Vikan


Vikan - 07.02.1980, Síða 17

Vikan - 07.02.1980, Síða 17
Eitt grundvallareinkenni geðklofans er óumræðilega mikil angist. Það liggur alltaf mjög sterk hræðsla til grundvallar viðbrögðum sjúklingsins. Annað áber- andi einkenni geðklofasjúklings er að tengsl hans við umheiminn rofna yfir- leitt. Margir geðklofasjúklingar hætta að hafa áhuga á félagslegum samskiptum. Þeir vilja vera einir út af fyrir sig. Sumir loka sig alveg af og geta lifað algjörlega í eigin heimi. Hugsanir og mál sjúklings- ins geta orðið öðrum alveg óskiljanleg. Fólki finnst geðklofasjúklingar oft virka mjögsljóirogdaufir. Æði-deyfð Þessi sjúkdómur einkennist yfirleitt af því að hann kemur í köstum. Hann getur varað í nokkra mánuði eða ár en siðan gengið yfir. Sjúkdómurinn kemur fram í þvi, að annaðhvort verður maðurinn þunglyndur eða mjög hátt stemmdur. Margir fá bara annað kastið og eru þunglyndisköst mun algengari en æðisköst. Þegar maður er þunglyndur getur hann verið fullur af sjálfsásökunum, finnst hann einskis nýtur, engum þyki vænt um hann og þviumlikt. Þunglynd- ur maður getur átt erfitt með að taka sér nokkuð fyrir hendur, öll vinna og öll framkvæmd getur orðið honum kval- ræði. Gagnstætt þunglyndi er maður í æðikasti mjög hátt stemmdur og finnst að hann geti auðveldlega sigrað heiminn. Hann er fullur af bjartsýni, hann getur allt og allt gengur frábærlega vel. Oft tekur fólk í æðikasti sér ýmislegt fyrir hendur sem það myndi ekki gera i eðlilegu ástandi, og það er ekki fært um að taka afleiðingum gerða sinna. maður getur oft ekki aðskilið raunveru- leika og ímyndanir. Ein mesta visbending um hvort kalla megi mann geðveikan eða ekki er skynjun hans á sjálfum sér og umhverfi sínu. Tveir mikilvægustu og algengustu geðsjúkdómamir eru geðklofi (schizofreni) og æði-deyfð (manio- depressive) geðveiki. Geðklofi Geðklofi er ekki einn sérstakur ákveð- inn sjúkdómur, heldur samheiti fleiri sjúkdóma sem hafa viss sameiginleg einkenni. Erlent Móðir Jackie 0. á brúðarbekk Brúðhjónin Janet Lee Auchincloss og Bingham Morris höfðu þekkst allt frá barnæsku — þó að þau skelltu sér ekki i það heilaga fyrr en hún var orðin 71 árs og hann 73 ára. Janet Lee, sem er móðir Jackie Kennedy Onassis, hefur ákveðið að búa í húsi i Newport. í því eru 28 herbergi og það var þar sem þau Jackie og John Kennedy eyddu tilhugalifinu að mestu. Henni hefur borist tilboð frá væntanlegum kaupanda sem sér fram á að geta þénað vel á húsinu með því að breyta því í Kennedysafn. Janct Lee Auchincloss fyrir framan hús sitt I Newport — þar ■ ^m dóttir hennar Jackie og John Kennedy, síðar forseti Bandarikj- anna, áttu sér ómældar sælustundir. b.tbl. Vikan 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.