Vikan - 28.12.1978, Side 28
benti Mario aö taka tinkertastjakann,
kveikja á kertinu og fylgja henni eftir.
Mario bar logann til stúlkunnar sem
rýndi niöur þrepin. Hreyfingarlaus beið
hún þess að drengurinn tæki fyrsta
skrefið.
Hún fann að Mario hikaði. Hún vissi
að eðlisávísun hans sagði honum að
snúa við, fara, yfirgefa hana, hlaupa
hvert sem var til að forðast að ganga
niður þessi þrep, niður í myrkrið.
Yfir blaktandi kertalogann horfði
hann á Rynn. Augu þeirra mættust
aðeins örstund. Hann leit undan.
Rynn beið eftir að drengurinn gengi
niður þrepin.
Aðendingu tók hann fyrsta skrefið.
Rynn fylgdi honum eftir.
XIII. kafli
„Þetta er til að hita hann,” sagði
stúlkan þegar Mario horfði á hana hella
sjóðandi vatni í tepottinn.
„Við drekkum ekki oft te heima hjá
okkur.”
„Ef þú vildir setja kexkökurnar á disk,
mega þær fara á bakkann með hinu.”
Drengurinn raðaði kexkökunum í tvo
hringi á diskinn, leit yfir verkið og virtist
ánægður.
„Rynn?”
„Mm?”
„Hvað er langt síðan mamma.
þín ... ?”
Litla stúlkan við
endann á
trjágöngunum
Stúlkan hellti rjúkandi vatninu úr
tepottinum í vaskinn.
„Sautjánda október.”
„Vá,” sagði drengurinn. Hann horfði
á hana setja klípu af lausu tei í pottinn.
„En, ég meina, fara lík ekki að...”
Stúlkan hellti sjóðandi vatni yfir
telaufin.
„Rotna?”
Mario, sem gat ekki komið sér til að
segja þetta orð, kinkaði kolli.
Rynn sótti bolla í eldhússkápinn og
bað hann að setja þá á bakkann. Hann
gerði eins og hún bað, en hann beið eftir
að heyra hana útskýra hvernig maður
kæmi í veg fyrir að lík rotnaði.
„Maður getur borið efni á þau,”
sagði hún, opnaði ísskápinn og náði i
mjólkurfernu.
„Er það?”
Hún hellti í litla mjólkurkönnu og rétt
honum.
„Vá,” sagði hann. „En hvernig
vissirðu hvernig á að gera það?"
„Bakkinn er tilbúinn núna, ef þú
vildir fara með hann að arninum.”
„Allt í lagi.” Hann var þakklátur fyrir
að hún skyldi ekki spyrja hvort hann
réði við bakkann með stafinn, og hann
hélt honum mjög varfærnislega meðan
stúlkan tók tvær teskeiðar upp úr
skúffu.
„Rynn?”
Hún fór út úr eldhúsinu og flýtti sér
að rýma fyrir bakkanum á sófaborðinu.
Mario hélt bakkanum i jafnvægi og
haltraði með hann að arninum þar sem
hún beið.
„Hvernig vissi ég hvernig á að fara að
þvi að gera þetta við lík? Er það það sem
þú vilt vita?”
Drengurinn hélt á bakkanum og
svaraði ekki.
„Ég sagði þér það. ■ Þetta er
nákvæmlega það sama og matreiðsla.
Það vill svo til að ég kann að lesa.”
„Hefur bókasafnið eitthvað um hluti
eins og þetta?”
Stúlkan tók upp skörunginn og ýtti
viðardrumb aftur inn i eldinn.
„Bókasafnið hefur allt.”
„Svei mér. Ætli þaðekki.”
Mario setti bakkann frá sér á borðið.
Af gólfinu tók hann upp brjóstsykurs-
röndóttu regnhlifina hennar frú Hallets.
„Við verðum að losa okkur við þetta
líka.”
Rynn virtist vera með allan hugann
viðeldinn.
„Tókstu eftir því?” spurði hann. „Ég
sagði við.”
„Ég tók eftir því. Þakka þér fyrir.”
„Hann kemur aftur. Hallet, á ég við.”
„Ég veit.”
„Ég skal hjálpa þér.”
Hún lét skörunginn falla ofan i opinn
eldiviðarkassann. Drengurinn hélt á
regnhlífinni.
„Þú hefur að sjálfsögðu rétt á að vita
hvað gerðist.”
Þegar hún settist mjúklega á gólfið við
sófaborðið fannst Mario hún hreyfa sig
með yndisþokka dansmeyjar í síða, hvita
kaftaninum. Hún dró bera fæturna
undir sig. Mario studdi sig með annarri
hendinni við borðið þegar hann settist á
gólfið á móti henni. Rynn stakk hend-
inni undir bláan útsauminní hálsmálinu
á kjólnum og dró fram samanbrotið bréf
sem hún rétti honum.
í bjarma eldsins sá hann svart blekið
og stórgerða skriftina á gráum skrif-
pappír, bréf sem faðir Rynn hafði
skrifað henni síðasta kvöldið þeirra í
London.
Meðan hann las kom stúlkan
bollunum tveim fyrir, lagði tesíuna yfir
annan þeirra og byrjaði að hella
gætilega í þá.
Mario las bréfið tvisvar, braut það
síðan saman aftur, og af því að honum
fannst hann ekki geta sett það á borðið,
fannst hann alls ekki geta sett það neins
staðar annars staðar en aftur í hendur
Rynn, hélt hannáþvi.
'Framhald í næsta blaði.
28 Vikan 52. tbl.