu. Eða það sem verra væri,
maðurinn gæti tekið orð hennar og rang-
snúið þeim og afbakað, þannig að hvað
sem hún reyndi að segja Mario til
hjálpar myndi aðeins flækja hana meira
i net hans.
„Litli töframaður,” sagði Hallet, „af
hverju gerirðu ekki töfrabragð sem við
yrðum öll hrifin af. Hyrfir sjálfur?”
Rynn fann glitrandi augu Hallets
hvila á sér.
„Segðu honum að fara heim.”
„Hann er vinur minn.”
„En ekki kærastinn þinn?”
Yfir sig ánægður með sjálfan sig saug
Hallet að sér sigarettureykinn. Hægt lét
hann reykinn líða burt í mjóum, bláum
taum. Hann benti á stúlkuna með
sígarettunni.
„Á ég að segja þér hvað þú vilt?”
Rynn gat ekki fengið af sér að líta
framan í manninn.
Tlitla stúlkan við
endann á
trjágöngunum
„Við geymum okkur það,” sagði
hann. „Fyrst skal ég segja ykkur hvað ég
vil."
Hallet stóð upp og gekk að eldstæðinu
og stóð yfir Rynn þar sem hún sat á
eldiviðarkassanum.
„Ég vil vita hvað er að ske. Hér — í
þessu húsi. Ég vil vita hvað hefur verið
að ske. Hvað skeði í dag.”
„Ekkert skeði,” tókst stúlkunni að
segja.
Hallet horfði niður á hana, næstum
eins og kennari gæti staðið yfir
nemanda. Raddblærinn var litillækk-
andi, tónninn ætlaður til að kasta efa á
allt sem barnið sagði.
„Heill dagur er langur tími án þess að
nokkuð gerist.”
Rynn hristi höfuðið. „Ekkert.”
Enn lærifaðirinn, enn maðurinn i leit
að sannleikanum, tíndi hann af ásettu
ráði fram staðreyndirnar, eina í einu,
svo ekkert smáatriði færi fram hjá
hvorki nemanda né kennara.
„Bara núna. Lögreglan var hér. Það
gerðist.”
Rynn hristi höfuðið, en hinn fullorðni
leyfði ekki nemandanum að flýja á vit
þagnarinnar.
„Lögreglan. Hér. Já eða nei?”
Rynnkinkaði kolli.
„Já eða nei?”
„Miglioriti lögregluþjónn sagði að þú
hefðir hringt til hans. Hann sagði að þú
hefðir áhyggjur af móður þinni.”
„Já?” Þetta eina orð hans var skipun
um að halda áfram.
„Hann sagði að þú álitir að ef þú
gætir komist að hvar móðir þin hefði
verið...”
„Verið? Síðan hvenær?”
„Siðan hún fór af skrifstofunni.”
„Gott.” Hallet settist á eldiviðarkass-
ann við hlið stúlkunnar, sem hélt niðri I
sér andanum.
„Hvað hélt lögregluþjónninn síðan að
ég myndi álita?”
„Að ef þú kæmist að hvar móðir þin
hefði verið, þá gætir þú komist að hvar
móðir þín er.”
„Heldur þú að lögregluþjónninn hafi
rétt fyrir sér?”
Rynn reyndi að yppta öxlum. Þung
stækjan af rakspíranum fékk hana
nærri til að kúgast.
„Já eða nei?”
„Já.”
Hallet reykti.
„Það er hluti af því sem ég vil.”
„Þarna eru krukkurnar.”
Hallet þurfti ekki að líta á kassann við
vegginn. Nærvera krukknanna var jafn
Labbakútarnír
eft-ir Bud Blake
26 Vlkan 52. tbl.