Vikan


Vikan - 10.07.1980, Side 45

Vikan - 10.07.1980, Side 45
til hann sér skinið frá lampa Bernies framundan. Þetta vatn er dýpra en hitt. Þeir rétta sig af á um það bil sex metra 'dýpi. en enn sjást engin merki um botninn. Engar vatnaplöntur vaxa á því svæði, sem lamparnir þeirra lýsa upp. Það er aðeins myrkur handan skinsins frá þeim, og stöku sinnum bregður fyrir silfurgráum fiskum, sem virðast vera ennþá stórvaxnari en þeir i neðra vatninu og koma aldrei í augsýn. Þeir nota lampa, sem aðeins hafa fimm til tiu vatta birtu, svo að hættan á að skinið frá þeim sjáist á vatnsbakk- anum verði enn minni. Auk þess er Hassall með fimmtíu vatta lukt meðferðis, en honum var sagt að beita henni ekki nema að fyrirmælum Dave Farmers eða ef óumdeilanlegt hættu- ástand skapaðist. Nú fara skilaboð um hópinn: Slökkva á Ijósum. Það er bara Hassall, fremsti kafarinn. sem lætur loga á sinu Ijósi. Hinir nota skimuna frá því til að fara eftir. Hægt og örugglega synda þeir í gegnum kalt myrkrið og nálgast óðfluga hið illa. sem á að búa í vatninu. Hassall gefur merki: Ég ætla upp aö litast um. Verið kyrrir þar sem þið eruð. Hann losar líflínuna sína, réttir númer tvö endann, og sá kveikir á sínum lampa um leið og Hassall slekkur. Siðan hverfur hann upp á við með nokkrum sterklegum spörkum. Þeir sex, sem eftir eru, halda þétt hópinn. 1 djúpu vatni, þar sem engin auðkenni er að miða við. er erfijt að halda sér á sama stað. An þess að maður geti greint gæti mann rekið eða snúist eða risið ofar eða sokkið neðar án þess að heilinn yrði þess var. Dave fylgist með áttavitanum sínum og dýptar- mælinum. En aðallega fylgist hann með Bernie, reynda manninum. Skyndilega bendir Pyle. Yst í Ijósgeisl- ann er kominn risavaxinn fiskur úr dimmu djúpinu fyrir neðan þá. Hann er hreyfingarlaus og fylgist með þeim. Gedda? Hann er með svipaðan kjaft og hvassar tennur og sama kraftalega skrokkinn. En hann er mörgum sinnum stærri en flikkið sem þeir sáu innan um vatnagróðurinn i þriðja vatninu. Sundmannahópurinn snýr sér að fiskinum. Hann ræðst ekki á þá. Hann flýtur þama bara, yst í ljósgeislanum, og horfir á þá. Jafnvel þó ráð sé gert fyrir stækkunarsjónhverfingu vatnsins er þetta risavaxin skepna. Það er ekkert ttálægt til samanburðar. en Dave Farmer virðist fiskurinn vera bæði meiri vexti og kraftalegri en mennimir, sem eru að ráðast inn á yfirráðasvæði hans. Hann lítur upp. þangað sem yfirborð vatnsins á að vera fyrir, en sér ekkert í myrkrinu. Þeir gætu verið á milu dýpi eða nokkurra faðma. Dýptarmælirinn sýnir enn sex metra. Hassall er hvergi að sjá. Hann snýr sér hægt og reynir að rýna í myrkrið umhverfis hópinn. Að baki þeirra mótar fyrir öðrum risavöxnum fiski og þegar hann snýr sér áfram sér hann fleiri og fleiri. Davei Rödd R kemur i huga hans, hvöss af kvíða. Ég finn það. Það er eitthvað að. Hvað? Bara fiskarnir. svarar hann henni. Þeir eru nokkrir ansi stórir. Hversu stórir? Það er erfitt að segja til um það. . . Einn þeirra færir sig um set, fer til hliðar við þann fyrsta. Hlið við hlið eru þeir óumræðilega ógnvekjandi. Grimmdarlegir kjaftar þeirra virðast geta slitið af handlegg eða fót með einu glefsi. Hann bendir aftur fyrir sig og til hliðar og hinir færa sig í hnapp. Dave lyftir skutulbyssu sinni og gætir að, hvort hún er búin til skots. Bernie aðgætir sína. en gefur merki um að skjóta ekki. Ekkienn. . . . Framhald í næsta blaði. 28. tbl. Vikan 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.