Vikan


Vikan - 07.02.1980, Side 7

Vikan - 07.02.1980, Side 7
brigður félagsskapur og til að ýta undir aukna félagshyggju leyfði hann okkur að halda fundi í stóra matsal Ráðherra- bústaðarins. Sumir sögðu að ég héldi formannsembættinu út á það! — Félagið Röskir drengir hélst alveg fram á menntaskólaárin. 1 2. bekk lá ég i einangrun í 6 vikur vegna skarlatssóttar. Þegar ég fór svo á fund Röskra drengja á Landakotstúninu sá ég að sumir voru farnir að reykja. Mér brá töluvert í brún því þetta var síður en svo á dagskrá hjá Röskum drengjum. Clausen-bræður lögðu til að félagsmönnum yrði bannað að reykja og var tillagan samþykkt með 1 atkvæðis mun. Þá sögðu þeir sem reyktu sig úr félaginu og það lognaðist útaf. — Annars á ég ótal skemmtilegar minningar frá veru okkar í Ráðherra- bústaðnum. Oft fórum við í eltingarleiki eftir göngunum sem enduðu svo með þvi að við stukkum fram af svölunum og niður á tún. Móðir min, Vigdís, hafði miklar áhyggjur af þvi að við gætum slasað okkur, og eitt sinn er u.þ.b. 10-12 manna lið hafði horfið fram af svölunum sáum við hvar faðir minn kom á harðaspretti á eftir okkur og beint yfir handriðið. Við áttum hálfpartinn von á skömmum, en hann sagði bara: — Þetta er ekkert hættulegt, strákur. Ég skal tala við hana mömmu þina. BJartsýnn þrétt fyrir erfiðleika. Unniö við innréttingu á gufubaði. — Faðir minn var ákaflega góður félagi þrátt fyrir miklar annir. Við fórum mikið á skíði og ég byrjaði ungur að stunda með honum veiðar, bæði lax- og rjúpnaveiðar. Hann keypti byssu handa mér en gætti þess vandlega að ég notaði hana aldrei nema undir eftirliti hans. Þess á milli var hún læst inni og lágu ströng viðurlög við þvi að snerta hana án leyfis. Og þegar pólitíkin íþyngdi honum átti hann oft til að stinga upp á þvi að við hyrfum til fjalla. Ég tók þá eftir því að hugur hans var stundum viðsfjarri. aðalatriðið hafði bara verið að komast í burtu. Siðan hef ég reynt þetta á sjálfum mér. Fátt er betra þegar vandamálin steðja að en að gripa i smiðarnar eða að skreppa á skíði meðfjölskyldunni. Lögreglukylfan skipti sköpum fyr- ir valdahlutfallið í hverfmu. Enginn þorði að leggja í okkur þegar við birtumst með hana. Faðir minn kom á harðaspretti og beint yfir hand- riðið. Við áttum von á skömmum, en hann sagði: Þetta er ekkert hættulegt. Ég skal tala við mömmu þína. Þjóðmál og vegavinna — Fékkstu snemma áhuga á stjórn- málum? — Nei, ekki stjórnmálum sem slíkum heldur þjóðmálum i heild. Sem strákur hafði ég gaman af þvi að sitja á skrif- stofu föður míns og hlusta á þær umræður sem þar fóru fram. Svo var ég 6 sumur í sveit á æskustöðvum hans og eftir að mér óx fiskur um hrygg vann ég hin margvíslegustu störf á sumrin. Ég vann t.d. i sildarverksmiðju, sigldi á millilandaskipi og var í vegavinnu. Allt þetta gaf mér víðari sjóndeildarhring hvað þjóðlifið snertir og aflaði mér ómetanlegs lærdóms. Annars lá við að við Matthías Johannessen ættum ekki afturkvæmt úr vegavinnunni eitt sumarið. Við vorum saman í tjaldi og höfðum primus til upphitunar. Eitt kvöldið höfðum við skrúfað niður í honum án þess að eldurinn slokknaði alveg. Hann ósaði mjög en við vorum steinsofnaðir. Það vildi okkur til lifs að einn af vinnufélögum okkar kom seint heim um nóttina, sá reykinn og reif upp tjaldið. Ég rankaði fljótlega við mér. en það tók töluverðan tima að koma Matta til. En ég ætlaði mér alls ekki að verða stjórnmálamaður. Til þess vissi ég alltof vel hvað það kostaði. Órólegt líf þar sem frí gafst ekki nema gripin væri hver stund sem aflögu var. Og svo blöskraði mér það álag sem hvildi á móður minni sem eiginkonu stjórnmála- manns. Hjá okkur var stöðugur gesta gangur og fjöldinn allur af mönnum úr kjördæmi föður míns gisti hjá okkur ef þeir voru í Reykjavík. Þar að auki varð hún að standa fyrir öllum þeim veislum sem haldnar voru i Ráðherrabústaðnum á meðan við bjuggum þar. — Móðir min var á ýmsan hátt mjög sérstök kona. Hún var trúuð og afar góð kona og móðir. Ég er sannfærður um að hún notaði aldrei blótsyrði á sinni ævi. Venjulega fann hún hverjum þeim manni eitthvað til bóta sem hún heyrði hallmælt, t.d. ef faðir minn hafði þung orðum einhvern. Og aldrei heyrði ég hana kvarta 6. tbl. Vikan 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.