Vikan - 28.12.1978, Qupperneq 7
honum þó fannst hálfgert hann hafa séð
áður. Hann sá hins vegar ekki greinilega
því einkennileg rökkurmóða hvíldi yfir
öllu. Eigi að síður varð hann snortinn af
þeim friði og ró sem honum fannst umlykja
sig.
Hann mundi greinilega hvað hafði gerst
og þóttist vita með vissu að hann væri
kominn í annan heim. Átti þetta þá að vera
framtíðardvalarstaður hans?
Hann var að vísu ekki beint óánægður
með hann, en hefði þó kosið að hann hefði
verið bjartari. En hann komst að þeirri
niðurstöðu að sennilega hefði hann ekki
búið sér bjartari vistarveru með verkum
sínum á jörðinni og hlyti því að taka
afleiðingum þess. Kannski kynni hann að
læra eitthvað af því sem hann kynni að
hafa vanrækt.
Nú settist hann niður í græna, grasi-
vaxna laut og fór að hugsa um liðna
tímann. En hann fékk brátt annað um að
hugsa.
Yndislegur hljóðfærasláttur barst að
eyrum hans, fegurri og unaðslegri en hann
hafði nokkru sinni heyrt. Það var eins og
með tónunum bærist ósegjanlegur
fögnuður og friður inn í sál hans. Hann
gleymdi rökkurhúminu umhverfis og
fylltist fögnuði yfir því einu að lifa. En svo
dóu tónarnir út smám saman og allt varð
sem fyrr.
Þá fannst honum allt i einu hann heyra
óm af mannamáli rétt hjá sér, en sá engan.
Hann spratt því á fætur og kallaði: „Er-
nokkur þarna?”
„Bróðir og vinur í andanum,” heyrði
hann þá sagt við hlið sér ástúðlegri röddu
og sá hann nú að ákaflega elskuleg vera
stóð hjá honum og sagði við hann:
„Finnast þér ekki móttökurnar dálítið
einkennilegar sem við veitum þér,
vegmóðum gesti. Þó þú hafir ekki séð okk-
ur höfum við engu að síður fylgst með
hverju fótmáli þínu síðan þú lagðir af stað
og skynjað hugsanir þínar. Þér hefur tekist
ferðalagið vel og verið fljótur að átta þig á
öllu.”
Svo rétti hann Einari hönd sína, en um
leið og þeir tókust í hendur var eins og
rökkurmóðan hyrfi í einu vetfangi. Sá
Einar nú kringum sig skrúðgrænar hlíðar,
spegiltær stöðuvötn, laufgræna skóga og
sólglitaða fjallatinda, glitrandi blóm og
angandi rósir. Hann teygaði þessa fegurð í
sig i orðvana nautn.
Þá sagði þessi vera við hann:
„Samt ertu ennþá einungis í útjaðri
paradísar. Nú skulum við ganga
uppá hæðina, svo þú getir notið útsýnisins
betur og tekið skýrari mynd af því með þér
inn í jarðlífsvitund þína, af landinu sem þú
átt að segja öðrum frá, en svo margir kvíða
að hverfa til.
Laðaðu þessa mynd fram í huga þínum,
festu þér vel í minni það sem þér kann
ennfremur að verða sagt áður en þú
hverfur héðan. Notfærðu þér fengna
þekkingu, kunni leið þín og einhverra
samferðamanna þinna að liggja um öræfa-
auðnir þjáninganna einhvern tíma síðar.”
Þessu svaraði Einar með því að benda á
að jarðlifsgöngu sinni væri nú lokið. En
förunautur hans sagði þá: „Nei, þú ert hér
aðeins sem gestur örfá augnablik.”
52. tbl. Vlkan 7