Vikan - 10.07.1980, Blaðsíða 17
Þýðandi: Jóhanna Þráinsdóttir
Sögulok
einhvers en maður sem byggði allan sinn
málflutning á móðurkærleika hlaut að
sjá að það bórgaði sig ekki að eiga neitt
við aðra grátandi móður svo hann
hafnaði gagnspurningum.
Jim O’Connor sagði að Ted væri í
góðu áliti í starfi sinu, maður sem borin
væri djúp virðing fyrir. Þegar hann
hafði lokið vitnisburði sínum um hæfni
Teds í starfi ákveð Gressen að hleypa
þessu vitni ekki fram hjá sér án
gagnspurninga.
— Herra O’Connor, rákuð þér ekki ein-
mitt þennan sama mann sem þér segið
nú að sé svo frábær starfsmaður — og
það meira að segja tvisvar?
Ted sneri sér við og leit á Shaunessy.
Hvar höfðu þau fengið þessar‘
upplýsingar?
— Ekki beinlínis,” sagði O’Connor.
— Hvernig þá?
— Fyrirtækin urðu gjaldþrota. Það var
öllum sagt upp.
— Jafnvel þessum kraftaverkamanni
yðar?
— Ég mótmæli.
— Tekið til greina.
— Ég hef engar frekari spurningar.
Ellen tók sér sæti i vitnastúkunni.
Hún vottaði sem barnakennari að Billy
væri greint og fjörlegt barn og það væri
mest vegna þess hversu frábær faðir Ted
reyndist honum. Gressen spurði hana
einskis. Shaunessy lagði svo fram
skýrslu sálfræðingsins, sem var jákvæð í
garð stefnda. Hún lýsti íbúðinni sem
þægilegri fyrir barnið og Ted sem hæfu
foreldri.
Nú var Etta WilleU’ska kölluð fram.
Shaunessy spurði hana ýmissa
spurninga í sambandi við heimilis-
reksturinn. Hún var taugaóstyrk og
hikandi vegna málfars síns, en lýsti and-
rúmsloftinu á heimilinu með fáeinum
einföldum orðum.
— Hann er yndislegur drengur. Þið
ættuð að sjá hvað honum þykir vænt
um föður sinn. Ég gæti vel farið með
hann í skólann en þeim þykir svo gaman
að vera saman.
Gressen, sem fannst þessi vitnis-
burður mikilvægur, ákvað að gagn-
spyrja.
— Frú Willewska, þér eruð i þjónustu
herra Kramers, er það ekki?
— Afsakið?
— Hann borgar yður kaup, er það ekki?
Hún tók alls ekki eftir að með þessari
kaldhæðnu spurningu var hann að gefa í
skyn að hún hefði verið keypt sem vitni.
— Já, en systir min gætir Billys á meðan
éger hérna.
— Þessi maður lætur yður fá peninga er
þaðekki?
— Já, en ég veit ekki hvað verður með
daginn í dag, sagði hún ringluð.
— Kannski ætti hann að borga systur
minni.
Þegar lögfræðingurinn tók eftir að
bæði dómarinn og ritarinn brostu að
þessum ótrúlega barnaskap hætti hann
spurningum sínum. Hann vildi ekki eiga
á hættu aðskapa vitninu meiri samúð.
— Engar fleiri spurningar, sagði hann
og sendi Shaunessy bros sem átti að
tákna viðurkenningu á honum sem
starfsbróður. — Þarna tókst þér að
skáka mér, John.
Nú var komið að Ted, seinasta
vitninu i málinu. Sú vitnaleiðsla átti að
hefjast morguninn eftir.
Þeir byrjuðu klukkan hálftíu. Ted var
í yfirheyrslu allan þann dag og fram á
næsta dag. Það sem fram fór í réttar-
salnum var hvorki meira né minna en
lýsing á heilli mannsævi. Hann var
látinn rekja brottför Jóhönnu, þær
ráðstafanir sem hann gerði til að halda
drengnum, leit hans að húshjálp,
hvernig hann hélt heimilinu saman, þau
hversdagslegu vandamál sem fylgdu því
að ala upp barn, vetrarfarsóttir, félagslíf
lítils drengs, regnvotir laugardagar og
sjónvarpsskrímslin klukkan fjögur.
Shaunessy bar fram spurningar sínar af
mikilli tilfinningu eins og starf hans við
að sjá um smásmugulegar deilur á milli
hatursfulls fólks hefði skyndilega öðlast
nýja göfgi með þessum skjólstæðingi
hans og orðið aö köllun hans í lifmu. Það
var eins og hann væri að grátbiðja
dómarann um að gefa þessum manni
barnið sitt. Sjáðu hvað hann hefur gert!
Þeir fóru yfir allar hinar löngu helgar,
fötin sem voru keypt, bækurnar sem þeir
lásu, leikina sem þeir léku. Hvernig
hugur hans var stöðugt hjá syninum,
hvað hann elskaði hann heitt og undir
lokin var eins og andrúmsloftið í réttar-
salnum hefði breyst. Jóhanna Kramer,
sem hafði setið án þess að sýna nokkur
svipbrigði að fordæmi lögfræðings sins,
fór að hlusta. Hún sat eins og dáleidd og
drakk i sig hvert smáatriði og gat ekki
haft augun af vitninu. Síðasta
spurningin sem var lögð fyrir Ted
Kramer var hvers vegna hann óskaði
umráðaréttarins yfir barni sinu.
—Ég reyni að blekkja mig ekki eða
imynda mér að drengurinn verði mér
neitt þakklátur, svaraði hann. — Mig
langar bara til að hafa hann eins og ég
hef gert vegna þess að ég elska hann.
Það var gert hlé á réttarhöldunum
áður en gagnspurningar hófust. Dómar-
inn dró sig í hlé og Ted yfirgaf vitnastúk-
una. Lögfræðingurinn hans og vinir
hans föðmuðu hann aðsér.
Lögfræðingur Jóhönnu hóf gagnsókn
með því að skjóta að Ted spurningum
eins og úr hriðskotabyssu. Hversu
marga klukkutíma, daga og nætur Ted
skildi Billy eftir í umsjá annarra, hversu
oft hann fengi barnagæslu og skildi Billy
eftir meðan hann sjálfur færi og svæfi
hjá konum. Þannig reyndi lög-
fræðingurinn að gera siðferði hans og
ást til drengsins tortryggilega.
— Ég held að þér verðið að samþykkja
að það er ekki hægt að telja fram sem
umönnun þann tíma sem þér eruð að
heiman með barnið sofandi?
— Maður er nú jafnt á verði fyrir það.
— Nema að þér hafið líka konu hjá yður
í rúminu.
— Ég mótmæli.
— Ekki tekið til greina.
— Herra Kramer, hafið þér nokkurn
tima haft konu hjá yður í rúminu og
barnið sofandi í næsta herbergi?
— Það má gera ráð fyrir því.
—Ég geri það líka.
Ted fannst þetta ruddalegt. Þetta
voru dylgjur og hálfsagður sannleikur,
en lögfræðingur hans hafði líka þjarmað
að Jóhönnu á þennan hátt. Shaunessy
hafði sagt honum að þarna yrðu öll
brögð notuð. Næst réöst Gressen að Ted
með staöreyndir í sambandi við vinnu
hans og það rann upp fyrir Ted að þau
hlutu að hafa leigt sér einkaspæjara til
að fá upplýsingar sem hægt væri að nota
gegn honum.
— Hve margir mánuðir voru það, herra
Kramer? Hvað gerir það mörg störf á
siðastliðnum tveimur árum?
Ted hafði litið á það sem afrek að
finna vinnu, lögfræðingurinn reyndi að
fóðra það sem skapgerðargalla að Ted
skyldi yfirleitt hafa misst vinnuna.
— Ég vinn núna hjá McCall’s. Ég held
ekki að það fyrirtæki leggi upp laupana.
28. tbl. Vikan 17