Vikan


Vikan - 07.02.1980, Blaðsíða 6

Vikan - 07.02.1980, Blaðsíða 6
Viðtal Vikunnar Tómstundaiöja fólks er auðvitað misjafnlega nytsamleg, en ein eftirlætis tómstundaiðja Steingríms Hermanns sonar kom svo sannarlega i góðar þarfir er hann og fjölskylda hans reistu sér þak yfir höfuðið. Hann hefur nefnilega hið mesta dálæti á smíðum og hefur auk annarra innréttinga algjörlega séð um innréttingu á kjallara hússins. Aðal uppistaða í þiljum og lofti er rekaviður af Ströndum sem hann hefur að mestu leyti verkað sjálfur. Einnig hefur hann smíðað alla loftlampa og í þessu tómstundaherbergi fjölskyldunnar er einnig veggur úr grjóti og arinn, sem Steingrimur hefur sjálfur hlaðið. Hann á heldur ekki langt að sækja góða hæfi- leika til slíkra hluta, móðurafi hans, Steingrimur Guðmundsson, var virtur byggingameistari hér í bæ og föðurafi hans, Jónas Jónsson. „sigldur" smiður i Skagafirði. Það sem hefur aflað Steingrimi mests umtals eru þó ekki listilegar smiðar heldur umsvif hans á stjórnmálasviðinu, og þrátt fyrir miklar annir féllst hann á að leyfa blaðamanni og Ijósmyndara Vikunnar að lita inn eitt laugardags- síðdegi heima að Mávanesi 19. Röskir drengir og skemmtilegar bernsku- minningar — Steingrimur, nú ert þú sjálfur EG ÆTLAÐI MÉR EKKI AÐ GERAST STJÓRN MÁLAMAÐUR — segir Steingrímur Hermannsson fyrrv. ráðherra í viðtali við Vikuna, en hann er auk umsvifa sinna í stjórnmálum hinn mesti hagleiks- maður á smíðar. sonur þekkts stjórnmálamanns. Hvaða áhrif hafði það á bernsku þína? — Ég held að það hafi ekki í sjálfu sér haft nein áhrif á bernsku mína. Þó minnist ég að hafa notið góðs af stöðu hans í tveimur tilvikum. Annað má rekja til þess tíma er hann var lögreglu- stjóri. Við bjuggum þá fyrst á Amtmannsstig og síðan á Laufásvegi. Þama voru margir knáir strákar og óeirðir á milli vissra hópa algengar eins og gerist og gengur á þessum aldri. Ég og félagar minir komumst að því að faðir minn geymdi lögreglukylfu i bílnum sinum sem hann læsti því nær aldrei. Við nældum okkur í kylfuna og hún skipti sköpum fyrir valdahlutfallið i hverfinu. Það þorði enginn að leggja i okkur þegar við birtumst með kylfuna góðu. — 1934 fluttum við í Ráðherra- bústaðinn og bjuggum þar í 8 ár. Á þeim tíma stofnaði ég ásamt fleirum félags- skap sem við kölluðum Röska drengi. Félagsmenn voru aðallega vesturbæing ar eins og t.d. Clausen-bræður, Runólfur Þórðarson og Þorbjörn Karlsson, Matthías Johannessen, svo fáir séu nefndir. Við lögðum mikla áherslu á iðkun íþrótta og tókum hlauptíma á gamla vekjaraklukku. Raunar voru það ekki Clausen-þræður sem unnu flest stuttu hlaupin þá, heldur þeir Runólfur og Þorbjörn! Ég var formaður félagsins i mörg ár. Föður minum fannst þetta heil- 6 Vikan 6. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.