Vikan


Vikan - 07.02.1980, Síða 41

Vikan - 07.02.1980, Síða 41
3. HLUTI Frank de Felitta dögum settust Bill og Janice í næstum því tóman réttarsalinn og biðu eftir að Langley dómari birtist. Fremsta sætaröðin var tekin frá fyrir þá fáu blaðamenn sem komu. Einn morguninn spurði kvenblaða- maður Janice hvernig Ivy liði í skólanum í Westport. Janice brá þar sem þau höfðu haldið leyndu hvar dóttir þeirra væri. Samt gat Janice brosað og svarað að Ivy liði vel og væri hamingjusöm, sem var sannleikurinn. Janice sá það á Ijóm- andi augunum sem tóku á móti þeim á hverjum laugardagsmorgni. Það besta var þó að martraðirnar voru hættar. Bill hafði orðið að samþykkja að Ivy færi i skólann i Westport, þar sem mála- flutningsmaðurinn krafðist þess að báðir foreldrar yrðu í réttinum á hverj um degi. Klukkan fjórar mínútur yfir níu myndi Janice líta í átt til hliðardyranna og sjá þegar Elliot Hoover yrði visað i réttarsalinn. Henni til léttis hafði hann ekki reynt að hafa samband við hana síðan hann var handtekinn. „Herra dómari,” lauk Brice Mack máli sínu, „verjandi sér enga ástæðu til að sleppa þessum kviðdómanda.” Það var komið að Velie. „Segðu mér, ef einhver tæki barn sem hann á ekki, án samþykkis foreldranna, jafnvel þótt þessi manneskja tryði að hún væri ekki að gera neitt rangt, ef i raun og veru lögin gætu sannað að hún hefði rangt fyrir sér og væri ábyrg gerða sinna, yrðir þú í vandræðum með að lýsa því yfir að þessi manneskja væri sek?” Kviðdómandinn áleit betra að hugsa sig um áður en hann svaraði: „Nei, herra.” Bill leit aftur þangað sem Hoover sat, rólegur og kyrrlátur. Honum fannst jafnaðargeð hans óþolandi. Bill lét augun hvila á blíðlegu og yndislegu andliti konu sinnar, sem sat við hliðina á honum. Hann velti fyrir sér hve lengi hún gæti haldið þetta út. Allt var komið i fastar skorður, daga og nætur. 1 rétti allan daginn, rólegur kvöldverður, síðan í rúmið. Helgunum eyddu þau í Westport hjá Ivy. Þau óku þangað og voru svo öll á Cadlemas hótelinu. Fyrst eftir handtökuna hafði málið vakið lítilsháttar athygli hjá dag- blöðunum. Bill vissi að sá tími myndi koma að málið yrði forsíðufrétt. Velie var ekki í vafa um ætlun verjandans að nota dæmi um endurholdgun sem vitnisburð, jafnvel þótt hann reyndi að fá réttinn til að úrskurða það óleyfilegt sem vörn. En 6. tbl. Vikan 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.