Vikan


Vikan - 10.07.1980, Síða 31

Vikan - 10.07.1980, Síða 31
Plakat í opnu ENGINN DANS Á RÓSUM Ein frægasta myndin af Marilyn Monroe. Atriðið úr kvikmyndinni „The Seven Year Itch" ergði stórlega eiginmanninn, Joe Di Maggio. Ein fyrsta myndin af Marilyn, var tekin af henni tveggja ára. Ein siðasta myndin sem tekin var af Marilyn. Hún var búin að ná sér eftir þunglyndistímabil, en lóst við óskýrðar kringumstæður. Hin fagra Marilyn Monroe reyndi flest tilbrigði mannlegs tilfinningalífs. Hún þjáðist af ástleysi, óttaðist geðveiki. fann þráfaldlega til vanmetakenndar, varð gagntekin af ást, naut frægðarinnar. ánetjaðist alkóhóli og fíkniefnum, vakti fyrirlitningu, átti afar fjölskrúðugt kyn- líf, kynntist náið frægum mönnum úr ýmsum áttum, þar á meðal forseta Bandaríkjanna. Óteljandi bækur og greinar hafa verið sktifaðar um Marilyn heitna Monroe. Margir höfundar hafa einir þóst vita hvernig hún raunverulega var. og hvers vegna. Lifsreynsla þessarar viðkvæmu og óttaslegnu stúlku varð til þess að hún reyndi margsinnis að fremja sjálfsmorð. Síðasta tilraunin heppnaðist, ef það var þá tilraun. Kannski hafði Marilyn bara blandað saman alkóhóli og pillum. eins og svooft áður? Líf Marilyn var erfitt frá upphafi og fyrstu árin hafa án efa markað þá leið sem æviskeið hennar rann. Móðir hennar varð vitskert þegar Marilyn var niu ára. Stúlkubarninu var komið fyrir á munaðarleysingjahæli en siðan i vist. Síðar rifjaði hún upp að á þessum áruni hefði hún fyrst verið „notuð” af karl- mönnum. Öfugsnúið eins og það hljóm- ar fannst Marilyn þá fyrst að einhver kærði sig um hana og bæri tilfinningar til hennar. Marilyn varð fræg sem kyntákn i kvikmyndum og þykir þvi mörgum kyn- lif hennar áhugavert. Enn velta menn fyrir sér hve náin kynni hennar við Bobby Kennedy og John F. Kennedy hafi verið. Ástarsamband Marilyn og Joe Di Maggio, hins fræga bandariska baseball- leikara. varð varanlegt þótt þau skildu. Hann sætti sig aldrei við að Marilyn skyldi vera kyntákn og þótti afar lítið til atriðisins í The Seven Year Itch konia. þar sem pilsin voru látin fjúka upp um Marilyn. Raunar kom til heiftarlegrar sennu vegna þessa fræga atriðis og skömmu siðar skildu þau. Rithöfundurinn Arthur Miller giftist Marilyn árið 1956 en frá því ári og frani til 1960 voru vinsælustu kvikmyndirnar með Marilyn Monroe framleiddar. Handritið fyrir þá síðustu The Misfits (Utangarðsmennl. samdi eiginmaðurinn. Arthur Miller. Þegar kvikmyndatöku The Misfits lauk í árslok 1960 lá skilnaður Marilyn og Millers fyrir. Skömmu siðar lést mót leikari hennar í kvikmyndinni. Clark Gable. Marilyn steyptist i þunglyndis kast sem var með versta móti i ársbyrjun 1962. Þá um vorið byrjaði hún að vinna að töku kvikmyndar sem átti að hcita Eitthvað verður að gefa eftir. Aðfaranótt sunnudagsins 5. ágúst 1962 fannst Marilyn látin i svcfnher bergi sinu. Kringumstæöurnar Itafa ýmsum sérfræðingum virst lielst til dul arfullar. Vitni báru að hún hcföi neylt kvöldverðar með leikaranum Peter Lav. ford. Robert Kenncdy dómsmálaráð herra og fleirum. En krufningin sýndi að meltingarfærin voru tóm. Krufningin sýndi einnig að i líkama Marilyn var nægilegt magn af svefnlyfj um (barbitúrötum) til að drepa hana margfalt. Samt sáust engin verksum merki um uppsölur sem ætið fylgja slikum dauðdaga. Likaminn var út strekktur þegar að var kontið en ekki samankrepptur eins og ætíð i slíkum til- fellum. Dauðdagi Marilyn Monroe var eins óræður og allt hennar lif. Eftir standa ótal gátur um hana en einnig niargar góðar kvikmyndir sem milljónir manna um allan heim njóta enn þann dag i dag. 28. tbl. Vikan 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.