Vikan


Vikan - 10.07.1980, Síða 41

Vikan - 10.07.1980, Síða 41
9. hluti þýðir efsta vatnið i Vail. Þess vegna verðum við að komast til Vail eins fljótt og við getum. I nótt. En við verðum að vera varkár. Ef þeir vita hvað við hyggjumst fyrir, ef við reynum skyndi- árás, þá gætu þeir svo auðveldlega eyði- lagt imyndina og það yrði Ians bani.” Enn fann hann hana þrýsta á hand- leggsinn. „Nei, lögreglustjóri. Ekki í nótt.” „Hvers vegna ekki?” „Ég er með skilaboð til þín. Frá Talbot. Þau komu simleiðis og á dulmáli til Reg Collins, sem hreinritaði þau, áður en hann fór af spítalanum. Þau eru merkt leynileg, en þeir treystu mér fyrir þeim. Þau eru hér, í töskunni minni.” „Vasaljós? Ertu með vasaljós?” „Nei. En ég get sagt þér hvað stendur i þeim. . . Þetta er allt í lagi, ég opnaði þau ekki. Innsigliðerórofið.” „Er þetta ein brellan þin?” „Já. Á égaðsegja þér innihaldið?” „Það er kannski eins gott.” Hún opnaði töskuna sína og tók upp innsiglað umslag, sem hun hélt upp við enni sitt. Hann gat' rétt greint hana i skininu frá ófullkomnu lendingar- svæðinu og sá, að augu hennar voru lokuð. í daufum glampa bílljósanna virtist hún ung og afskaplega viðkvæm. Hann vissi, að það var blekking. „Fyrst eru skilaboð frá yfirlögreglu- stjóranum. Hann segir: „Dave, drengur minn, þú kannt sjálfsagt ekki betur við hjáleggið en ég. En við viljum ná þeim öllum. Haltu þér frá þeim i kvöld. Ef ráðist er of snemma til atlögu, dreifast þeir kannski hver í sina áttina éins og skuggar fyrir Ijósi”.” „Skáldlega skepna!" sagði Dave með fyrirlitningu. „Áfram.” „Hitt er formlegt: „Talbot yfirrann- sóknarlögreglustjóri til Farmer rann- sóknarlögreglustjóra. UNOCO í París hefur gefið frekari skýrslu um BVDM. Legrand, maður þeirra í Brussel, hefur hafið nýjar rannsóknir á ferðum við- komandi. .. ” Legrand var einn af snjöllu strákun- um. Þegar hann fékk upplýsingarnar, sem Hans Kaul hafði gefið aðalstöðvun- um í París og Robert Jackson síðan sent honum, kannaði hann hverjar ferðir Carl Linckelmann og Bernhard Wilm höfðu siðar verið. Það kom i ljós, að þeir voru komnir til BrUssel og bjuggu á hóteli við Boulevard Anspach.Á þvi lék enginn vafi. En upplýsingunum frá UNOCO hafði fylgt miði, þar sem stóð, að þeirra væri vænst aftur til Hamborgar á miðvikudag, og þar sem hann trúði á mikilvægi smáatriða, aðgaetti hann með bókuð flugför til baka. Af hreinni tilviljun nefndi af- greiðslumaðurinn í ferðamiðstöðinni, að þeir væru báðir bókaðir með flugi til London á þriðjudag, kæmu aftur til BrUssel á miðvikudag og næðu þá flugi sinu til Hamborgar síðdegis. Bókunin til London hafði verið gerð áður af starfs- manni hjá Crédit Maritime du Nord, en þeir voru fulltrúar fyrirtækisins við Alter Jungfernstieg í BrUssel. Bókunin var gerð algerlega óháð öðru, var Legrand fullvissaður um, hún kom hvergi við fluginu Hamborg-BrUssel- Hamborg. Jackson fékk þessar upplýsingar og sendi þær til London; siðan fór hann eftir hugboði sinu og sendi forgangsboð til útsendara UNOCO í öllum móttöku- borgunum, sem í hlut áttu. Það tók sinn tíma, en um miðnætti voru fjórir menn búnir að senda svipaðar upplýsingar: Amsterdam-London-Amsterdam fyrir Alfredo Ranieri og Vittorio C'ampari; Barcelona-London-Barcelona fyrir prins- inn Leopold Marsini; frá Belgrad fyrir Papagos; og frá Frankfurt fyrir Larsen. Hálftima síðar tilkynnti Stokkhólmur að Jean-Louis Géracault og Paul Sorel væru bókaðir til London. og svipaðar fréttir bárust frá Cambrier í Luxem- bourg um Kroll-bræðurna þrjá, sem þegar voru komnir þangað frá aðal- stöðvum sínum i ZUrich. „Hvað verður svo úr þessu öllu?” las R. „Evrópsku fjármálamennirnir þrettán hópast skyndilega til Bretlands eftir að hafa skilið eftir falskar slóðir í allar áttir? Hvers vegna? Ef Júlía og Mike Benson eru enn á lífi, eru þau trú- lega í Vail. En hvers vegna? Clive Ritzell er enn í hættu frá uppreisnarmönnunum á Friars Hill. Hverju reiknum við næst með frá hans hendi? Hvað tekur hann til bragðs? Hann hefði getað drepið Gray og þau hin, þegar hann hleypti upp messunni þeirra. En reyndir satanistar gripa ekki til beins ofbeldis gegn öðrum satanistum, ef þeir komast hjá því. Það er of mikil hætta á, að upp komist. Gray“ Jordan reyndi að eyðileggja Clive með göldrum og gæti auðveldlega reynt það aftur. Mundu stríðið milli Boullan og Marquis de Guaita. Trúlega hefur Clive neyðst til að svara Gray i sömu mynt. Að okkar dómi bendir allt til stórkost- legrar hefndarmessu. Bókanirnar frá Evrópu benda allar til þess að hún verði annað kvöld. I Vail? Hvar annars staðar? Ef til vill er lítill fótur fyrir ágiskununum, en visst mynstur er að koma i Ijós og við hiegum ekkert, ég endurtek, ekkert gera til að hræða þá. Að sjálfsögðu verður fylgst með öllum hlutaðeigandi, bæði á brottfararstað og þegar þeir koma til Bretlands.” R þagnaði og Dave Farmer sagði: ,,Hvað með Ian? Er ekkert minnst á hann?” „Hann verður að bíða." Dave sagði: „Hann getur ekki beðið! Andskotinn, hann þolir ekki einn dag enn!” „Hann er tilneyddur." „En áhættan!” „Þeir gera sér grein fyrir henni. Honum verða gefin deyfilyf.” „Þaðerekki lausnin! Ímyndin vinnur enn í undirmeðvitund hans, og það er andskotinn hafi það enn hættulegra! Hver tók þessa ákvörðun! Yfirrann- sóknarlögreglustjórinn?” „Enn háttsettari maður. Yfirlögreglu- stjórinn.” Dave andaði djúpt að sér. „Hvers vegna? Hvers vegna i andskot anum gerum við ekki árás? Molum þennan djöfuls stað i sundur —" En svo hristi hann strax höfuðið. „Nei, ég veit allar ástæðurnar fyrir þvi, að það er ekki hægt. En,” hann bandaði höndunt óþolinmóður. „hvernig ferðu að því að vera svo helviti róleg?” „Heldurðu að mér liði þannig, rann- sóknarlögreglustjóri? Ég er allt annað en róleg. Við Ian erum eitt. Sérlegt sant- band okkar veldur þvi.” „Ég veit það." Hann lagði hönd sína á hönd hennar. „Fyrirgefðu. Ég gleymdi því.” ,.Þú gleymir því að ég er það sem ég er. Er þaðástæðan?” „Já,” svaraði hann hreinskilinn. „Ég sé þig bara eins og þú birtist heiminum. Ég veit betur, en —” Rödd hennar var örlítið dapurleg. 18. tbl. Vlkan 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.