Vikan


Vikan - 07.02.1980, Síða 62

Vikan - 07.02.1980, Síða 62
Pósturinn Finnst þér þetta hægt? Kœri Póstur! Ég ætla að biðja þig að hjálpa mér með tvö vandamál (í mínum augum). Sko, ég er 14 ára og ég 'má ekki neitt fyrir foreldrum mínum, ekki fara í 9-bíó og diskótek nema með náðarsamlegu leyfi og svo framvegis. Einu sinni ætlaði ég að fara með öllum í bekknum á bíó, á mynd sem var reyndar bönnuð innan 14 ára (þá var ég 13 ára). Eftir mikið rifrildi fékk égþó að fara. Þegar út úr bíóinu kom þá var beðið eftir mér eins og ósjálfbjarga barni. Finnst þér þetta hægt? Á ég að rifast í þeim eða fara bara þegar mig langar til þess? Eða þá hlýða þeim? En þdð er það sem ég get bara alls ekki gert. Svo er hitt vandamálið: Ég byrjaði að hafa blæðingar um miðjan nóvember sl. en hef ekki haft neinar hingað til. Er óalgengt að það líði meira en mánuður á milli? Með fyrirfram þökk fyrir svar. Ein áhyggjum vafin Reyndu að forðast að rífast við foreldra þína, það gefur miklu betri árangur ef málin eru rædd í bróðerni. Þú getur verið fullviss um að foreldrum þínum gengur gott eitt til en það getur vissulega verið þreytandi þegar umhyggjan gengur út í öfgar. Gerðu þeim fullljóst að þú sért fullfær um að bjarga þér af eigin rammleik og þú viljir helst gera það sem mest. En gleymdu samt ekki að þú ert enginn öldungur ennþá og því ýmislegt sem þú ættir að varast, og það skaðar þig ekki að hlusta á það sem foreldrarnir hafa til málanna að leggja. Taktu alls ekki það ráð að fara bara þegar þig langar til og reyndu að fylgja settum reglum því þeim er alltaf hægt að breyta með samkomulagi. Hins vegar missir þú traust þeirra um leið og þú hættir að standa við gefin loforð og þá verður jafnframt erfiðara að ná samkomulagi árekstralaust í næstu skipti. Það er allá -ekkert .óalgengt að blæðingar séu óregluiegar í byrjun, jafnvel fyrsta árið. Ef þetta kemst ekki í lag af sjálfu sér innan tíðar skaltu hafa samband við lækni. Var Amanda Lear karlmaður? Kæri Póstur. Viltu vera svo góður að segja okkur hvort Amanda Lear hafi verið karlmaður og látið gera aðgerðir á sér svo hún myndi líkjast konu. Við erum hérna tvær vinkonur og erum að velta þessu fyrir okkur og viljum gjarna fá svar ef þú getur. Við höfum aldrei skrifað áður. Tvær forvitnar Samkvæmt mjög áreiðanlegum upplýsingum mun Amanda Lear vera ósvikinn kvenmaður á allan máta. Hún hefur einungis sérstæða og mjög hása rödd, sem reyndar ýmsar aðrar heims- þekktar söngkonur hafa orðið frægar fyrir á undan henni, svo sem Marlene Dietrich og Helen Shappiro. Pcnnavinif Mrs. Christine Hamm, 51 Witcombe, Yate Bristol, Avon. BS17 4 SX, England, er 31 árs gömul, gift og á eitt barn. Hún óskar eftir íslenskum penna- vinum á svipuðum aldri og hún skrifar aðeinsensku. Ragnar Birgisson, Bergstaðastræti 30, 101 Reykjavik, óskar eftir að skrifast á við stúlkur á öllum aldri. Áhugamál hans eru ferðalög, hestamennska, hlusta á góða popptónlist o.m.fl. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef mögulegt er. Hann er 24 ára. Sogblettár — en eftir hvern? Kæri Póstur! Þetta er I fyrsta sinn sem ég skrifa Vikunni og ég veit hver Helga er, vona að hún sé södd. Þannig er málið: Ég er hrifn af strák og hef verið það lengi. Við erum góðir vinir en ég held að hann sé með stelpu eða svo segir hann. Ég trúi þvj alveg en stelpurnar sem ég er alltaf með segja að hann sé að stríða mér. Mér ftnnst það nú skrítið því hann hefur verið með sogbletti sem ég veit ekki hver gerði. Hann káfar oft á mér, heldur mér fastri til þess að geta gert það. Hann hefur yndi af að pína mig og gerir það í hvert skipti sem hann kemur til okkar þegar við erum að passa ogþegar við förum heim til hans. Ég er hrifin af honum þótt hann píni mig ég er hætt að finna fyrir því. Ekki segja það sé nóg af fiskum í sjónum. Hvað á ég að vera þung ef ég er 1.65 á hæð? Fyrirfram þökk fyrir birtinguna. S. M. S. Æ, æ, hváð á Pósturinn þá að segja? Það er einmitt heilmikið af fiskum í sjónum. Annars er vel skiljanlegt að þér finnist þetta spennandi og lítil ástæða til jress að segja þér að hætta að hafa áhuga á honum. Á meðan þú hefur gaman af þessu sjálf hlýtur tilganginum að vera náð, en gættu þess samt að láta hann ekki blekkja þig á nokkurn máta. Ég xtla aldrei aftur i sumarleyfi til Evrópu — þeir hafa ekki efni á að ferðast nema á úlföldum nú orðið. 62 Vikan 6. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.