Vikan - 10.07.1980, Side 46
Fjölskyldumál — Guöfinna Eydal
IMýfædd börn skynja ekki sjálf sig sem
sjálfstæðar verur, aðgreindar frá
umhverfinu, en sem hluta af umhverfinu.
Ungböm hafa því enga mynd af sér
sem þessum eða hinum með þessa eða
hina eiginleikana. Þegar ungböm
bregðast t.d. við sulti með gráti, fá mat
og verða síðan mett, gera þau engan
greinarmun á því að þau hafi fyrst haft
þörf fyrir mat og síðan fengið þörfinni
fullnægt. Fyrir ungbarn er matur,
saðning og móðir eitt og hið sama.
Börn iæra smám saman að aðgreina
sig frá umheiminum og þau öðlast smám
saman þaðsem sálfræðin kallar „ég”.
Að öðlast þannig tilfinningu fyrir
„sér” þýðir i rauninni að maðurinn
hefur innri mynd af sjálfum sér sem
ákveðinni persónu með tiltölulega
ákveðna óumbreytanlega eiginleika.
Lítil börn hafa enga slíka innri mynd af
sjálfum sér. Hún verður til smám
saman. En sú þróun er löng og getur
reynst erfið. Það er i rauninni ekki fyrr
en á fullorðinsárum, um það bil sem
gelgjuskeiðinu lýkur, að maðurinn hefur
öðlast örugga og stöðuga innri mynd af
sjálfum sér.
Jákvætt og neikvætt „ég"
Það eru til fleiri kenningar um
hvernig maðurinn öðlast „ég-tilfinn-
ingu”. Þrátt fyrir að útskýringar á þess-
ari þróun geti verið mismunandi eru
flestir hins vegar sammála um að bamið
fær innri mynd sína vegna samskipta
sinna við aðra. Flestir hallast einnig að
því að það sé ekki fyrirfram ákveðið
hvernig persóna barnið verður né að
hægt sé að móta barn algjörlega eftir
óskum foreldra. Það er því um að ræða
víxlverkan við umhverfíð og er bamið
alveg frá upphafi virkt í þeim samskipt-
um og leitar eftir tengslum við annað
fólk. Ef samskipti barns við umhverfið
gerast á jákvæðan hátt í jákvæðu
andrúmslofti, þahnig að barnið öðlast
öryggiskennd, að það finni ástúð og
hlýju, er mikill möguleiki á þvi að barn
fái sterka, góða, jákvæða sjálfsmynd.
Það er gott veganesti út í lífið að hafa
sterka „ég-tilfinningu”. Það hjálpar
manninum m.a. að umgangast annað
fólk, taka tillit til annarra, standast
ósigra án þess að gefast allt of fljótt upp
og varnar því að einstaklingurinn skynji
sig minnimáttar. Forsenda þess að
manninum jeti þótt vænt um aðra og
hann sé þess megnugur að gefa án þess
að þurfa alltaf að fá eitthvað á móti er
einnig að honum líki sæmilega vel við
sjálfan sig.
AÐ LÆRA AÐ
ÞEKKJA
SJÁLFAN SIG
Neikvæð, léleg innri mynd af sjálfum
sér er að sama skapi slæmt veganesti og
veldur einstaklingnum oft miklum
erfiðleikum, t.d. i skóla. Börn sem gefast
fljótt upp, taka illa við ósigrum, hafa
lítið úthald, eru neikvæð út i allt og alla,
hafa oft lélega innri mynd af sjálfum sér.
Eins og fyrr segir byggist þessi innri
mynd, þessi „ég-tilfinning”, upp smám
saman. Hér á eftir verða nefnd nokkur
dæmi um þessa þróun.
Ungbarnið
Eins og fyrr segir skynjar ungbarn sig
ekki sem aðgreinda veru frá umheim-
inum, en sem hluta af honum. Fyrstu
sex mánuðir I lífi barns eru mikilvægir
fyrir þróun sjálfsmyndar þar sem það er
á þessum tíma sem barnið fær grund-
vallarafstöðu gagnvart umheiminum og
sjálfu sér. Það lærir nú hvort óhætt sé að
treysta umheiminum: Ef umhverfi
barnsins er fullnægjandi á þessum tíma,
ekki síst í tilfinningalegu tilliti, öðlast
barnið þá afstöðu að umheimurinn sé
góður og þess virði að rannsaka hann
nánar. Ef umhverfiðer hins vegar slæmt
í byrjun fær barnið grundvallar-
vantraust á umheiminum og sjálfu sér
og getur það komið fram sem áhugaleysi
á umhverfinu. Uppalendur, sem sýna
barni hlýju og öryggi, stuðla þannig að
jákvæðri sjálfsmynd en uppalendur, sem
sýna tilfinningakulda og óöryggi, stuðla
að neikvæðri sjálfsmynd.
Barnið eins til tveggja ára
Viljinn:
Áður en barnið er orðið eins árs getur
það sýnt fram á að það hefur eigin vilja.
Böm geta t.d. snúið höfðinu í gagnstæða
átt þegar þau vilja ekki borða, barist
fyrir því að fá að borða sjálf, enda þótt
meiri matur fari í gólfið, á andlit og föt
en upp í það. Með því að leyfa barni
slíka hluti, eins og t.d. að reyna sig við
að borða sjálf, sýna foreldrar að þeir
virða sjálfstæðan vilja barnsins og það
hjálpar barninu til að byggja upp örugga
innri sjálfsmynd. Ef frumkvæði er
stöðugt tekið af barni og foreldrar eru
allt of varkárir, t.d. meira uppteknir af
því að barn megi ekki sulla sig út en fá
að borða sjálft, lærir barnið ekki hvað
það getur og getur ekki. Það er mikil-
vægt fyrir þróun „ég-tilfinningar” að
barn fái að sýna vilja sinn og takast á við
umhverfið.
46 ViKan 28. tbl.