Vikan


Vikan - 10.07.1980, Page 19

Vikan - 10.07.1980, Page 19
allt. Ef eitthvað breytist geturðu alltaf stefnt henni. — Frábært! — Við getum líka áfrýjað. En þú ve/ður samt að hlíta dómnum núna og venjulega þýðir ekkert að áfrýja. — Svo að ég skila honum þá bara til baka? Skila honum einfaldlega til baka? — Ted, mér þykir þetta svo leitt. En ég held að við höfum gert allt sem í okkar valdi stóð. — Hann Billy minn! Hann Billy minn litli, Ó, Jesús... — Ég get ekki séð að við hefðum getað farið öðruvísi að. —.Frábært! Og nú er mér, sem er dæmdur óhæfur til að hafa hann, ætlað að segja honum frá þessu. Ó, Jesús... Ted Kramer leið svo illa að hann treysti sér ekki til að vinna meira þennan dag. Hann fór heim, rótaði í dótinu í herbergi Billys og velti þvi fyrir sér hvernig hann ætti að standa að hlutunum. Átti hann bara að pakka öllu því sem hafði verið líf Billys niður I kassa? Eða átti hann að skilja eitthvað eftir sem Billy gæti leikið sér að þegar hann kæmi í heimsókn? Hann reyndi að koma skipulagi á það sem hann ætlaði að segja við hann, hvernig hann átti að útskýra málið. Ron Willis, sem gegndi hlutverki milliliðans fyrir Jóhönnu, hringdi eftir að hafa reynt árangurslaust að ná í Ted á skrifstofunni. Hann var mjög kurteis í símanum, sigurvegarinn sem sýnir þeim sem tapar góðvild c-g roiskunnsemi. Hann spurði hvort það hentaði Ted að Billy yrði sóttur klukkan tíu á mánudagsmorguninn og hvort hann gæti pakkað niður nauðsynlegustu hlutunum hans í ferðatöskur. Það var hægt að sækja hluti eins og leikföng og bækur seinna. Etta kom úr verslunarferð hlaðin matvörum og Ted sagði henni að Jóhanna hefði unnið umráðaréttinn yfir • drengnum. Hann sagði lika að Etta hefði reynst Billy ómetanleg og gefið honum góða fótfestu í lífinu með ást sinni. Hann ætlaði að biðja Jóhönnu að ráða hana sem húshjálp og Etta sagði að hún vildi auðvitað halda áfram að annast Billy. Svo fór hún að sinna venjulegum heimilisstörfum, en skömmu seinna heyrði hann að hún var farin að gráta inni á baðherberginu. Brátt var skóladegi Billys lokið og Ted bað Ettu að fara með hann í skemmtigarðinn áður en þau kæmu heim. Sjálfur átti hann svo mörgu ólokið og hann treysti sér ekki til að sjá Billy alveg strax. Hann hringdi í vini og vandamenn til að kynna þeim úr- skurðinn og vonaði að hann hitti ekki á neinn heima en gæti bara skilið eftir skilaboð. Hann treysti sér ekki til að standa í samræðum um þetta. Hann áleit það best fyrir sig að fara úr borginni yfir helgina og eyða laugardegi og sunnudegi eins og ákveðið hafði verið. Þá losnaði hann við simann og Billy yrði lika fyrir miklum vonbrigum ef ekkert yrði úr ævintýrinu. Síðast hringdi hann til móður sinnar. Dóra veinaði ekki upp yfir sig eins og hann hafði búist við. — Jóhanna fékk umráðaréttinn, sagði hann og hún svaraði rólega: — Já, ég var hrædd umaðsvofæri. — Þýðir það að ég fæ aldrei að sjá hann framar? spurði hún svo og Ted var andartak ekki alveg viss um hvernig umgengnisrétti afa og ömmu væri hátt- aðí svona málum. — Þú færð að sjá hann, mamma. Ég lofa þvi. Að minnsta kosti á þeim tima sem ég fær að hafa hann. — Vesalings barnið mitt, sagði hún. Hann ætlaði að svara henni einhverju huggunarríku fyrir hönd Billys þegar hún spurði: — Hvað ætlarðu að gera? og hann skildi að hún átti við hann sjálfan. Framtið Ettu lá honum mjög á hjarta og hann langaði til að hafa samband við Jóhönnu áður en hún gerði sínar áætlanir. Ef hann skrifaði henni hraðbréf fengi hún það næsta dag. Hann langaði ekki til að tala við hana í eigin persónu! Það voru líka fleiri hlutir sem hún þurfti að vita i sambandi við Billy. Hann gat varla hengt á hann miða með upplýsingum eins og hvert annað flótta- barn. Jóhanna, skrifaði hann. Mig langar til að kynna þig fyrir William Kramer. Þú munt komast að raun um að hann er indælt barn. Hann hefur ofnæmi fyrir greipaldinsafa en bætir sér það upp með ókjörum af eplasafa. Hann hefur samt sem áður ekki ofnæmi fyrir sjálfum ávextinum. Ég veit ekki hvers vegna. Hann viróist líka hafa ofnæmi fyrir hnetusmjöri sem keypt er hjá náttúru- lækningafélaginu og fersku, hökkuðu kjöti en ekki því sem fæst í stór- mörkuðunum. Ég veit heldur ekki hvers vegna. Hann á það til að fá skrímsli i heimsókn á nóttunni og þá sérstaklega eitt skrímsli sem hann kallar Andlitið. Andlitið lítur að því er ég best veit út eins og líkamslaus sirkustrúður. Sam- kvæmt barnalækninum og þeim bókum sem ég hef lesið er þetta annaðhvort ómeðvituð hræðsla við að missa tippið, hræðsla við eigin reiðiköst eða einfald- lega einhver sirkustrúður sem hann hefur einhvern tíma séð. Já, meðan ég man, þá er dr. Feinman læknirinn hans. Hentugasta kvefmeðalið fyrir hann er sudafed. Hann hefur hingað til haft mest dálæti á sögunum um Barbar og loðhundinn Winnie þó Batman vinni stöðugt á. Hann hefur verið í umsjón Ettu Willewsku og það er raunar mest vegna hennar sem ég skrifa þetta bréf. Hún er yndisleg, samviskusöm kona og hefur hugsað frábærlega vel um Billy. Auk þess er hún vön öllum heimilis- störfum. Það mikilsverðasta er að Billy þykir afar vænt um hana og er vanur henni. Ég vona að þú ætlir þér ekki að rjúfa svo gjörsamlega öll bönd við for- tiðina að þú getir ekki hugsað þér að hafa hana í þinni þjónustu. Mig langar til að biðja þig um að hafa hana áfram. Simanúmerið hennar er 555—7306 og ég held að hún taki því að hafa þessa vinnu áfram ef henni býðst hún. Þú mátt auðvitað spyrja mig að öllu sem þú þarft að vita, ég býst við að það komi aftur að því að við getum talað saman. Ég man ekki eftir fleiru til að skrifa þér í bili. Reyndu að tala vel um mig í návist hans og ég skal þrátt fyrir allt reyna að gera það sama þar sem það „er barninu fyrir bestu” eins og það er orðað. Ted. Hann póstlagði þetta sem hraðbréf og fór svo heim til að bíða eftir Billy. Hann kom inn, rjóður i framan eftir útiveruna. Hann flýtti sér til Teds: — Pabbi, ertu kominn svona snemma heim, sagði hann og faðmaði föður sinn 'aðsér. Ted treysti sér ekki að segja honum strax frá því að heimili hans væri ekki lengur hér. Hann treysti sér heldur ekki til þess yfir hamborgurunum á Burger King eða þegar Billy var háttaður um kvöldið og slökkti öll ljósin til að reyna súper-vasaljósið sitt sem hann ætlaði að nota til að sjá þvottabirni. Hann skaut því líka á frest fram yfir morgunverð næsta dag, en þegar þeir voru að bíða eftir að Ellen og Larry kæmu að ná í þá fann hann að við svo búið mátti ekki standa og hélt ræðu: — Billy, þú veist að mamma þín býr núna í New York, er þaðekki? — Já, ég veit það. — Jæja, stundum þegar mamma og pabbi eru skilin leikur vafi á því hjá hvorum aðilanum barniðeigi aðbúa. Þá kemur vitur maður til skjalanna sem er kallaður dómari. Hann hefur mikla reynslu af skilnaðarmálum, mömmum, pöbbum og börnum. Hann ákveður þess vegna hjá hverjum er best fyrir bamiðaðbúa. — Hvers vegna ákveður hann það? — Það er atvinna hans og hann er mjög voldugur maður. — Eins og skólastjóri? — Voldugri en skólastjóri. Hann situr í stóra sætinu sínu i stórri skikkju. Þessi dómari hefur hugsað mikið um okkur, um þig, mig og mömmu og hann hefur ákveðið að það sé best fyrir þig að búa heima hjá móður þinni. En ég er samt mjög heppinn. Þótt þú búir þannig hjá mömmu þinni má ég hitta þig á hverjum sunnudegi. — Og það ætla ég að gera, Billy, ég lofa þér því. Ég ætla ekki að vera eins og það fólk sem Shaunessy talaði um. — Ég skil þetta ekki, pabbi. Ég ekki heldur. — Hvað skilurðu ekki, elskan min? — Hvar verður rúmið mitt? Hvar á ég að sofa? — Hjá mömmu. Hún hefur herbergi og rúm handa þér. — En hvar verða leikföngin mín? — Ég sendi þér leikföngin og svo færðu áreiðanlega ný leikföng. — Hver les fyrir mig sögur? — Mamma. — Verður frú Willewska líka þarna? — Ég veit það ekki enn, það er ekki búið aðákveða það. — Ætlar þú að koma á hverju kvöldi og bjóða mér góða nótt? — Nei, Billy. Ég held áfram að eiga heima hér. En ég hitti þig á sunnudögum. — Á ég þá aðbúa heima hjá mömmu? — Já, frá og meö mánudeginum. Mamma þín sækir þig um morguninn. — En við ætluðum að fara í ferðalag yfir helgina. Þú lofaðir því. — Við gerum það líka. Við komum bara heim degi fyrr en við ætluðum. — Ó það er gott. — Já, þaðergott. Barnið tók sér andartaks umhugsunarfrest en sagði svo: — Pabbi, þýðir þetta að við getum aldrei framar farið í apaleik? Guð minn góður, ég veit ekki hvernig ég á að standast þetta. — Jú, elskan mín. Við getum farið í apaleiki á sunnudögum. Á leiðinni til Long Island reyndi fullorðna fólkið örvæntingarfullt að halda uppi fjörugri stemmningu í bílnum með því að kyrja Ég hef unniö við járnbrautarlagningu og fleiri gamla og góða söngva. En mitt í þessu uppgerðarfjöri átti Ellen það til að lita á Ted og Billy og svo undan aftur eins og hún gæti ekki afborið að horfa á þá. Er hlé varð á söngnum sátu allir sem komnir voru yfir fimm og hálfs árs aldur með sorgarsvip. Billy talaði aftur á móti stanslaust og hlakkaði til helgar- dvalarinnar: Hvar eru fuglarnir núna? Eiga nokkrir krakkar heima þarna? Getur ferjan rutt sér braut i gegnum ís eins og ísbrjótur? En loks varð hann líka þögull og hugsandi. — Pabbi, ég á mér leyndarmál. Svo hvíslaði hann að föður sínum svo þau hin gætu ekki heyrt það: — Hvað á ég að gera ef Andlitið kemur eftir að ég er fluttur til mömmu? — Mamma veit um Andlitið. Þið mamma rekið Andlitið i sameiningu í burtu. Billy sat og starði út um gluggann á ferjunni, hann ætlaði sér ekki að missa af neinu á þessu ævintýraferðalagi. Þess á milli var eins og áhugi hans dofnaði og hann varðafturáhyggjufullur. — Veit mamma að ég má ekki drekka greipaldinsafa? — Já, hún veit það. Hún gefur þér ekki neitt sem ekki er hollt fyrir þig. Þegar þau komu til eyjarinnar breytti Billy auðu sumarhúsunum strax i „draugahús”. Hann bjó til nýja leiki sem þeir Ted léku allan morguninn. Þeir leituðu að draugum, klifruðu um húsa- garða, fóru í feluleik, hlógu. 28. tbl. Vikan 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.