Vikan


Vikan - 28.12.1978, Side 43

Vikan - 28.12.1978, Side 43
NN heimsótti hina fögru frænku Sir George. Pamela var föl og svaraði honum sárreið og hneyksluð: — Frændi hefði aldrei getað gert slíkt, aldrei, aldrei — aldrei! — Hver gerði það þá? spurði Parker Pyne stillilega. Pamela gekk nær honum. — Viljið þér heyra álit mitt? Hún gerði þetta sjálf. Hún var svo einkennileg upp á síðkastið. ímyndaði sér einkennilegustu hluti. T.d. gekk hún með þá grillu, að Basil West væri ástfanginn i sér. Og við Basil erum ... við erum ... — Já. ég veit, hvað þér eruð að fara, sagði Parker Pyne brosandi. — Þetta var tóm imyndun með Basil að sjálfsögðu. Ég held, að hún hafi rifist við aumingja frænda — það, sem hún sagði yður, var tómur hugarburður — já, svo setti hún striknín í klefann hans og framdi sjálfsmorð. Slíkt hefur gerst áður.ekkisatt? — Jú, mikil ósköp, Parker Pyne viðurkenndi það. — En ég trúi ekki, að lafði Grayle hafi framið sjálfsmorð. Hún var ekki sú manngerð, ef ég má orða þaðsvo. — Já, en hvað með hugaróra hennar? — Ég held, að ég ætti að ræða aðeins við Basil West um það. Basil svaraði hreinskilnislega spurningum Parkers Pyne. — Ég vil ekki hæla sjálfum mér, en ég held, að óhætt sé að fullyrða, að hún hafi verið mjög hrifin af mér. Þess vegna þorði ég ekki að segja henni frá sambandi okkar Pamelu. Hún hefði umsvifalaust skipað sir George að reka mig. — Haldið þér, að kenning fröken Grayle um sjálfsmorð sé rétt? — Tja, það gæti verið. Kenningin stenst ekki, sagði Parker Pyne rólega. — Nei, við verðum að finna einhverja betri skýringu. Hann horfði á Basil hugsandi. Svo sagði hann: — Er ekki réttast að játa? Hann tók upp pappir og penna. — Gjörðu svo vel. Játningu, takk fyrir. Basil West starði undrandi á hann. — Ég, hvað í ósköpunum eigið þér við? — Ungi maður, sagði Parker Pyne næstum föðurlega. — Ég veit allt saman. Þér dróguð aumingja konuna á tálar. Hún iðraðist. Svo urðuð þér ástfanginn i hinni fögru, en fátæku frænku. Langvinn eitrun var besta lausnin. Það gæti litið út fyrir að vera matareitrun. Það er að segja, ef yður tækist ekki að koma sökinni á sir George. Þér gættuð þess að láta sjúkdómsköst hennar koma heim við nærveru hans. Svo komust þér að því, að með henni hafði vaknað grunur og að hún hafði trúað mér fyrir grun sínum. Nú urðuð þér að gera eitthvað i skyndi. Þér stáluð eitrinu frá hjúkrunarkonunni. Mestu af þvi komuð þér fyrir hjá sir George, án þess að hann yrði nokkurs var. Snjallt. Svo létuð þér nægilega mikið magn til að drepa mann i umslag og létuð lafði Grayle hafa það ásamt bréfi, þar sem stóð, að þetta væri meðal, sem færði henni „yndislega drauma". Rómantískt. Og hún hélt, að þetta væri svefnlyf og að þér vilduð vel. En yður urðu á mistök, ungi maður. Það er tilgangslaust að biðja konu að brenna bréf, skiljið þér. Þær gera það aldrei. Ég er með indæla, litla bréfið frá yður hér i vasanum. Basil West var orðinn næstum grænn í framan. Það var ekki mikið eftir af hinum sjálfumglaða unga ntanni, sem ntinnti mest á rottu í gildru. — Fjandinn hirði yður, hvæsti hann. — Svo þér vissuð þá ... .Ég skal... En Parker Pyne hafði verið svo skynsamur að hafa vitni utan við hálfopinn gluggann. Basil West var tekinn höndum. ÖM'MU seinna sat Parker Pyne og ræddi málið við vin sinn, lögreglu- þjóninn. — Og ég hafði ekki nokkra ntinnstu sönnun! Bara smásnepil, ólæsilegan með öl|u, þar sem aðeins gat að lesa orðin „Brenndu þetta”. En ég ól vissar grunsemdir með mér, reyndi kenninguna á honum og það hafði sín áhrif. . . Hann þagnaði og horfði hugsi fram fyrir sig. — Einkennileg manneskja, þessi lafði Grayle. Hún vildi fá mig til að sanna, að maðurinn hennar eitraði fyrir hana. Ef það hefði tekist, hugsa ég, að hún hafi ætlað sér að taka saman við West. Hún vildi sannanir. Einkennileg manneskja. — Þetta verður ekki auðvelt fyrir frænkuna, sagði lögregluþjónninn. — O, hún kemst yfir þetta, sagði Parker Pyne. — Hún er svo ung. Það er verra með sir George. Hann á sannarlega skilið betra lif og hamingjurikara eftir tiu ára strið. Ojæja, ætli Elsie MacNaughton taki hann ekki upp á arma sína ... Parker Pyne hallaði sér aftur i stólnum og lét líða úr sér. — Og núna, sagði hann, — hefi ég hugsað mér að skreppa til ítaliu. Nú verö ég að taka mér verulega gott fri. Endir MALLÓ! Sendum í póstkröfu um land allt Vandað \ íslenskt sófasett \ á ótrúlega lágu verði Staðgreiðsluverð aðeins Husgagnadeild JÉ 267.300 kr. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 f X. tbl. Vikan 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.