Vikan


Vikan - 25.09.1980, Blaðsíða 31

Vikan - 25.09.1980, Blaðsíða 31
ROBERT NE8TA MARLEY „Reggí er lífið, lffstilfinning okkar, veruleiki okkar, það er ekki bara tónlistarstefna,” sagði Bob Marley, sem einu sinni var hérumbil komin til lslands, i skyndiviðtali við erlent blað. „Ég reyni að upplifa það sem ég syng um.” Vonandi á það þó ekki við um öll hans lög, a.m.k. ekki lagið „I shot the sherifr, sem er eitt af fyrstu lögunum. sem gerðu hann frægan. Þvi ef hann hefði byggt það lag á reynslu sinni, gengi hann varla laus. Það er víst tekið hart á lögreglustjóramorðum í henni Ameríku. Eiginlega var það Eric Clapton, sem gerði það lag Bob Marley vinsælt, en Bob hefur sungið flest sinna laga sjálfur og skapað sér nafn sem konungur reggítónlistar- innar. Reggítónlistin er upprunnin á Jamaíka, og fiaðan er Bob Marley að sjálfsögu líka. Hún er sérkennileg einkum fyrir sinn sérkennilega og óvenjulega takt, sem er naestum tilbreytingalaus. Innlifun söngvaranna er þó snöggtum meiri en i annarri taktfastri dægurmúsik, diskóinu, sem stundum hefur verið kölluð geld eða eitthvað i líkingu við það. Bob Marley verður víst seint sakaður um skort á innlifun, og ef svo vildi nú til, að hann hefði upplifað lögreglustjóramorðið, þá er þó alltaf bót I máli að hann bætir við„but I didn’t shoot the deputee”, en ég skaut ekki fulltrúann. Bronsklæðnaður með léttum undirfötum frá Mugler. Ber er hver á brjösti nema sér brynju eigi Konur skuiu brynja sig fyrir næturlífið ef farið er að ráðum franska tískufrömuðarins Thierry Mugler og japansks kollega hans, Issey Miyake. Kvenfólkið á að spenna framan á sig, yfir næfurþunn klæði, skildi úr bronsi eða plasti. Mugler sýndi í París líkams- grímu sem nær frá brjóstum yfir naflann og að lífbeininu. Miyake fékk japönsku fyrir- sætuna Naomi til að bera plast- skjöld. Brynjan kostar aðeins 360.000 íslenskar krónur í París en 540.000 í Tokyo. Góð kaup fyrir svo nytsamlega hluti, það er að segja léttan, þægilega, aðlaðandi og virkilega smart tískuklæðnað. Fúavarín plastbrynja Miyake I Japan. 39. tbl. Vikan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.