Vikan


Vikan - 07.02.1980, Síða 30

Vikan - 07.02.1980, Síða 30
Draumar Þrír minnisstædír draumar Kæri draumráðandi. Mig langar til að biðja þig um að ráða fyrir mig drauma. sem mig hefur dreymt og ég get ekki hætt að hugsa um. Einn er svona: Ég var stödd i stóru svörtu skipi að mig minnir. Ég ráfaði um. Við áttum að spila fótbolta, ég og 7 aðrir krakkar, 2 unglingar og 2 börn í liði. En mér fannst ég vera að leita að einhverjum. Ég veit ekki hverjum. Svo sé ég sjónvarp og sé 2 yngri systkini mín I því og frænda minn sem er 8 ára. Ég skipti mér ekkert af því. Þau voru að spila fót- bolta og ég hélt þau vera að bíða eftir mér og skólabróður mínum, en hann stóð á bryggj- unni og reyndi að finna leið til að komast um borð. Svo hitti ég nokkrar stelpur sem ég þekki og spyr hvort þær hafi séð vissa persónu sem við skulum kalla T. Mig minnir að þær hafi sagt nei. Ég labba því næst að dalli, hálffullum af fiski (smáum). Ég lít ofan í hann og labba svo áfram. Svo sé ég vinkonu mína standa um borð og horfa á bryggjuna. Svo allt í einu var ég stödd á kaðli sem var milli skipsins og bryggjunnar. Ég var aftarlega og hékk á honum. Svo fannst mér kaðallinn falla og ég var allt I einu voða neðarlega og hvort ég var á milli skips og bryggju eða fyrir ofan bryggj- una man ég ekki. Mig minnir það fyrrnefnda. Svo fannst mér að vinkona mín héngi fyrir ofan mig og ég var að reyna að laga mig til. Ég man ekki hvort skipið var að fara af stað eða það hreyfðist og mér fannst það vera að fara til útlanda. Svo vaknaði ég. Annar draumurinn er svohljóðandi: Mér fannst ég vera stödd í Bankastræti eða á Laugavegi með gamalli vinkonu minni og annarri stelpu sem ég þekki vel. Allt í einu vorum við vinkona mín orðnar einar og vinkona mín var búin að stela 2 tann- burstum en ég búin að kaupa einn. Hann kostaði minnir mig um 500 krónur. Svo var hin stelpan komin. (Hún kom oft á milli fram í draumnum.) Við , vorum að bíða eftir einhverju ég held það hafi verið þrír strákar sem áttu að koma með fugvél (einn þeirra er látinn). Svo sjáum við vinkona mín verkfœrabúð og við héldum að hún væri mannlaus og ætluðum inn að stela. Þegar við fórum inn birtist maður (búðarmaður að sjálfsögðu). Ég held ég haf spurt hann hvort það væri til naglaskafa eða eitthvað svoleiðis. Svo fékk ég allt I einu hláturkast. Ég held að ég hafi hlegið og hlegið. Við ætluðum að fara niður í Lækjargötu á veitinga- hús og fá okkur samloku. Ég man mjög óskýrt hvað gerðist þar en allt í einu vorum við komnar aftur á Laugaveginn, við þrjár. Þá koma 2 fugvélar akandi niður Laugaveginn á fullrí ferð og fólkið, sem var ósköp fátt, þeyttist í allar áttir. Við vissum að slys hafði orðið og mér fannst að vélarnar hefðu keyrt yfir eina manneskju, ég held að það hafi veríð lítill strákur. Fleira man ég ekki úr þessum draumi. Og hér kemur sá þriðji: Ég var einnig stödd á Lauga- veginum og var með vinkonu minni. Við vorum staddar á horni og allt í einu þeyttist strætó framhjá og í honum sat frekar gamall maður. Ég tók greinilega eftir svipnum á honum, sem var Ijótur og lýsti geðveiki. Hann heldur áfötu fullri af drasli og ryki, ló og svoleiðis. Hann teygir hendurnar og fötuna út um gluggann á strætónum og hellir öllu yfir mig. Ég segi við vinkonu mínæ Reykjavík er ekkert annað en ryk, sjáðu. Ég lét puttann á bíl og sýndi henni rykið sem kom á hann. Þá tek ég eftir gamalli konu, svart- klæddri (I sorgarbúningi minnir mig) og hún lítur voða hvasst á mig eins og hún œtli að gera mér eitthvað. Hún var voða skýr. Svo vorum við vinkona mín allt í einu staddar í húsi einu, fullu af ryki, og í því áttum við að taka til og sofa um nóttina. Fleiri voru þarna inni en ég man ekki hvað þau hétu hin. Ég held að systir vinkona minnar hafi verið þarna. Ég var að þurrka af ein- hverju gráu járni sem var fast milli tveggja veggja, kringlótt. Svo sat ég á því og eitthvað held ég að ég hafi talað við krakkana. Síðan hélt ég áfram að taka til og ég tók eftir því að vinkona mín var að sópa. Ég fór að þurrka undan rúmunum og ég var að kafna úr ryki. Hreinlega ætlaði ég ekki að ná andanum. Svartklædda konan var mér efst í huga I draumnum, en hvort hún birtist aftur man ég ekki. Mér leiddist þarna. Svo held ég að við höfum verið búnar að gera upp herbergið þegar ég vaknaði. Innilegar þakkir fyrir birting- una, með von um svar fijótt. Bleik mey. Fyrsti draumurinn er þér fyrir einhverjum miklum breyt- ingum, jafnvel utanlandsferð, og ýmislegt bendir til að þú ættir að fara mjög varlega í því sambandi. Annar draumurinn undir- strikar þann fyrri á þann máta að þar er tæpt á þessum sömu varhugaverðu atvikum og mun þér mjög þýðingarmikið að fara mjög varlega í að láta stjórnast af varhugaverðum kunningjum. Mikil vonbrigði bíða þín í tengslum við einhvern vin eða kunningja og þar átt þú sjálf ein- hverja sök á atburðarásinni. Þriðji draumurinn er svo enn frekari undirstrikun hinna fyrri og boðar mikil vonbrigði og árekstra við nána ættingja eða vini. Þú ættir að fara þér hægt í öllum framkvæmdum, varastu það sem ekki þolir dagsins ljós og þú vildir ekki þurfa að svara fyrir hvar og hvenær sem væri. I miðri Viku 30 Vik.an6.tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.