Vikan


Vikan - 10.07.1980, Qupperneq 42

Vikan - 10.07.1980, Qupperneq 42
IFramhaldssaga þegar hún svaraði honum: „Við erum svo fá. Hvers vegna þurfti ég að vera ein af þessum fáu?" 1 myrkrinu handan Ijósanna tók hann utan um hana, áður en þau gengu að bílunum. Hann sagði alvarlegur i bragði: „Þakkaðu Guði fyrir að vera það, sem þú ert, vina mín. Og biddu Guð, að þú missir aldrei þessa sérlegu gáfu þína. Án þín og þinna líka værum við veslings klaufskir og dauðlegir menn búnir að vera.” Síðar, þegar nóttin loks var á 'enda, sagði Dave við yfirmann sinn: „Við förum varlega, herra. En við urðum að kanna svæðið. Opinberlega vorum við að leita að ólöglegum innflytjendum. Það var hugmynd Gaze. Hinir lögreglu- mennirnir þarna vissu ekki einu sinni, að það var Vail, sem við höfðum áhuga á. Við klifum yfir vegginn og gengum yfir Parkinn að girðingunni. Hún er af svipaðri gerð og herinn notar, rafvædd, flóðlýst með varðhundum og varðmönn- um við hliðið. Hassall kafaði i þriðja vatnið, komst að því, að hann kæmist upp rörið í annað vatnið, sem er fyrir innan girðinguna, en þar er málmrist efst, og hann komst ekki framhjá henni. Yfirborðið er lágt, og aðeins dreitlar efst í pípunni.” R fór með þeim, en hún beið fyrir utan með Gaze. „Þú komst í gegnum klefann, lögreglustjóri,” sagði hún. „Ekki með mér, en þér getur ekki verið ókunnugt um sjötta atriðið.” Siðan talaði hún beint í huga hans: Ef þér liggur mikið á, villu kannski ekki nota kalltœkið þitt. Eftir því gæti verið tekið. En við getum haft samband. þú og ég.. . „Viðgerðum það," sagði Dave. „Það gekk prýðilega. Hún er ágætis stúlka.” „Þér tókst svo sem ekki illa upp sjálfum,” sagði Talbot. „Ykkur öllum, raunar. Ef heppnin er með, hafið þið kannski fundið Akkilesarhælinn i vörnum þeirra.” „Ég hefði ekki getað orðað það betur sjálfur," sagði Dave drumbslega. Fjórði hluti FYRSTI KAFLI Það er kominn nýr dagur. Dagur ákvarðana. Kl. 08.20 vaknar Mike Benson í annað sinn. Enn er Júlían sofandi i örmum hans og skítugur hálmurinn hylur hana að nokkru. Úti fyrir er bjart og hann heyrir blindu konuna draga fætutna á eftir sér í húsagarðinum. Hún kemur inn og heldur á bakka. Hún gengur öruggum skrefum að rimlunum og setur bakkann frá sér, þar sem hægt er að teygja höndina eftir honum. Hún hlýtur að hafa heyrt hann hreyfa sig í hálminum. „Þið ættuð að borða. Þið bæði. Það verður nóg að gera á eftir.” Rödd hennar er þvinguð og jafnvel ógreinilegri en kvöldiðáður. „Eins og hvað?” „Þú kemst að þvi, þegar þar að kemur.” Hún fer út í morgunsólina og hann hellir kaffi úr hitabrúsanum og gefur Júlíunni, sem nú er vöknuð, svolítið af því. Hún drekkur gráðug og teygir sig eftir smurðu rúnnstykki milli rimlanna. Hann kastar af sér vatni í hálminn i horni búrsins, og snýr baki í hana á meðan. Um annað er ekki að ræða, og hann er aðþrengdur. Hún horfir á hann áhugalaus og treður brauðinu upp i sig. Hann neyðir sig til að borða, en brauðið er þurrt í munni hans. Júlian er ekki eins aðlaðandi í dagsbirtunni og hann hélt; nákvæm eftirlíking af Júlíu hans, en óhrein og hár hennar skitugur fióki um axlirnar. Augu hennar eru tóm. Lyktin af henni er eins og af dýri í búri, lykt af svita og gömlum saur. Timinn liður. Klukkan er 10.40 á þessum nýja degi, þessum þriðjudegi, deginum þegar látið skal skriða til skarar. í London er Dave Farmer búinn að sofa i þrjár stundir, og eftir að hafa drukkið sterkt, svart kaffi og reykt lítinn vindil er hann nú á leið eftir ganginum að skrifstofu Talbots, þar sem fundurstendur yfir. Þar er Hassall kominn, geispar i einum af gestastólum yfirlögreglustjór- ans. Reg Collins blaðar i stafla af laus- um blöðum. Tveir einkennisklæddir yfir- lögregluforingjar og þrír óeinkennis- klæddir menn fullkomna hópinn. „Ég held þú þekkir alla, Dave.” „Alla nema einn.” „Maltby. Sprengjudeild.” Davé lyftir hendi í kveðjuskyni. „Vörn eða árás?” „Árás er oft besta vörnin,” segir Talbot sjálfsánægður. „Maltby er hingað kominn til að gefa okkur góð ráð. Hann er sérfræðingur í alls kyns sprengi- efnum.” Maltby brosir breitt, en ekki til neins sérstaks. Hassall geispar aftur, en bælir geispann þegar yfirlögreglustjórinn segir: „Hassall yfirlögregluþjónn er búinn að segja okkur það helsta um köfun sína. Ég verð að segja, að þið eigið heillaóskir skilið fyrir það sem þið upp- götvuðuð. Eins og ég hef áður sagt, gæti þetta verið Akkilesarhæll þeirra." Hann tekur upp hjá sér minnisblað. „Þetta er svona grindin af þvi, sem við leggjum til, og við værum fegnir tillögum frá ykkur.” „Við reiknum þá með,” sagði Dave, stundarfjórðungi siðar, „að um Vail verðiað ræða. Svo þarf ekki að vera.” „Það þarf ekki að vera, nei. En getur þú gert betri tilgátu og byggt þá á þvi, sem við höfum handa í milli? Við verðum hvort eð er að fara til Vail. Að því er Kopek segir finnum við þar hvað svosem það er sem hrjáir Ian Wall. Við þurfum líka að leita að þessum tveim, sem eru horfin. En ef við vörpum út nægilega stóru neti veiðum við kannski alla fiskana, þegar þeir synda þangað. Það er ykkur Hassall að þakka, Dave, að við eigum völ á inngangi þangað. Við höfum komið okkur saman um ráða- gerð. Helvíti snjafa ráðagerð og ég hygg, að þar séuð þið sammála.” „Við þekkjum ekki líkurnar gegn okkur, herra. Og við erum bara búnir að finna leið í gegnum fyrsta varnar- múrinn. Það gæti verið um aðrar hindranirað ræða." „Þá áhættu verðum við að taka. Árásarsveitin okkar verður lítil, það skiptir miklu. Ef mennirnireru of margir er erfiðara að beita henni og auðveldara að taka eftir henni. En hún verður tennt. Og á eftir fylgir stærsta sveit manna, sem mér tekst að ná saman. Ég vil fá hundrað manns í skóginn í Parkinum. Flestir verða vopnaðir. Fyrir utan veggina verða aðrir hundrað. Fleiri ef við getum safnað þeim saman — og þeir verða með hraðskreið samgöngutæki og hreyfanleg flóðljós. Það verður tylft af þyrlum á heima- tilbúna lendingarvellinum ykkar. En þetta verður að gerast eins leynt og unnt er. Við tökum upp hugmynd Gaze: leit að ólöglegum innflytjendum. Jafn- vel mennimir í Parkinum munu ekki fá að vita að hverju við erum að leita. Það verður aðeins árásarsveitin, sem þekkir raunverulegan tilgang.” „Og í henni verða?” „Hassall, auðvitað. Og sex köfunar- kennarar úr neðansjávarhópnum.” „Enginn annar en Hassall frá OIB?” „Hann er eini kafarinn með réttindi i allri deildinni. Ég hefði auðvitað kosið að einhverannar færfmeð honum. Eldri foringi.” Talbot gaf Dave auga yfir borðið. „En hver?” „Ég kafaði svolítið, þegar ég var send- ur til Kýpur í tvöár.” „Hvaðer langt síðan?" „Sex, sjöár." „Með súrefnisgeymi?” „Aðallega bara grimu. En ég reyndi hitt.” „En ertu i nægilega góðu formi núna? Þarna þarf færan mann. Og það þarf súrefnisgeymi.” Dave segir: „Klukkan er næstum ellefu. Ég gæti tekið tveggja, þriggja, fjögurra tíma endurhæfingu.” „Ég er samt fullur efasemda —" „Hefurðu hugleitt annað? Samskiptin. Ætlið þið að nota talstöðvarnar? Það er hægt að heyra til þeirra. Og með þessar varnir og allt það, sem þeir leggja undir, þá yrði ég ekki hissa, þó þeir hefðu einhvers konar leitarkerfi á staðnum.” Talbot litur niður á minnisgreinar sínar. „Það er rétt, Dave. Þú notaðir stúlkuna R.” MEYJAR- FÓRNIN „Já, herra. Og ég sting upp á að við gerum það sama nú í kvöld. Það sem við þurfum eru fleiri hennar líkar á lykil- stöðum. Við gætum algerlega losnað við talstöðvarnar milli manna. Ef ég kafa með árásarsveitinni, þá get ég komið skilaboðum til R. sem siðan getur komið' þeim áleiðis, ef svo ber undir.” Whitton úr flugsveitunum segir:„Ef þeir eru svona djöfulli snjallir, geta þeir þá ekki greint hugsanaflutning? Ef það er þá það, sem þú átt við." „Það er allt að því ógerlegt. Nema þú vitir að hann eigi sér stað. Og hverjir eiga í hlut.” „Fyrirgefðu. En mér datt í hug að nefna það. Þetta er auðvitað ekki í mínum verkahring.” Hann er svolítið skömmustulegur. en Talbot segir strax: „Við viljum fá skoðanir allra. Þetta verður andskoti flókin aðgerð.” Hann hefur að minnsta kosti á réttu aðstanda þar. „Það er eitt enn,” bætir Talbot við. „ltalska fyrirtækið, sem setti upp plast- kúluna eða hvelfinguna eða hvað sem það er, þetta djöfuls fyrirbæri í Vail. Verslunarráð gaf út leyfi fyrir verkinu og bókhaldsdeild þess lét okkur i té nafnið á fyrirtækinu. Það er SMA Milano. Interpol hafði samband við þá gegnum itölsku lögregluna og aðal- hönnuður þeirra kemur fljúgandi hingað um það bil klukkustund eftir hádegið. Við báðum verslunarráðið um afrit af teikningunum, en SMA-ma’ðurinn kemur með eigin afrit og allar upplýsingar. Það kemur alltaf að góðu gagni að vita, að hverju er stefnt.” „Einmitt.” Dave reisir sig á fætur og riðar fram og aftur af eimómri þreytu. „Ef þú vildir afsaka mig, herra, þá er víst kominn tími til að ég komi mér i bún- ing.” Nú er fylgst stanslaust.en laumulega. 42 Vikan 28. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.