Vikan


Vikan - 10.07.1980, Qupperneq 20

Vikan - 10.07.1980, Qupperneq 20
Framhaldssaga Gerðu þennan tíma ekki of yndis- legan, hugsaði Ted. — Kannski er betra ef þessu lýkur með reglulegum leiðindum. Hrifning barnsins smitaði út frá sér. Fullorðna fólkið fékk sér í glas eftir há- degisverðinn og þegar tók að hýrna yfir Larry og Ellen af romminu fóru þau líka í „draugaleik” á þessum lágskýjaða og kalda degi. Svo hlupu þau um á ströndinni. Eftir kvöldmat fór Billy út með vasaljósið sitt til að leita að litlum dýrum en nú var orðið alvöru drauga- legt úti. Skuggar og dularfull hljóð næturinnar urðu honum ofviða og hann kom inn eftir tíu mínútur. — Sástu nokkur dýr? spurði Larry. Eins og þú kannski veist eru dýr hérna. — Ekki í Ocean Bay Park, sagði Ted. — Það vill enginn leigja t>eim. Þau hlógu og Billy fannst þetta ákaf- lega fyndið. — Hugsið ykkur ef dýrin færu og keyptu sér mat í kjörbúðinni, sagði Billy. Þetta var dæmigerður brandari fyrir fimm ára barn en vakti þó mikla kátínu hjá fullorðna fólkinu sem rommið og úti- veran var farin að svífa á. Þau voru enn flissandi þegar þau skriðu í svefnpokana. Seinasta daginn þeirra, sunnudag, drifu Ted og Billy sig niður á strönd til að byggja sandkastala. Ströndin var mannauð. 1 þetta síðasta skipti höfðu þeir eyju alveg út af fyrir sig. Þeir fóru í boltaleik, gengu niður að höfninni og sátu þar á hafnargarðinum en svo leit- uðu þeir skjóls vegna kuldans. Ted og Billy spiluðu lúdó. Fyrst var Billy niðursokkinn í leikinn en svo tók hugur hans að reika á ný. Hann sneri sér skyndilega að föður sínum og horfði á hann döprum augum. Ted vissi að nú varð hann að standa sig í föðurhlut- verkinu, þjáningar hans sjálfs skiptu ekki máli. Hann varð að hjálpa drengnum til að komast í gegnum þetta. — Þér mun líða vel, Billy. Mömmu þykir vænt um þig. Og mér þykir vænt um þig. Og þér er óhætt að segja hverjum sem er allar þinar þarfir og óskir. — Já, pabbi. — Það verður allt í lagi með þig. Þú ert umkringdur fólki sem elskar þig. En engum var hlátur í hug á leiðinni til baka með ferjunni. Ted leið svo miklar kvalir vegna aðskilnaðarins við Billy að hann átti erfitt með andardrátt. Þegar þau komu til borgarinnar óku Ellen og Larry þeim heim. — Stattu þig, félagi, sagði Larry viðTed. Ellen kyssti Billy og sagði: — Þú ert velkominn til okkar hvenær sem þú vilt. Mundu það. Við getum farið og gáð að dýrum í kjörbúðinni. — Það verður þá að vera á sunnudegi, sagði drengurinn. Og nakinn raunveruleikinn rann skyndilega upp fyrir honum. Ted lét Billy bursta í sér tennurnar og fara í náttfötin. Svo las hann fyrir hann sögu. Hann reyndi að sýnast glaðlegur þegar hann bauð honum góða nótt. — Sé þig I fyrramálið, Billy. Hann reyndi að horfa á kvikmynd i sjónvarpinu, en hann var sem betur fer dauðuppgefinn. Hann fór inn í barna- herbergið til að horfa á sofandi drenginn í síðasta sinn. Hann velti því fyrir sér hvort hann hefði lagt allt of mikið af tilfinningum í samband sitt við barnið. Kannski var eitthvað til í því. En samkvæmt eigin reynslu hlaut slíkt að vera óhjákvæmilegt hjá einstæðu for- eldri. Jóhanna mundi komast að því sama. Hann komst að þeirri niðurstöðu að þessir mörgu mánuðir þeirra saman hefðu ekki getað verið öðruvísi. Hann var þakklátur fyrir þennan tima. Hann var staðreynd sem enginn gat tekið frá honum. Og hann fann að hann var ekki samur maður og áður. Hann trúði því að barnið hefði orðið honum til þroska. Það var barninu að þakka að hann var nú ástúðlegri, opinskárri, sterkari og vingjarnlegri en áður. Það var barninu að þakka að hann hafði öðlast aukinn skilning á því sem lífið hefur upp á að bjóða. Hann beygði sig yfir sofandi barnið, kyssti það og sagði: — Vertu sæll, litli drengur. Þakka þér fyrir. TUTTUGASTI KAFLI Nú voru fáeinar klukkustundir þar til Jóhanna kæmi. — Hvað segirðu um að við skreppum út og fáum okkur morgunverð, saman, strákur? — Fæ ég kleinuhring? — Þegar þú ert búinn að borða. Ted Kramer hafði tileinkað sér allar leikreglur foreldra. Þeir fóru á kaffihús í nágrenninu, settust þar í bás og fengu sér morgunverð. Brátt yrði Ted eins og aðrir sunnudagspabbar, leitandi dauðaleit að einhverju sem hægt væri að gera — úti. Þeir fóru aftur heim og pökkuðu mikilsverðustu eigum Billys niður i tvær ferðatöskur. Nú var ekkert eftir nema biða komu Jóhönnu. Ted leyfði Billy að horfa á sjónvarpið í svefn- herberginu sinu. Sjálfur sat hann í stofunni og las blöð. Jóhanna var of sein. Klukkan var orðin kortér yfir tiu. Hún hefði þó að minnsta kosti átt að reyna að gera þetta eins sársaukalitið og unnt var, hugsaði hann. Klukkan hálfellefu var hann farinn að ganga um gólf. Þetta er and- styggilegt af þér, Jóhanna! Klukkan ellefu rann upp fyrir honum að hann hafði ekki einu sinni símanúmerið hennar. Það var heldur ekki í skránni. Hann reyndi árangurslaust að finna Ron Willis. Tuttugu mínútur yfir ellefu hringdi síminn loks. — Ted? — Fjandinn hirði þig, Jóhanna. — Mér þykir fyrir þessu. — Hvar í fjandanum ertu? — Heima. — Guðhjálpi mér! — Ted,ég kem ekki. — Hvað...? — Ég get ekki fengið það af mér. — Jóhanna. — Ég get bara ekki fengið það af mér. — Hvað á betta að þýða, Jóhanna? — Ég.. . er... ekki manneskja til þess. — Manneskja til hvers? — Ég erþaðekki. — Áttu við í dag? Eða á morgun? Hvað í fjandanum ertu að reyna að segja? — Ég get ekki... ég bara get ekki.. Húnfór aðgráta. — Hvaðgeturðu ekki. — Ég á við ... eftir að hafa setið í réttar- salnum. . . heyrt hvað þú hefur lagt í sölurnar... vitandi hvað er í húfi... Hann fékk varla greint orð hennar. — Ábyrgðin... — Já, hvað um hana? Jóhanna, hvað um hana? — Ég get ekki hugsað. — Jóhanna, ég er hérna með dreng sem biður með ferðatöskurnar sinar. — Hann er yndislegur drengur... — Já, hann er það. — Y ndislegur drengur. — Jóhanna... — Ég hélt að þetta yrði allt öðruvísi. En jregar að þvi kemur... Ég á við þegar ég verð að standa augliti til auglitis við það. — Hvað? Fjandinn hafi það, reyndu að koma þessu út úr þér. — Ég býst við að ég sé ekki manneskja sefn er sjálfri mér samkvæm. Ég býst við... að það sem fékk mig til að fara. . . sé enn til i mér. Ég er ekkert sérlega ánægð með sjálfa mig núna. — Jóhanna, hvað ertu að segja? 1 guðanna bænum, hvað ertu að segja? — Ég get þetta ekki, Ted. Ég get ekki axlað... — Jóhanna. — Hann er... þinn, Ted. — Minn? — Mig langaði til að hafa hann. Mig langaði svo mikið til þess... — Er þér alvara? — Ég kem ekki Ted. Ég mæti ekki. —Er þetta satt? — Ég mun ekki berjast við þig framar út af honum. — Má ég hafa Billy? — Ég held að ég fengi engan dómara i lið með mér eftir þetta... Röddin brást henni, hún fór að há- gráta. — Ó, Ted... Ted... Ted... Ted... — Svona nú, Jóhanna. — Sennilega er ég alveg misheppnuð. Misheppnuð manneskja eins og lög- fræðingurinn þinn sagði. — Jesús... Það sem við höfum ekki gert hvort öðru. — Þú mátt hafa hann, Ted. Hann er þinn. — Er hann raunverulega minn? — Já, Ted. — Ó, Guð... — Mig langar bara að biðja þig um eitt. — Hvað, Jóhanna? — Má égstundum fáaðsjá hann? Á þessari stundu var hún svo viðkvæm að honum fannst sem hann gæti tortímt henni með einu orði. Ef hann segði nei mundi hún ekki reyna aftur. En honum fannst hann ekki geta það, hann hafði engan rétt til að gera það. — Við hljótum að komast að samkomulagi um það. — Þakka þér fyrir, Ted. Ég. . . get ekki talað við þig lengur. Hún lagði á. Hann hallaði sér upp að veggnum. Hann var svo gjörsamlega búinn að vera að fæturnir neituðu að bera hann. Hann settist við borðstofuborðið, hann var allur dofinn. Hann hristi höfuðið og reyndi að trúa því sem hann hafði heyrt. Billy var hans. Eftir allt sem á undan var gengið var Billy hans. Hann sat þarna. og tárin streymdu niður kinnamar. Einu sinni hafði Etta sagt honum að hann væri lánsamur maður. Hann fann það best núna að það var satt. Hann fann bæði til gleði og þakklætis, hann var svo sannarlega lánsamur maður. Hann stóð á fætur og gekk fram i and- dyrið þar sem ferðatöskurnar stóðu. Hann grét enn þegar hann bar þær inn í herbergi drengsins. Billy var að horfa á sjónvarpið. Það varð að segja honum tíðindin. Ted reyndi að ná valdi á tilfinningum sinum. Svo fór hann inn til hans. Hann slökkti á sjónvarpinu og kraup á kné fyrir framan drenginn. — Billy, mamma var að hringja. Og ... jæja, Billy . . . þú átt þrátt fyrir allt að halda áfram aðbúa hjá mér. — Kemur mamma ekki? — Nei, ekki í dag. Hún elskar þig mjög heitt. En við höldum samt áfram að lifa lífinu eins og áður. — Erþað? — Vegna þess að ég elska þig líka, Billy. Augu hans fylltust af tárum á ný. — Og. . . ég hefði verið. . . mjög einmana án þín. — Áttu við að ég geti þá haldið áfram að sofa í gamla rúminu mínu? — Já. 1 gamla herberginu þinu. — Og öll leikföngin min verða kyrr hér? — Já. — Líka Batman? — Já. — Og bækurnar mínar? — Allt. Barnið melti þetta með sér. — Svo að ég fer ekki þangað í dag? — Nei, Billy. — Þarftu að vinna í dag? — Nei. — Getum við þá ekki farið á leikvöllinn, pabbi? — Jú, Billy. Við getum farið á leikvöllinn. Þennan dag gerðu þeir nákvæmlega það sem þeir voru vanir að gera, fóru á leikvöllinn, keyptu sér pizzu og fóru með hana heim, horfðu á Prúðu leikarana. Billy fór í rúmið og Ted Kramer fékk að halda syni sínum. Sögulok. 20 Vikan 28. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.