Vikan


Vikan - 07.02.1980, Side 38

Vikan - 07.02.1980, Side 38
Smósaga HJOL FYRIRTVO Jes var einn af þessum ævintýramönnum, sem virðast algjörlega ábyrgðarlausir og án nokkurs markmiðs í lífinu. Greger var algjör andstæða hans og álitlegt mannsefni. En Maríanna átti eftir að reyna, að ekki er allt gull sem glóir. Eg hafði ímugust á Lísu Thorsen frá því fyrsta, þegar hún sigldi inn á skrifstof- una mína. Há og grönn eins og ljós- myndafyrirsæta, klædd í smekklega buxnadragt sem sannarlega fór henni vel. Hárið féll mjúklega niður axlimar — einmitt þannig sem mitt hár gat aldrei verið. Andúð min óx til muna þegar hún ávarpaði mig mjúkmál: — Ert þú Maríanna Larsen? Ef svo er, þá er þetta auðvitað skrifborðið mitt! Herra Malling sagðist vera búinn að boða komu mína. Ég var fegin að ég skyldi hafa vandað klæðnað minn venju fremur þennan dag og reyndi að bera mig mynduglega þegar ég sagði þurrlega: — Reyndar er þetta mitt skrifborð. Hún brosti hýrlega. — Auðvitað. Þessa vikuna alla vega. Þetta er verulega flott og ábúðarmikið borð. Hún lét vel snyrta höndina gæla við viðinn, greinilega hæst ánægð að eiga i vændum að sitja í leðurklædda stólnum minum við mína fullkomnu rafmagnsrit- vél. Ég hafði alltaf verið ánægð með skrifborðið mitt, það líktist forstjóra- borði, þungt og efnismikið. — Ég er alsæl yfir að hafa hlotið starfið, sagði Lisa létt. — Maður hlýtur að hitta hér fjölda af spennandi mönnum... Sú var frökk, það hafði mér ekki flogið í hug þegar ég hóf störf fyrir Erik Malling og varð hans hægri hönd. En hún áttaði sig greinilega á því að fyrir- tæki eins og Innréttingaval hefði marga mikilvæga viðskiptavini. Herra Malling var löngu þekktur fyrir öruggan og smekklegan stil, einfaldan en jafnframt glæsilegan. Til hans sótti því margt fyrir- manna, sem óskuðu eftir ráðleggingum hans varðandi innréttingar. Ég hafði reyndar kynnst Greger, unnusta minum, hér á skrifstofunni. Hann hafði komið hingað til að ræða við Malling um innréttingar á nýju skrifstofu- húsnæði sem hann var að taka i notkun. Eftir að hann hafði setið inni á einka- skrifstofu Mallings gekk hann við hjá mér og mér til mikillar undrunar bauð hann mér í miðdegisverð. Ég gat þvi með sanni sagt Lísu að vissulega hitti maður marga áhugaverða menn i þessu starfi. — Reyndar eru líka sérlega ánægjulegir strákar á auglýsinga- stofunni hérna hinum megin við ganginn, sagði ég og reyndi að vera óþvinguð, — ég get beðið Jes Backer að kynna þig fyrir þeim. Já, þetta er skemmtilegt starf, ég hætti einungis vegna þess að ég ætla að gifta mig. Ég sá að hún kom auga á iburðar- mikinn hringinn sem ég bar á vinstri baugfingri. Amma Gregers hafði átt þennan hring og hann var dýrmætt erfðafé. — Ohó, guð, en sá hringur! sagði hún áfjáð, — hugsa sér ef ég yrði eins heppin. Ég fann hárin risa á höfði mér, dæmalaust var stúlkan opinská. — Já, hann er fallegur, þetta er erfða- gripur, sagði ég fálega. Ég kærði mig ekkert um að láta fólk halda að Greger væri einhver auðkýfingur. Hann hafði sagt að það væri allt í lagi þó fólk héldi að hann hefði rúman fjárhag. Hann var á uppleið og allt benti til þess að hagur hans yrði ekki sem verstur er fram liðu stundir. Annars var það ekki þess vegna sem ég ætlaði að giftast Greger. Reyndar hafði ég ekkert á móti fjárhags- legu öryggi í framtíðinni. Foreldrar mínir höfðu verið heldur illa stæðir, en þó hafði ég átt hamingjusama æsku. Ég valdi Greger fyrst og fremst vegna þess að hann vissi hvað hann vildi. Ég elskaði hann af því að hann var ákveðinn og ég fann öryggi og ró i návist hans. Ég ætlaði að fara að segja eitthvað í þessa átt þegar dyrnar opnuðust hægt og hönd með stóra, bláa leirkrús kom i Ijós í dyragættinni. Rétt á eftir stakk Jes úfnum kollinum inn, hann var með tunguna lafandi niður á höku og augun ranghvolfdust. Vissulega áhrifamikil sjón. Ég skellti upp úr. — Þú ert of snemma á ferðinni, asninn þinn. Teið er ekki til- búið. Hættu þessum skrípalátum og heilsaðu heldureftirmanni mínum. — Jes er teiknari á auglýsinga- stofunni, sagði ég við Lisu. — Hann er hér eins og grár köttur, drekkur teið mitt og fælir burtu viðskiptavini okkar. Jes skellti krúsinni á skrifborðið og gaut augunum út undan sér á Lísu. — Gott að Malling hefur smekk fyrir álitlegu kvenfólki. Þú átt áreiðanlega eftir að kunna vel við þig hérna, vinan. — Reyndar er Jes sjálfur að hætta, svo þú átt ekki eftir að hafa mikið af honum aðsegja, sagði ég. — Jæja, á hún ekki eftir að hafa neitt af mér að segja. Jes gretti sig. Svo greip hann báðar hendur hennar: — Reyndu ekki að sleppa, mín fagra. Ég ætla að fara burtu með þig á reiðhjólinu minu, við skulum fljúga saman til Suður- hafseyja! Lísa flissaði: — Er hann alltaf svona? — Alltaf, sagði ég. — Það versta er að hann hefur raunverulega I hyggju að fara á hjóli til Suðurhafseyjanna! Hann bindur bara bagga sína — hviss — og svoer hann horfinn. — Þessi kjánastelpa, hélt Jes áfram, — neitar að leyfa mér að nema sig á brott. Ég hef meira að segja boðið henni einkahjól! En ekki til að tala um. Hún ætlar að vera eftir hér heima og giftast Steinriki. — Þú mátt ekki tala svona, Jes, sagði ég örg. — Það passar ekki. — Uhumm, sagði hann efablandinn á svip. — Annað hefði ég nú haldið. Svo er maðurinn algjörlega eins og höggvinn í stein. Reyndar hef ég séð að hann hreyfir varirnar þegar hann talar, en ég veit ekki hvað myndi gerast ef maðurinn færi aðhlæja. — Hættu, sagði ég snöggt, — annars hendi ég þér út og þú færð ekkert te. Mér þótti miður að Greger og Jes féll illa hvorum við annan. Greger þoldi Jes ekki. — Hann hefur ekki bein í nefinu, sagði Greger. — Það er útilokað að ræða skynsamlega við hann. Ég hafði reynt að fullvissa Greger um að hægt væri að ræða allt milli himins og jarðar við Jes en Greger hafði ekki látiðsannfærast. Meðan viðdrukkum teiðsagði Lísa að hún væri að leita að íbúð. Hún sagðist búa á gistiheimili eins og sakir stæðu og það væri auðvitað bæði kostnaðarsamt og leiðinlegt. — Ég er ekki viss um að búið sé að leigja íbúðina mína ennþá, sagði ég. Ég flyt eftir viku og var reyndar búin að greiða þriggja mánaða leigu fyrirfram. — Ætlarðu að gifta þig svona fljótt? Jes leit skelkaður á mig. — Nei, Skki fyrr en eftir nokkra mánuði. En við fengum íbúð sem ég ætla að flytja í strax. Þú gætir orðið mér samferða heim eftir vinnu, Lísa, og litiðá íbúðina. Lisa var jafnvel ennþá hrifnari af litlu íbúðinni minni heldur en skrifstofunni minni. Ég hefði líklega átt að vera upp með mér af hrifningu hennar en sífelldar upphrópanir hennar fóru vægast sagt i taugarnar á mér. — Fylgir þetta með íbúðinni? spurði hún stanslaust. Sumt af húsgögnunum var leigt með en ég átti þó mest af því sem prýddi íbúðina. Ég féllst á að selja henni bóka- skáp, sem ég sá ekki að eftirsjá yrði í, en málverkið yfir sófanum hvarflaði ekki að mér að selja. — Já, en það passar svo stórkostlega þarna. Litirnir og stærðin. Ég verð að eignast það. Eða annað sem er eins. — Nei, alls ekki, hvæsti ég. Hún leit undrandi á mig. — Hvað er að, hvað í ósköpunum? Hvað hef ég sagt? Ég gat ekki skýrt það fyrir henni. Tilhugsunin um að Lisa byggi hér í minni ibúð óbreyttri var hreint og beint óþolandi. Þegar Greger kom var Lisa ófarin. Hún þreyttist ekki á að skoða og bolla- leggja hvernig hún myndi hafa það þegar hún kæmi sér þarna fyrir. Ég kynnti hana fyrir Greger og hún var greinilega jafnheilluð af unnusta mínum eins og íbúðinni minni — og starfi mínu. Þegar hún tautaði nokkru seinna eitthvað á þá leið að hún mætti til með að fara hafði Greger engar vöflur á, heldur bauð henni með okkur út að borða. — Við ætlum að fá okkur ostrur, sagði hann. — Þykja þér góðar ostrur? Lísa kinkaði kolli og brosti blítt. — Ljómandi, er það ekki Maríanna? — Mig hefur alltaf dreymt um að ganga inn á veitingahús með glæsilegar stúlkur sina við hvora hlið — rétt eins og mafíu- foringi. Lísa flissaði og sagði að hann væri eins og skapaður i hlutverkið. Meðan ég skipti um föt ók Greger Lísu til gistiheimilisins til að hún gæti skipt um föt. Hún var ekki siður glæsileg i rjómagula kvöldkjólnum en buxna- dragtinni sem hún klæddist fyrr um daginn. Mér fannst græni kjóllinn minn falla í skuggann, þó hafði Greger sagt að hann færi vel við lit augna minna. Ég bað þess í hljóði að Greger færi ekki á uppáhalds veitingahúsið okkar við ströndina. En hann gerði það nú einmitt. Og Lisa var heilluð. Hún talaði stöðugt, dásamaði útsýnið, rómaði matinn og þjónustuna og virtist i einu orði sagt bergnumin. Greger kinkaði stöðugt kolli, hrcykinn eins og hani á haug, rétt eins og öll þessi dýrð væri honum að þakka. — Þetta er alveg rétt! Þú hefur á réttu að standa! Það finnst 38 Vikan 6. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.