Vikan


Vikan - 28.12.1978, Síða 49

Vikan - 28.12.1978, Síða 49
„Við sömdum um það, áður en við giftumst, að ef annað hvort okkar vildi tosna. þá skyldi hitt ekki standa i vegi fyrir þvi." „En það var gert þín vegna, af því að þú varst 27 árum yngri en hún.” „Jæja, það hefur reynst henni mjög hagkvæmt,” sagði hann biturlega. Frú Tower andmælti og rökræddi við hann, en Gilbert stóð fast á því, að Jane yrði ekki þokað og að það yrði að gera allt eins og hún vildi. Hann skildi við frú Tower alveg yfirkomna. Henni létti mikið við það að segja mér þetta allt. Það gladdi hana að sjá að ég var alveg eins undrandi og hún sjálf, og ef ég var ekki eins reiður út i Jane og hún, þá útskýrði hún það sem glæpsamlega vöntun á siðferðistilfinningu sem væri karl- mönnum eiginleg. Hún var enn i miklu uppnámi þegar dyrnar opnuðust og þjónninn visaði sjálfri Jane inn. Hún var klædd í svart og hvítt sem án efa átti vel við hennar vafasömu kringumstæður, en fatnaðurinn var svo frumlegur og einkennilegur og hatturinn svo áberandi, að ég beinlínis gapti af undrun, þegar ég sá hana. En hún var jafnblið og stillt og venjulega. Hún gekk til frú Tower og ætlaði að kyssa hana, en hún færði sig undan með ísköldum virðuleika. „Gilbert hefur verið hér,” sagði hún. „Já, ég veit það,” sagði Jane og brosti. „Ég sagði honum að fara og hitta þig. Ég ætla til Parísar í kvöld og langar að biðja þig um að vera honum innan hand- ar, á meðan ég er í burtu. Ég er hrædd um að hann verði dálitið einmana svona fyrst i stað, en ég verð rólegri ef ég get treyst þvi að þú litir til með honum.” Frú Tower spennti greipar. „Gilbert var rétt í þessu að segja mér nokkuð, sem ég get ekki fengið mig til að trúa. Hann segir að þú ætlir að skilja við hann og giftast sir Reginald Forbisher.” „Manstu ekki, að þú ráðlagðir mér. áður en ég giftist Gilbert, að giftast manni á mínum aldri. Flotaforinginn er 53ára.” „En Jane, þú átt Gilbert allt að þakka,” sagði frú Tower reiðilega. „Þú ert ekkert án hans. Ef þú hefur hann ekki til að teikna fötin þin, ertu ekkert." „Ó, hann hefur lofað því að teikna fötin mín,” svaraði Jane bliðlega. •„Engin kona gæti óskað sér betri eiginmanns, hann hefur alltaf verið góðsemin einskær í þinn garð.” „Ó, ég veit að hann hefur verið indæll.” „Hvernig getur þú verið svona tilfinningalaus?" „En ég var aldrei ástfangin af Gilbert,” sagði Jane. „ég sagði honum það alltaf. Ég er farin að finna til þess, að ég þarfnast félagsskapar manns á mínum aldri. Ég held, að ég sé búin að vera gift Gilbert nógu lengi. Það er ekki hægt að eiga samræður við ungt fólk." Hún þagnaði um stund og brosti til okkar sínu töfrandi brosi. „Auðvitað missi ég ekki sjónar af Gilbert, ég hef samið um það við Reginald. Flota- foringinn á frænku sem mundi hæfa honum. Jafnskjótt og við höfum gifst,. munum við bjóða þeim að dvelja hjá okkur á Möltu — þú veist, að flota- foringinn stjórnar Miðjarðarhafs- flotanum — og mig mundi ekki undra, þó að þau yrðu ástfangin hvort af öðru.” Það hnussaði i frú Tower. „Og þú hefur samið við flota- foringjann um það, að ef þið viljið losna, þá muni hvorugt ykkar standa í vegi fyrir hinu.” „Ég stakk upp á þvi,” svaraði Jane með stillingu, „en flotaforinginn segist þekkja góðan hlut þegar hann sjái hann og að hann muni ekki vilja giftast nokkurri annarri konu. Og ef einhvern langi til að giftast mér, muni hann gera út um málin á stuttu færi — hann hefur 8 fallbyssur með 12 þumlunga hlaupvidd á flaggskipinu sinu." Hún sendi okkur slíkt augnaráð gegnum einglyrnið, að jafnvel ótti minn við að baka mér reiði frú Tower gat ekki varnað því að ég fór að hlæja. „Ég held, að flo“jaforinginn sé mjög ákaflyndur.” Frú Tower leit reiðilega til mín. „Mér hefur aldrei fundist þú fyndin, Jane," sagði hún. „Ég hef aldrei skilið, hvers vegna fólk hlær að þvi sem þú segir." „Mér sjálfri hefur aldrei fundist ég fyndin, Marion,” sagði Jane brosandi, svo að hvítar og reglulegar tennur hennar komu í Ijós. „Ég er fegin því að fara frá London áður en margir komast aðsömu niðurstöðu." „Ég vildi óska, að þú segðir mér hver er leyndardómur þinná undráverðu áhrifa og vinsælda.” Hún sneri sér að mér með þessum blíða og húsmóðurlega svip sem ég þekkti svo vel. „Þú skilur, þegar ég gift- ist Gilbert og settist að í London, og fólk fór að hlæja að þvi, sem ég sagði, var enginn meira undrandi en ég sjálf. Ég hafði sagt það sama í 30 ár og enginn hafði nokkru sinni hlegið að þvi. Ég hélt það hlytu að vera kjólarnir minir, stutt- klippt hárið eða einglyrnið. Svo uppgötvaði ég, að það var vegna þess að ég sagði sannleikann. Það var svo óvenjulegt að fólki fannst það fyndið. Einhvern daginn mun annar uppgötva leyndardóminn, og þegar það verður venjulegt, að fólk segi sannleikann, þá verður auðvitað ekkert fyndið við það.” „Og hvers vegna er ég sú eina, sem finnst ekkert fyndið við það?" spurði frú Tower. Jane hikaði um stund, eins og hún væri að leita að heiðarlegri og fullnægjandi skýringu. „Ef til vill þekkirðu ekki sannleikann. þegar þú heyrir hann. kæra Marion,” svaraði hún á sinn milda w -'••'Giega átt. Þetta svar gaf henni vissulega síðasta orðið. Mér fannst að Jane mundi alltaf hafa siðasta orðið. Hún var einstök. Endir. Glæsilegt úrval teppa í austurlensku mynstri GRENSÁSVEGI 11 - SÍMI 83500 S2. tbl. Vlkan 49

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.