Vikan


Vikan - 28.12.1978, Blaðsíða 36

Vikan - 28.12.1978, Blaðsíða 36
ff Látum því, vinir. VIKAN A NEYTENDA- MARKAÐI vínið andann hressa ff Það er hægt að brugga vín á Íslandí eins og annars staðar. Vín eru landbúnaðarafurð og úr fslenskum hráefnum má brugga góð vín sem standa erlendum fullkomlega á sporði. Heimildarmaður okkar lagði hönd á helga bók og sór að þær uppskriftir sem við birtum hérna væru uppskriftir að dæmalaust góðum vínum, með séríslenskum einkennum. Við treystum og trúum því. Áhöld og efni Þegar verið er að gerja úr korni og ávöxtum er best að nota til þess rúmgóða plastdalla (ólitaða) sem standast kröfur sem gerðar eru til mataríláta. Eftir að hrat og annað hefur verið síað frá er rétt að skipta um ílát og nota glerflöskur með vatnslás. Öll önnur verkfæri skulu vera úr plasti eða stáli ef þau snerta sjálft hráefnið. Smávegis ryð getur eyðilagt meira en orð fá lýst. Allt hreinlæti er forgangskrafa. Ýmis efni, sem gefin eru upp í uppskriftunum kom byrjendum e.t.v. ókunnuglega fyrir sjónir, s.s pektolas, campten-töflur o.s.frv., en þetta eru einungis hjálparefni sem kaupa má í verslunum og apótekum. Fólki skal bent á að nota alls ekki hitaveituvatn við víngerð, þótt ótrúlegt virðist vera eru þess dæmi. Hvað sykurinn áhrærir, er gott að gerilsneyða hann með þvi að sjóða. Gerjun Gerjunartími er afar breytilegur eftir tegund víns eða öls. Allar aðstæður hafa mikið að segja, svo og hitastig, þannig að það getur verið villandi að gefa upp einhvern ákveðinn gerjunartíma. Eins getur verið mismunandi hversu fljótt gerjun fer af stað í upphafi og í sumum tilfellum geta liðið allt að fjórir sólarhringar þangað til gerjun hefst. Algengasta hræðsla fólks við að eitthvað hafi mistekist stafar einmitt af því hversu misjafnlega hratt gerjun fer af stað. Annað sem truflað getur eðlilega gerjun er að oft eru ílát ekki nægilega loftþétt til þess að loftbólur komist út um vatnslásinn. Getur þá litið þannig út að gerjun sé annaðhvort stöðnuð eða hafi aldrei farið af stað. Bestu leiðir til þess að ganga úr skugga um að allt sé í lagi eru: 1) að þefa upp úr ílátinu, 2) að leggja eyra upp að opi ílátsins og athuga hvort ekki kraumi, 3) að taka sýni af vökvanum, setja það í glerkönnu og láta standa smástund. Ef loftbólur setjast ekki innan á könnuna er eitthvað að. Það sem valdið getur stöðnun i gerjun er: 1) óeðlilega miklar sveiflur á hitastigi (kjörhiti er 23-25 gráður), 2) of mikið sykurmagn, 3) gróf mistök í meðferð hráefnis og hjálparefna, 4) að kolsýra setjist fyrir í vökvanum í stað þess að rjúka upp úr honum. Því er mikilvægt að hrista gerjunarilátið minnst tvisvar á sólarhring svo að gerlarnir nái að klára sykurinn. Eftir að gerjun er komin í gang og bæta þarf út í sykri eða öðru verður alltaf að gæta þess að nota eingöngu vatn sem búið er að sjóða allt súrefni úr. Að öðrum kosti getur það ruglað vinnslueiginleika gersins og stöðvað gerjunina. Aukaefni til hreinsunar Ætíð skal miða uppskriftir við það að allur sykur gerjist út enda auðvelt að gera vínið sætt, ef óskað er, áður en það er sett á flöskurnar. Á þetta er bent m.a. vegna þess að miklu betra er að hreinsa útgerjuð vín. Af ásetningi eru efni, sem notuð eru til þess að hreinsa vínið eða ölið tilgreind í algjöru lágmarki og ekki tekin fram í upphafi uppskrifta til þess að forðast misskilning. Hins vegar getur svo farið í einstökum tilfellum að þau nægi ekki til þess að gera vínið tært og verður þá að grípa til viðbótarhjálparefna sem eru: 1 matskeið af benton-leir og „klarerings”-vökvar, hvoru tveggja hrært út í blönduna. Ætti þá vínið að verða hreint eftir 4 sólarhringa. Ef ekki, þá verður að sía með kísilsíu. Góður bruggari þarf að hafa 3 eiginleika.. (og nota korktappa) Góður bruggari þarf að bera gott skyn- bragð á líf- og efnafræði og ekki síst að vera smekkmaður í eðli sínu. Ef hann ekki hefur þessa eiginleika til að bera þýðir einfaldlega ekkert fyrir hann að vera að brugga. Öll hans vín munu verða fúl og hann mun skaprauna sér og öðrum. Ekkert er verra en að láta bjóða sér upp á slæmt vín en gott vín tekur flestum gjöfum fram. Góður bruggari verður einnig að gæta þess vel að nota eingöngu korktappa, korkurinn andar og það er nauðsynlegt til þess að vínið nái að þroskast eins og þarf. Ef notaðir eru plasttappar fúlnar vínið og deyr — en slíkt hendir aldrei góðan bruggara. Egill rauði Mergjaður mjöður að gömlum hætti 2 kg ljóst hunang (ekki of sætt) 1 matskeið vinsýra 1 kúfuð teskeið gemæring 36 Vikan 52. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.