Vikan


Vikan - 07.02.1980, Page 5

Vikan - 07.02.1980, Page 5
5. Esjuberg hrindandi matur. Hráefnið virtist þó vera gott, hvaðan sem það var ættað, því kjötið var lungamjúkt og alveg laust við seigju. Að því leyti hefði það átt að reynast „lítið steikt”. Liturinn var hins vegar grár langt inn í kjöt og bleikur einungis i miðju, alveg eins og kjötið væri mitt á milli „miðlungs” og „fullsteikts”. Svo reyndist það þurrt og gersamlega bragð- laust, eins og um þrælsteikt kjöt væri að ræða. Á þessu furðuverki hef ég enga skýringu. Einkunnin er hreint núll. í stíl við kjötið voru svo 100% bragðlausar belgbaunir (úr dós?|. Hins vegar slapp ég við hveitisósu. Og frönsku kartöflurnar voru frambærilegar, sem og þær, er fylgdu öðrum réttum Esjubergs. Verðið er 6.130 krónur, „bortkastede penge”. Lambalæri Marineraðar lambalærissneiðar voru á matseðli dagsins, þunnar sneiðar, harkalega grillaðar og dálítið brenndar, gráar í gegn og ótæpilega kryddaðar. Samt var enn eftir í þeim dálítill safi, svo að þær voru alveg ætar. Brúna hveitisósan, sem fylgdi, var svakalega pipruð. Og gratineruðu kartöflusneiðarnar voru vægast sagt óhugnanlegur óskapnaður. Það er furðulegt, að starfsfólk I eldhúsi skuli vera látið hafa svona mikið fyrir jafn- vondum mat og þarna kom í ljós. Verðið er 3.600 krónur. Svínahryggur Svinahryggur Róberts var einnig á matseðli dagsins og líka með sama óhugnanlega meðlætinu, hveitisósunni, hinum ólýsanlegu kartöflusneiðum og piparsósunni. Einnig fylgdu hinar bragð- lausu belgbaunir sem áður er getið og einn einmana biti af gulrót úr dós. Svínakjötið sjálft var hins vegar vel meyrt og ágætt á bragðið. Það átti sannarlega ekki meðlætið skilið. Verðið er 4.770 krónur. Kínverskar pönnukökur krónur. Einnig má nefna rauðvínin Mercurey og Saint-Emilion. Vínveitingar hafa ekki spillt andrúms- lofti eða yfirbragði Esjubergs. Hin langa og góða reynsla, sem þar hefur fengist af hófsemi gesta, ætti að vera yfirvöldum tilefni til að leyfa veitingar léttra vína i fleirum af hinum snyrtilegri veitinga- húsum borgarinnar. Of lítill munur I Meðalverð 10 forrétta, millirétta og eggjarétta er nokkuð hátt á Esjubergi, 2.500 krónur. Það er eins hátt og í Naijsti og næstum eins hátt og á öðrum vínveitingahúsum, sem veita þó þjónustu til borðs. Meðalverð 19 aðalrétta úr fiski eða kjöti er 4.700 krónur á móti 8.000-8.500 krónum á vínveitingahúsunum með þjónustu, Sögu, Holti, Nausti og Loft- leiðum. Sá verðmunur virðist vera minni en sem svarar hæfilegri endurspeglun gæðamunar. Esjuberg býður aðeins upp á fjóra eftirrétti, þar af þrjá hversdagslega ísa og svo skyr. Meðalverðið er tæpar 900 krónur. Auk þess má kaupa þar nokkrar tegundir af tertum. Veitingastofan er því nánast stikkfrí í eftirrettum. Einkunnir nokkurra Ef keypt er þríréttuð máltíð með kaffi og hálfri vínflösku (Chianti) á mann, ætti meðalmáltíðin að kosta um 10.300 krónur á móti 14.500-16.300 krónum á hinum vínveitingahúsunum. Þessi munur finnst mér of litill. Mér mundi hins vegar ekki finnast hann of lítill, ef matsveinar hússins tækju á sig rögg og byrjuðu að elda af innlifun, starfsgleði, nákvæmni og virðingu fyrir góðum hráefnum. Á það skortir mjög eins og prófunin leiddi greinilega í ljós. Gallar matreiðslunnar eru þess eðlis, _að ekki ætti að vera kostnaðarsamt að bæta úr þeim. Innlifun, starfsgleði, nákvæmni og virðing fyrir hráefnum kostar ekki peninga. Og alténd mætti spara innkaupá dósamat. Fjölskyldusnarl Esjuberg er ekki staður til að kaupa sér dýran, flókinn og viðamikinn veislu- mat. Enginn ætti að búast þar við matargerðarlist. Kostir staðarins eru á allt öðru sviði. Þetta er fjölskyldustaður, þar sem hægt er að fá einfalt snarl eins og sild, eggjaköku eða hamborgara fyrir skikkanlegt verð — og jafnvel dreitil af léttu, ef hugurinn er móttækilegur. Og ekki má gleyma frönsku kartöflunum. Mest um vert er þó, að ráðamenn Esjubergs eru óvenju vinsamlegir í garð barna, eins og hér hefur verið rakið að framan. Barnakrókurinn er ein af athyglisverðustu nýjungum í veitinga- rekstri hér á landi. Á Esjubergi kostar marinerað sildar- flak 2.170 krónur, eggjakaka 1.500 krónur, hamborgari 1.130-1.370 krónur og smurbrauð 2.090 krónur. En ekki má heldur gleyma því, að hinir vönduðu matsölustaðir bjóða lika upp á tiltölu- lega ódýra rétti fyrir börn og fullorðna. 1 Nausti kosta þrjár tegundir síldar 2.935 krónur og smurbrauð 2.075 krónur. 1 Holti kostar smurbrauð 1.875 krónur, eggjakaka 2.275 krónur og djúp- steiktar rækjur 3.100krónur. Á Loftleið- um kostar eggjakaka 2.530 krónur og síldarbakki 2.850 krónur. Og á Sögu Kínverskar pönnukökur voru rúsínan í pylsuenda þessarar prófunar, ofsalega vondar á bragðið. Pönnukökurnar voru þykkar og tinar og hveitibragðið leyndi Marg- feldi veitingahusa Loft- Saga leiðir Holt Naust Esju- berg kostar smurbrauð 1.850 krónur, eggja- kaka 2.150 krónur, kræklingur 2.185 krónur, síldarbakki 2.970 krónur og smálúða 3.010 krónur.Hamborgara fyrir sér ekki. Innvolsið var enn ógeðslegra. Matur x5 8 6 9 4 2 börn ætti að vera hægt að fá á þessum Það var blanda til helminga af hrís- Þjónusta x2 9 6 7 9 (2) stöðum, þótt þess sé ekki getið á grjónum og mataroliu. Vínlisti x 1 6 6 6 4 2 matseðlunum. Ég minnist þess ekki að hafa komist í Umhverfi x2 7 7 7 9 7 Matreiðslan á Esjubergi fær tvo í snertingu við óhugnanlegri mat á Samtals xlO 78 62 79 60 30 einkunn, vínlistinn tvo, umhverfi og ævinni. Ég fæ gæsahúð af endur- minningunni. Einkunnin er mínus 21. Verðið er 2.620 krónur. Vín Esjuberg hefur ákaflega takmarkað vínúrval á boðstólum. Innan um eru þar góð vín: Af rauðvínum Chianti Classico Einfölduð heildar- einkunn: . Meðalverð aðalrétta í krónum: 8 8.500 6 8.300 8 8.100 6 8.000 3 4.700 andrúmsloft sjö. Ekkert er gefið fyrir matarþjónustu, því að hún er engin, en fyrir vínþjónustu fær Esjuberg dálitla hækkun. Heildareinkunn hússinser þrir. Jónas Kristjánsson á 3.840 krónur og af hvitvínum Chablis á 4.675 krónur og Edelfráulein á 3.840 6. tbl. Vikan S i

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.