Vikan - 28.12.1978, Side 47
sækja hana. Ég vissi ekki hvaðan á mig
stóð veðrið. Tuttugu og fjórum tímum
seinna hringdi frúin, sem heldur jaetta
samkvæmi, til min og sagði, að hún
hefði heyrt, að mágkona mín væri i
London. Hún væri alveg einstök kona
og vildi ég gera henni þann greiða að
bjóða henni i mat, svo að hún gæti hitt
hana. Þessi kona hefur óskeikula eðlis-
ávísun. Innan mánaðar var Jane á hvers
manns vörum. Ég er hérna i kvöld, ekki
vegna þess að ég hef þekkt þessa frú í 20
ár og boðið henni hundrað sinnum
heim, heldur vegna þess að ég er mág-
kona Jane.”
Vesalings frú Tower. Aðstaða hennar
var mjög særandi og þó að ég gæti ekki
varist þvi að hafa gaman af þessu. þá
fann ég að hún átti samúð mina skilið
þvi að aðstaða hennar var mjög breytt til
hins verra.
„Fólk getur ekki staðist þá, sem koma
því til að hlæja,” sagði ég til þess að
reyna að hughreysta hana.
„Aldrei fær hún mig til að hlæja."
Aftur heyrðist skellihlátur frá hinum
enda borðsins og ég bjóst við að Jane
hefði sagt einhverja fyndni.
„Ætlarðu að segja mér, að þú sért
eina manneskjan sem finnst hún ekki
fyndin?” spurði ég brosandi.
„Tókst þú eftir því, að hún væri
gamansöm?”
„Nei, ég verð að játa að ég gerði það
ekki.”
„Hún segir bara það sama og hún
hefur sagt síðustu 35 árin. Og ég hlæ
þegar ég sé að allir aðrir gera það, því að
ég kæri mig ekki um að sýnast algjör
auli. En mér er ekki skemmt."
„Likt og Viktoría drottning,” sagði ég.
Þetta var heimskulegt spaug og frú
Tower hafði á réttu að standa, þegar
hún lél það hvatvislega i ljós. Ég reyndi
aðbrjóta upp á öðru.
„Er Gilbert hér?" spurði ég og leit yfir
borðið.
„Gilbert var boðið vegna þess að hún
vill ekki fara i boð án hans, en i kvöld er
hann i boði hjá arkitektafélaginu, eða
hvað það nú heitir."
„Ég er afar spenntur að endurnýja
kunningsskap okkar.”
„Farðu og talaðu við hana þegar
staðið verður upp frá borðum, hún mun
bjóða þér i þriðjudagsboðsitt."
„Þriðjudagsboð?"
„Hún tekur á móti gestum á þriðju-
dagskvöldum. Þú munt hitta þar allt
frægt fólk sem talað er um. Það eru
bestu boðin i London. Hún hefur gert
það á einu ári, sem mér hefur ekki tekist
á 20árum.”
„En það sem þú ert að segja frá er
reglulegt kraftaverk. Hvernig hefur
þetta gerst?”
Frú Tower yppti sinum fögru, en feitu
öxlum. „Mér þætti vænt um, ef þú gætir
sagt mér það.”
Eftir borðhaldið reyndi ég að nálgast
sófann, þar sem Jane sat. En ég var
stöðvaður og það var ekki fyrr en
nokkru seinna. að húsmóðirin kom til
min og sagði: „Ég verð að kynna þig
fyrir stjömu kvöldsins. Þekkirðu Jane
Napier? Hún er einstök. Hún er miklu
fyndnari en gamanleikir þinir.”
„Ég var leiddur að sófanum. Flotafor-
inginn, sem setið hafði við hlið hennar
við borðið, var enn hjá henni. Hann
sýndi engin merki þess að fara. Jane
heilsaði mér með handabandi og kynnti
mig fyrir honum. „Þekkir þú sir Regin-
ald Forbisher?"
52. tbl. Vikan 47