Vikan


Vikan - 28.12.1978, Qupperneq 10

Vikan - 28.12.1978, Qupperneq 10
Dáns- og söngvamyndir í tísku á ný Nú virðist sem dans- og söngva- myndir hafi hlotið náð fyrir augum kvikmyndaframleiðenda á ný. Yfir okkur dynur nú mikið flóð slíkra mynda, en á sjötta og langt fram á sjöunda áratuginn rikti mikil lœgð i framleiðslu þeirra. Vom þá vinsælastar hvers kyns kúreka- og hetjumyndir og á seinni hluta tíma- bilsins raunsæis- og hamfaramyndir. Áður hafði fólk ekki átt orð til að lýsa hrifningu sinni á kvikmyndum eins og Sound of Music og South Pacific. Það þótti einnig mikilsvert atriði i sambandi við útbreiðslu og vinsældir slikra kvikmynda, að mikil sala var I hljómplötum með sönglögum úr kvikmyndunum og var hagnaðurinn af þeim sist minni en af kvikmyndunum. Á þetta við um fleiri kvikmyndir frá þessum tfma, eins og Dr. Zhivago og hina nútimalegu útgáfu af sögunni um Romeó og Júlíu, West Side Story. En það var ekki fyrr en vinsæidir American Graffiti urðu Ijósar, að augu kvikmyndaframleiðenda opnuðust fyrir þvi, að áhorfendur vom famir að hafa smekk fyrir slikum kvikmyndum á ný. Kom þá á markaðinn Car Wash (sem sýnd var i Laugarásbfói i sunar) og hiaut hún töluverða athygli. Nokkur lög úr kvikmyndinni komust á vinsælda- lista, því það hefur ekki minni áhrif á vinsældirnar, að skartað sé góðum söngvumm, eins og leikurum. Siðan, eftir að sýningar á Saturday Night Fever hófust, má segja, að allar flóðgáttir himins hafi opnast. Fast á eftir henni fylgdi Grease, með þeim Olivki Newton- John og John Travolta i aðal- hlutverkum. Til gamans má þó geta þess að I Bandarikjunum fákk Grease heldur lélega gagnrýni og var samstundis sett i hóp með hinum svokölluðu skemmti- mynduml Sýnir þetta dæmi mjög Ijóslega, hve l'rtil áhrif gagnrýni hefur i raun á áhorfendur og aðsókn, þvi að ágóðinn eftir átta fyrstu sýningardagana nægði til að borga allan kostnað við myndina. Eftir tvo mánuði var búið að trfalda þá upphæð. í framtiðinni eigum við von á kvik- myndum eins og The Last Waitz, sem skartar ekki minni mönnum en Bob Dylan, Neil Diamond og Eric Clapton, og Thank God Its Friday sem tekur tii meðferöar mjög likt efni og Stigwood f Saturday Night Fever, umhverfið og Kfið á diskóteki. Helsta aðdráttaraflið i þeirri mynd er Donna Summer, en hún syngur einnig flest lögin á samnefndri hljómplötu. Kvikmyndin Hot Wax hefur ekki enn verið tekin til sýningar hár, en hún býður upp á ala helstu hljómlistarmenn fimmta áratugarins. Eins er i bigerð að gera kvikmynd um lif og dauða Buddy Holiy, sem dó f flugslysi aðeins 23 ára gamall. Þrátt fyrir stutt æviskeið náði hann að koma niu lögum á toppinn. Dýrasta söngvamynd, sem nokkru sinni hefur verið framleidd, heitir Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band, og eru aðalhiutverkin i höndum Peter Frampton og hljóm- sveitarinnar Bee Gees. Framleiðandi þeirrar myndar er Robert Stigwood (Saturday Night Fever og Grease), og hefur hljómplatan verið nokkuð lengi á markaðnum hérlendis. Það er vonandi, að ekki liði á löngu þar til okkur gefst tækifæri til að sjá þá umtöluðu kvikmynd. Á þessari upptalningu sést, að kvikmyndahúsin em ekki á þeim buxunum að gefast upp i samkeppninni við sjónvarpið, nema sfður sé. Þetta sjáum við einnig á aðsókninni að jólamyndunum i ár, en myndimar, sem hér fylgja, eru einmitt úr Grease, sem verður sýnd i Háskólabiói á næstunni. HS lO Vlkan SZ. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.