Vikan


Vikan - 10.07.1980, Blaðsíða 38

Vikan - 10.07.1980, Blaðsíða 38
Glerhúsið ÁRNI GUNNLAUGSSON: „. . . hrakandi stjórn- málasiðgæði, andúð almennings á stjórn- málum, agaleysi og upplausn . . . allt þetta á að mínum dómi fyrst og fremst rót sína að rekja til þess að kristin lífsviðhorf hafa mjög takmarkað mótað stefnu og starf flokkanna." „Þótt minnihluta- hópar kristinna manna í öðrum flokkum geti vissulega haft þar farsæl áhrif, og æskilegt að þeir geri það í ríkari mæli en verið hefir, er reynslan samt sú að mjög takmarkað hef ir verið farið að ráðum þeirra." „Það er eðlilegt að kristnir menn, sem aðhyllast kristilegan hugsjónagrundvöll og vilja vera ábyrgir, séu í einum og sama flokki. Flokki sem mundi meta mannrækt og mannvernd meir en efnishyggjuna." 38 Vikan 28. tbl. Er æskilegt og vænlegt 1 Það er margt sem má gagnrýna í fari gömlu flokkanna. Þó eru þar þrír annmarkar alvarlegastir og eiga stóra sök á margvíslegum ófarnaði í þjóðlíf- inu. Þeireru: I fyrsta lagi skortur á áþyrgðartil- finningu. Tökum tvö dæmi: Sami flokkur hefir tekið mismunandi afstöðu til grundvallaratriða í baráttunni við verðbólguna eftir því hvort hann hefir verið i eða utan rikisstjórnar, og mesta þjóðfélagsvandamálið, áfengisdrykkj- una, láta flokkarnir sér nánast óviðkom- andi með því að hafa enga mótaða stefnu í áfengismálum. í öðru lagi eru flokkshagsmunir stundum metnir ofar þjóðarhags- munum, t.d. i sambandi við þátttöku í ríkisstjórn. Þar virðist oft mestu ráða hvort vænlegra sé að vera í stjórn eða stjórnarandstöðu til að fjölga atkvæðum viðkomandi flokks, en þjóðarheill skiptir þá minna máli. 1 þriðja lagi hafa markmið efnishyggj- •unnar verið látin vega þyngra en ræktun og vernd andlegra verðmæta. Það hefir m.a. leitt til hrakandi stjórnmála- siðgæðis, andúðar almennings á stjórn- málum, agaleysis og upplausnar. Allt þetta á að mínum dómi fyrst og fremst rót sína að rekja til þess að kristin lífsviðhorf hafa mjög takmarkað mótað stefnu og starf flokkanna. Þess vegna hefir að undanförnu orðið áleitin hjá ýmsum sú spurning, hvort ekki fari að verða tímabært að stofna hér nýjan flokk, sem byggir á kristilegum hugsjónagrundvelli, en slíkir flokkar hafa allt frá 1933 starfað annars staðar á Norðurlöndunum og voru kynntir hér á landi sl. vetur. Rökin fyrir stofnun kristilegs stjórn- málaflokks eru að öðru leyti einkum þessi: 1. Kristin trú og siðgæði eru sterkásti aflgjafinn til mótunar heilbrigðs hugar- fars en hugarfarsbreyting er að mínu mati forsenda þess að verulegur árangur náist i glímunni við þau vandamál sem mest ógna velferð og framtið þjóðarinnar. 2. 1 kristindómnum er besta leiðsögnin í mannlegum samskiptum og kristilegur stjórnmí kristilegar dyggðir hollasta veganestið á vettvangi stjórnmálanna. Flokkur, sem hefði það sem þungamiðju stefnu sinnar að byggja á kristilegum grundvelli, hlýtur þvi að vera æskilegur hér á landi. 3. Það er eðlilegt að kristnir menn, sem aðhyllast kristilegan hugsjóna- grundvöll og vilja vera ábyrgir, séu i einum og sama flokki. Flokki sem mundi meta mannrækt og mannvernd meir en efnishyggjuna. Slík samstaða gæfi góðum málstað aukinn styrk. 4. Kristilegir flokkar í öðrum löndum hafa haft mjög jákvæð áhrif á aðra flokka og orðið hvatning kristnum mönnum, sem ekki hafa fundið sig eiga heima i kristilegum flokki, að láta meir að sér kveða i öðrum flokkum til framgangs kristilegum sjónarmiðum. 5. Þótt minnihlutahópar ábyrgra kristinna manna í öðrum flokkum geti vissulega haft þar farsæl áhrif, og læskilegt að þeir geri það i ríkari mæli en verið hefir, er reynslan samt sú að mjög takmarkað hefir verið farið að ráðum þeirra. Kristileg málefni hafa yfirleitt verið látin sitja á hakanum, t.d. ekki minnst á þau í sáttmálum ríkisstjórna, a.m.k. síðustu árin. Þá hefir Alþingi gjörsamlega hundsað ábendingar kirkju- þings, sbr. viðtal við séra Þorberg Kristjánsson í Dagbl. 16. maí sl„ en kirkjuþing hefir nú starfað um 20 ára skeið. Mörg fleiri dæmi mætti telja um áhugaleysi gömlu flokkanna fyrir málefnum kirkju og kristindóms þótt ekki verði hér gert. 6. Kristilegur flokkur tæki afstöðu til þjóðmála eftir hagsmunum heildarinnar frá kristnum viðhorfum en léti þó vandamál þeirra sem minnst mega sin og verst eru settir sérstaklega til sin taka. Slikur flokkur yrði ekki hagsmunatæki einstakra stétta og ekki bundinn á klafa um margt úreltra þjóðfélagskerfa, sem virðast ýmsum i gömlu flokkunum hin æðstu trúarbrögð. 7. Kristilegur stjórnmálaflokkur mundi sem hliðstæðir flokkar annars staðar á Norðurlöndum leggja sérstaka rækt við málefni heimila, skóla, trúar- legt starf og fjölskylduvernd. Hann ætti þó ekki að taka að sér hlutverk kirkjunn- ar um boðun guðs orðs og ekki ætlast til þess að kirkjan sem stofnun hefði bein afskipti af stjórnmálum. 8. í kristilegum flokki yrði lögð höfuðáhersla á ábyrgð kristinna manna. 1 samræmi við það tekur t.d. flokkurinn í Noregi mjög eindregna og ákveðna afstöðu gegn áfengisneyslunni. Slík afstaða er í fullu samræmi við kærleiks- boðorð kristinnar trúar, því að hvað veldur meiri óhamingju, böli og tjóni en einmitt áfengið? Hvort stofnun kristilegs stjórnmála- flokks hér á landi yrði vænleg til árangurs færi fyrst og fremst eftir þeim viðtökum sem flokkurinn fengi hjá kjósendum, ef hugmyndin um stofnun hans fær nægan hljómgrunn. En reynslan annars staðar af þessum flokkum lofar góðu bæði sem baráttutæki fyrir kristilegum málefnum og til aðhalds öðrum flokkum að virða kristin lifsviðhorf sem allra mest. Þótt skoðanir um þetta mál séu skiptar vonast ég til að flestir geti gert að sínum eftirfarandi orð fyrsta forseta lslands, Sveins Björnssonar, í síðustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.