Vikan


Vikan - 10.07.1980, Síða 50

Vikan - 10.07.1980, Síða 50
Undarleg atvik — Ævar R. Kvaran ER DAUÐINN ENDIR ALLRAR TILVERU MANNSINS? Tvennt er það sem oft fer saman. Það er einþykkni og rík hvöt til sjálf- stæðis. Þetta er eitt einkenni Íslendinga. Ef það er rétt þá er það í senn kostur okkar og galli. Annars vegar leiðir slíkt til þess að við viljum standa sem mest á eigin fótum og eruni reiðubúnir að fórna allmiklu til þess. Hins vegar leiðir þetta iðulega til sundurlyndis. Þetta kann þvi að skapa sterka einstaklinga en það getur einnig haft i för með sér hættuleg sjúkdómseinkenni þjóðar okkar. Því við erum ádeilugjarmr eins og forfeður okk- ar. Þó vil ég nefna hér efni sem jafnvel Is- lendingar geta ekki deilt um, en það er: að eitt sinn skal hver deyja. Þegar þess er gætt að þessi örlög bíða okkar allra þá er þaðfurðulegt hve sjald- an er á þetta minnst. Það er varla gert nema við jarðarfarir eða í lofgreinum um látna. Hafa menn þá engan áhuga á þessum óhjákvæmilegu örlögum sínum? Vafa- laust. En það þykir víst ekki smekklegt að minnast of oft á það. Hvers vegna? Ætli hin ömurlega mynd sem visindin hafa brugðið upp af dauðanum eigi ekki einhvern þátt í því. Hvernig er þá þessi mynd? Hvað er læknum og hjúkrunarkonum kennt um dauðann? Þetta: Þegar hjartað hættir að halda blóðrásinni gangandi fær heilinn ekki lengur neina næringu og skemmist því mjög hratt. Það tekur ekki lengri tíma en stundarfjórðung eða svo. Og þegar hér er komið segja textar læknavísindanna að persónuleiki sjúkl- ings sé ekki lengur fyrir hendi. Hann hefur verið eyðilagður fyrir fullt og allt. Einstaklingurinn hættir að vera til. Öldum saman hafa læknaskólar kennt læknum og hjúkrunarkonum þessa óhugnanlegu og fagnaðarsnauðu kenn- ingu. Og hvaða fólk er þetta? Það er fólkið sem ætlast er til að hjálpi okkur á banabeði. Hjálpi okkur að átta okkur á dauðanum. Þess er tæplega að vænta að þeir sem þessu trúa telji þetta örvandi umtalsefni. En nú vaknar spurningin: Hefur þessi kenning verið svo vel staðfest að þar komist enginn efi að? Er þetta heilagur sannleikur sem við getum treyst hvernig sem á stendur? Eða varðar okkur kannski ekkert um þetta? Heimskunnur maður komst svo að orði um það: „Ekkert val í lífinu kemst undan áhrifum þess hverjum augum persónu- leikinn litur á’örlög sín og dauða. Þegar alls er gætt er það skilningur okkar á dauðanum sem ákveður svörin við öll- um þeim spurningum sem lífið leggur fyrir okkur. Af þessu leiðir nauðsyn þess að búa sig undir hann.” Og hver sagði þetta? Það var Dag Hammarskjöld, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna. Ég brá upp þeirri spurningu áðan, hvort læknisfræðin væri að segja sann- leikann þegar hún segir okkur að dauð- inn sé endir allrar tilveru mannsins. Þótl undarlegt kunni að þykja eru það einmitt þeir sem eru að deyja sem mynda sterkustu andmælin gegn þessari læknisfræðilegu kenningu. Hvers verðum við vör þegar við deyjum? Hvað sér hinn deyjandi við lokin? Er dauðinn i skilningi hins deyjandi manns hrein út- þurrkun eða nýtt upphaf? Það skal fúslega viðurkennt að flestir sjúklingar virðast líða inn i meðvitund arleysið án þess að verða varir við það. En svo eru bara aðrir sem eru bersýni- lega með fullri vitund allt til loka og segj- ast „sjá” inn í það sem fyrir handan er og geta skýrt frá þessari reynslu sinni áður en þeir gefa upp öndina. Þetta fólk sér i sýnum látna ættingja og vini. Það sér stundum trúarlegar per- sónur. Það sér ójarðneskt umhverfi sem einkennist af birtu, fegurð og mjög sterk- um litum. Og þessari reynslu fylgir al- gjör breyting á liðan viðkomandi manns. Þessum sýnum fylgir ró, friður, upp- hafning og trúarlegar tilfinningar. Sjúkl- ingurinn hlýtur fagran dauða, þvert á móti hinni venjulegu deyfð, drunga og ömurleika sem almennt er búist við þegar fólk deyr. Það er athyglisvert um þá sem ekki sjá neinar sýnir að þeir verða engu að siður varir við þessa stórkostlegu breytingu á liðan sinni, sem meðal annars lýsir sér í þvi að sársauki og þjáning hverfur. Slík yfirskilvitleg reynsla er vitanlega ekkert nýnæmi. Hér er um forna reynslu deyjandi fólks að ræða. En sökum hinna máttugu vísinda og ótta við að slíkt yrði talið annaðhvort til geðveiki eða ofsjóna hefur fólk vafalaust leynt þessu og reynt að láta ekki á því bera. En nú verður ekki lengur um þetta þagað, hvort sem það brýtur í bága við aldagamlar kenn- ingar visinda eða ekki. Læknar hafa orðið svo mikils visari i þessum efnum að þeir geta ekki lengur orða bundist. Enda er það ekki nema sjálfsagt, ef menn vilja þá ekki leyna sannleika.ium vísvitandi. Árið 1977 kom út bók i New York sem vakti mikla athygli og bar nafnið AT THE HOUR OF DEATH. Hún hefur nú góðu heilli komið út á íslensku i ágætri þýðingu Magnúsar Jónssonar með nafninu SÝNIR Á BANABEÐI. Höfundar þessarar bókar eru tveir og er mér sérstakt ánægjuefni að geta tekið það fram að annar þeirra er tslendingur Bókin er eftir þá dr. Karlis Osis, sem er meðal kunnustu sálarrannsóknamanna Bandaríkjanna og rannsakaði meðal annars hæfileika Hafsteins Björnssonar, og dr. Erlendur Haraldsson, lektor i dul- sálarfræði við Háskóla Islands, sem þegar hefur skrifað mjög athyglisverða bók um könnun á dulrænni reynslu ts- lendinga, trúarviðhorfum þeirra og þjóð- trú, sem ber nafnið ÞESSA HEIMS OG ANNARS. Þetta eru bækur sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara sem áhuga hefur á sálrænum hæfileikum mannsins. Það er nú orðið nokkuð siðan dr. Karlis Osis tók að fá vaxandi áhuga á þvi sem fólk sér og segir á þanabeði. Árið 1966 kom út bók eftir hann í Bandarikjunum um rannsóknir hans á þessum efnum og vakti hún mikla at- hygli. En fyrsta þess háttar könnun dr. Osis var þó gerð 1959—60 samkvæmt ósk Parapsychology Foundation. En árið 1972 fékk hann styrk til sams konar rannsókna i gjörólíku menningarþjóðfé- lagi, Indlandi, og til samstarfs i þessum vandasömu rannsóknum kaus hann ís- lendinginn dr. Erlend Haraldsson. Þessi indverska rannsókn var gerð til þess að ganga úr skugga um hvort niður- stöðurnar af rannsókninni í Bandaríkj- unum væru dæmigerðar fyrir banda- rísku þjóðina. En niðurstöður indversku könnunarinnar reyndust þær sömu þrátt fyrir gjörólíka menningu, trúarbrögð og lífsviðhorf þessara óliku þjóða. Ekki get ég látið hjá líða að geta um útkomu annarrar merkilegrar bókar, sem snertir þessi efni, en það er bókin LÍFIÐEFTIR LlFIÐeftir Raymond A. Moody jr., sem út kom hjá Vikurútgáf- unni í islenskri þýðingu hins ágæta þýð- anda Ólafs H. Einarssonar 1977. Þótt sannarlega sé margt merkilegt í bók Moodys verður þó bók þeirra dokt- oranna Osis og Erlends, SÝNIR Á BANABEÐI, að teljast í flokki fyrstu visindalegra rannsókna á þeim fyrirbær- um sem svo margir hafa lýst á dauða- stund sinni. En þessir siðarnefndu höf- undar áttu tal við 1000 lækna og hjúkr- unarkonur á Indlandi sem frá slíku höfðu aðsegja. Þessar rannsóknir hafa nú vakið slika eftirtekt að vísindin hafa orðið að skapa nýtt orð um þessi visindalegu fræði Thanatologv eða dauðafræði. Virtasti og kunnasti sérfræðingur á þessu sviði í Bandaríkjunum er dr. med. Elizabeth Kubler-Ross í Flossmoor í Illi- nois. En hún skrifaði formála að báðum þeim bókum sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni. I formála bókarinnar LÍFIÐ EFTIR LÍFIÐ segir hún meðal annars: „Ég tel að við séum komin að kross- götum i andlegum málum mannlegs lifs. Við verðum að taka i okkur kjark til þess að opna ýmsar lengi luktar leiðir og ját- ast um leið undir þann sannleik að vél- ræn, vísindaleg tækni okkar tíma er þess ekki umkomin að takast á við fjölmargar ráðgátur og fyrirbæri mannlegs lifs.” Sýnir við dánarbeði eru vitanlega ekki fremur en önnur sálræn fyrirbæri neitt nýnæmi. Þetta hefur hvort tveggja fylgt mannkyninu frá upphafi, enda er þeirra getið í ævisögum og bókmenntum allra alda. En þrátt fyrir þetta hefur staðið á vísindalegum rannsóknum. Fyrir meira.en hálfri öld lýstu tveir brautryðjendur sálarrannsókna, þeir Frederick Myers, nafnkunnur breskur fræðimaður í klassiskum bókmenntum, og heimspekingurinn James H. Hyslop við Columbia-háskólann í Bandaríkjun- um, slíkum fyrirbærum. En gallinn var sá að þeir gerðu aldrei visindalegar kannanir á þeim og voru þau þess vegna ókunn meðal visindamanna almennt þangað til undarlegir hlutir tóku að ger- ast á heimili sir Williams Barretts, eðlisfræðiprófessors við Royal College of Science í Dyflinni. Eiginkona sir Williams var læknir og sérfræðingur í uppskurðum í sambandi við fæðingar. Nóttina þann 12. janúar 1934 kom hún þjótandi heim til sin af sjúkrahúsinu í mikilli spennu til þess að segja manni sínum frá tilfelli sem snart starf hennar. Lafði Barrett hafði verið kvödd til þess að taka á móti barni Dor- isar nokkurrar og þó barnið fæddist full- friskt var Doris að dauða komin. Lafði Barrett lýsti atvikum með þessum hætti: „Allt í einu leit hún áköf í átt til viss hluta herbergisins og geislandi bros færðist yfir ásjónu hennar. „Yndislegt,” sagði hún, „yndislegt!” Ég spurði hana: „Hvað er yndislegt?” „Það sem ég sé,” svaraði hún lágri ákafri rödd. „Hvað sérðu?" „Yndislega birtu — dásamlegar verur.” Það er erfitt að lýsa þeirri sterku tilfinningu raunveruleika sem kom fram við það hve gagntekin hún var af sýn 50 Vikan 28. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.