Vikan


Vikan - 28.12.1978, Síða 31

Vikan - 28.12.1978, Síða 31
 Diddú og Egill eru löngu orðin alþjóð kunn, enda óhætt að segja, að þau standi í fremstu röð sem túlkendur á tónlistarsviðinu. Einnig munu þau hafa átt sinn stóra þátt í samningu þess, sem þau hafa flutt, einkum þó Egill. Egill Ólafsson er fæddur í Reykjavík 9. febrúar 1953 (vatnsberi) og hefur alið allan aldur sinn á höfuðborgarsvæðinu. Hans tónlistarferill byrjaði fyrir alvöru, þegar hann gekk í lið með Stuðmönnum 1974, en sú hljómsveit var stofnuð af Valgeiri Guðjónssyni, Jakobi Magnússyni, Þórði Árnasyni og Ragnari Daníelssyni 1971. Hann var síðan einn af stofnendum Spilverksins, ásamt Valgeiri Guðjónssyni og Sigurði Bjólu en það byrjaði sem skólahljómsveit í Menntaskólanum við Hamrahlíð 1972. Nafnið, Spilverk þjóðanna, var fyrst notað í mars 1975, en það ár kom einmitt út fyrsta plata þeirra og hét hún Spilverk þjóðanna. Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) söng lítils háttar á þeirri plötu, en gekk síðan endanlega í lið með þeim í september sama ár. Diddú er fædd 8. ágúst 1955 (ljón) í Reykjavík. Vinsældir hennar sem söngkonu eru gífurlegar, eins og best kom í ljós i Vinsældavali Vikunnar og Dagblaðsins, þar sem hún var kosin söngkona ársins 1978. Óhætt er að halda því fram, að Spilverkið hafi bókstaflega átt þær kosningar. Það var kosið hljómsveit ársins, það átti plötu ársins og lag ársins og var í öðru sæti með lagasmið ársins, söngvara ársins og textasmið ársins. Og nú er þessu samstarfi þeirra lokið, að minnsta kosti í bili. Egill Ólafsson hvarf fyrstur á braut og stofnaði ásamt fleirum Þursaflokkinn (Vikan 50. tbl.) og Diddú stundar söngnám i London. Þau hafa ekki þó gefið hvort annað alveg upp á bátinn, því nú er nýútkomin plata með þeim tveimur, Þegar mamma var ung. Við vonum öll, að við eigum von á meira af slíku í framtíðinni. 52. tbl. Vikan 32

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.