Vikan


Vikan - 07.02.1980, Blaðsíða 19

Vikan - 07.02.1980, Blaðsíða 19
„Ég átti engra kosta völ.” „Það hentaði þér að ég var þarna, Tara Kane, og neitaðu þvi ekki.” Smith hló. „Hvernig sem ég fer að get ég ekki unnið. Ef ég hjálpa þér er það vegna þess að ég vil eignast þig. En ef ég léti þig eina um að sjá um þig væri ég þorpari. Et eg útvega þér mat og þak yfir höfuðið væri það þannig að ég gæti dregið þig á tálar, sem er ólöglegt. Ef ég væri á eftir þér trúi ég ekki öðru en ég gæti sannfært þig á meira áberandi hátt.” „Jæja, af hverju hjálpaðirðu mér þá?” „Af því að mig langaði til þess,” sagði hann lágri röddu. „Ég trúi þér ekki, Jeff, af þvi að ég trúi ekki að þú hafir nokkurn tima ggrt nokkuð án leynds tilgangs," hreytti hún i hann. „En leiðinlegt að svona góðhjörtuð kona hafi svona litla trú,” sagði hann hugsandi og brosti dapurlega. „Þér skjátlast um mig, Tara — og um sjálfa þig, ef þú heldur að þú hafir komið hingað vegna eiginmanns þíns. Þú hljópst á brott til að finna sjálfa þig, til að sjá að þú gætir staðið á eigin fótum.” Töru var brugðið. Smith gaf henni ekki tækifæri til að verja sig og hélt áfram: „Svo núna, þegar við skiljum hvort annað, ætla ég að bjóða þér vinnu. Vertu hægri hönd mín, Tara. Hjálpaðu mér að ná þvi sem er rétt og sómasam- legt fyrir þetta bölvaða landsvæði — framtíð. Hvernig væri að hjálpa mér að laga þessar skýrslur?” Hann einblindi á hana. Tara var orð- laus. „Ef þú ert sú kona sem ég held að þú sért, Tara, þá tekur þú áskorun minni. Á þann hátt get ég ekki átt þig. Á þann hátt hættir þú kannski að skamm- ast þin fyrir að eiga Jefferson Smith að vini. Ég veit að þú metur sjálfsvirðingu þína mikils og ég ætla að gefa þér tæki- færi til að sanna það.” Hann leit hrein- skilnislega á hana. „Þú getur gert mig að einhverjum öðrum. Þú getur gert mig að virtum manni. Helviti, ég get ekki einu sinni skrifað sómasamlegt viðskipta- bréf!” Hann sá efasvipinn á henni. „.Allt i lagi, ég hef logið og svikið, en núna ætla ég að reyna að verða annað en harður fjárhættuspilari.” Hann stóð upp og leiddi Töru að dyr- unum. Tara, sem var mjög undrandi, ætlaði að ganga út þegar hann tók hönd hennar og kyssti hana. „Ég trúi á þig, eins og ég veit að þú trúir á mig," hvíslaði hann. Tara var undarlega hrærð af orðum Smiths. Hún varð að hugsa sig vel um. Þegar Lydia fór út með John seinna þennan sama dag skrifaði Tara bréf til Jefferson Smiths. Kæri hr. Smith. Með tilvísun til boðs þins um vinnu mun ég með ánægju taka við stöðu sem aðstoðarmaður þinn með þvi skilyrði að eftirfarandi skilmálar verði samþykktir. Mér skilst að ég eigi ekki að vinna við ólögleg viðskipti. Ég mun krefjast launa sem væru eitt hundrað dalir á mánuði og frítt fæði og húsnæði fyrir mig og John og þjónustu Lydiu. Ég vonast til að heyra frá þér ef þú getur samþykkt áðurtalda skilmála. Virðingarfyllst, Tara Kane. ■ „Tara, þú ert óborganleg!” voru fyrstu orð Smiths þegar hann gekk inn i kofann. Hann veifaði bréfinu. „Ég held að við höfum hér undirstöðuatriði til umræðu. Það eru aðeins ein vandræði — peningar. Ég ætla að borga aðstoðar- manni mínum að minnsta kosti tvö hundruð dali á mánuði.” Tara gapti af undrun. „Þú verður að taka á móti gestum fyrir mig þegar það er nauðsyn- legt og verður að vera til taks þegar ég segi svo. Algjör viðskipti,” sagði hann hraðmæltur. „Þú þarfnast vinnu, ég þarfnast einhvers sem ég get treyst, til að halda bókhald fyrir mig, til að semja bréf fyrir mig.” Tara reyndi að forðast augnaráð hans. Hún vildi enga hlutdeild í viðskipt- um hans. Samt varð hún að vinna sér nógu mikið inn fyrir heimferðinni með John, og meðan Lydia leit eftir barninu hafði hún tima til að vinna. „Jæja,” sagði hún rólega. „Ég get séð um bókhaldið fyrir þig. Ég býst við að ég séfullfær bókhaldari." „Allt í lagi, frú Kane, þú ert þá ráðin.” Næsta morgun vísaði Smith henni á skrifborð i skrifstofu sinni. Hún varð fljótlega niðursokkin í bréfaskriftir og á meðan laumaðist Smith í burtu. í hádeginu kom þjónn með mat og setti bakkann á stóra skrifborðið hans Smiths. Á meðan Tara drakk kaffið eftir matinn tók hún eftir stóru leðurmynda albúmi og byrjaði að blaða í þvi. Fyrir framan hana birtist ævi Jeffer- son Smiths. Það voru Ijósmyndir, blaða- úrklippur, blaðsiða eftir blaðsíðu af minningum. Aðeins maður með mikið sjálfsálit gat haldið saman svona ná- kvæmu safni. Þarna var máð Ijósmynd af öldruðu pari. Erfitt að trúa að af- sprengi þessara prúðmannlegu hjóna væri hinn alræmdi Sápu-Smith! Það voru myndir af Smith sjálfum, ein af honum sem litlum dreng með svo mikinn englasvip að Tara skríkti. Önnur mynd var af honum fullorðnum i ein- 6. tbl. Víkan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.