Vikan


Vikan - 07.02.1980, Qupperneq 25

Vikan - 07.02.1980, Qupperneq 25
Ragna Ragnars sjón varpsm yndaþ ýðandi m.m.: ímynd fullkomnunarinnar og rjúpur „Ég hefði áhuga á að bjóða Steingrimi Hermannssyni í niðurgreitt lambakjöt og reyna í leiðinni að komast að því hvaða sjarmi olli þvi að næstum hálf þjóðin kauá Framsóknarflokkinn i siðustu kosningum. Til vara byði ég Neró keisara því ég vildi gjarnan heyra hann spila á líru á meðan hann borðaði eitthvað grillað. Ef hvorugur þessara vildi koma þá byði ég Katrínu miklu og Kleópötru saman, bæri 50 smárétti á borð fyrir þær og sæti svo og hlustaði, kæmi þá væntanlega eitthvað nýstárlegt leða gamaldags) I Ijós, kvenréttindi, karl- menn og stjórnmál. Einnig gæti verið gaman að ræða skáldskap við Baudelair yfir rauðvínsglasi, ég er viss um að ég þyrfti ekki að bjóða honum neitt annað því hann var alltaf lystarlaus. En ef ég ætti að nefna þann sem ég raunverulega vildi bjóða í mat þá væri það Hannes Hafstein fv. ráðherra. Hann er að minu mati ímynd fullkomnun- arinnar, glæsilegur og mikið karlmenni, auk þess af góðum ættum, gáfaður og menntaður. Samfara karlmennskunni fer blíðlyndi og skáldskapargáfa og hjá mér fengi hann rjúpur.” Ólafur Geirsson cand. oecon og blaðamaður: Fjallkonu frekar en eitraðan hákarl „Það koma auðvitað margar persónur sögunnar upp í hugann þegar maður fær svona kostaboð. Fyrst kemur mér i hug fræg bandarísk sundkona sem lengi hefur reynt að synda frá Flórída til Kúbu. Hlýtur að vera stórmerkileg manneskja, sem leggur slikt á sig þrátt fyrir alla hættuna af hákörlum og öðrum ódráttum. Við mundum væntan- lega fá okkur hákarl og brennivín en þar sem ég get ómögulega ímyndað mér hvað ræða skuli við svona konu verður víst aðsleppa henni. Ég verð víst líka að sleppa skáld- konunni Auði Haralds í þessu matarboði þar sem ég ætti það annars á hættu að lenda í næstu skáldsögu hennar. Liklega væri það helst hin fagra og alræmda Lucretia Borgia, sem uppi var á Italíu um 1500, sem ég vildi bjóða til min í mat. Hún var uppi á endurreisnar tímanum, var sjálf nefnd verndari lista og vísinda og mun í alla staði hafa verið hin áhugaverðasta kona. Einn væri þó Ijóður á því að bjóða henni, en hann er sá að bræður hennar með Cesar nokkurn Borgia i broddi fylkingar þóttu skæðir með að drepa á eitri alla þá karl- menn sem nálægt systurinni kom. Hún fær þess vegna ekki boðið. Þrautalendingin verður þvi Fjall- konan okkar. Við hana er að sjálfsögðu ekki hægt að ræða annað nú um stundir en verðbólguna og á matseðlinum verður að sjálfsögðu niðurgreitt lamba- kjöt.” Katrin Pálsdóttír blaðamaður: Fiskur fyrir snilling „Það væri stórkostlegt aðgeta stokkið aftur i 18. öldina og geta boðið Wolf- gang Amadeus Mozart i mat því hann hefur samið þá fallegustu tónlist sem ég þekki. Ég byði honum náttúrlega i trausti þess að hann settist við hljóð- færið að mat loknum og léki Eine kleine Nachtmuzik fyrir mig. Ég er slæmur kokkur en myndi líklega reyna að snúa saman einhvern fiskrétt handa snillingnum og bjóða honum hvitvín með.” 6. tbl. Víkan 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.