Vikan


Vikan - 25.09.1980, Blaðsíða 43

Vikan - 25.09.1980, Blaðsíða 43
og kaldur eins og yfirmenn minir og bældi niður allan samúðarvott. Það var orðið tiltölulega auðvelt fyrir mig að hirða ekki um mannleika þeirra sem við vorum að hreinsa heiminn af. Það er hægt að gera kraftaverk með vilja- styrknum. „Það er ekki það sem ég átti við." sagði ég. „Þetta er ófullkomin og allt of kostnaðarsöm aðferð." Frásögn Rúdís 1 Teresienstadt var Karl nú kominn í þann hring listamanna sem vann leyni- lega að því að skilja eftir sig sannar skýrslur frá búðunum, sjálfum sér og fjölskyldum sínum til mikillar áhættu. Hann, Felsher, Frey og hinir lista- mennirnir lögðu fram allan sinn eldmóð og listræna hæfileika. Hann heyrði ekkert frá Ingu lengur og lét sem sér stæði á sama. Hr. Lowy, Josef Weiss, frú Lowy og Bertu Weiss, er skipafi um borð i lest i Varsjá, sem flytur þau, eins og aflra gyfiinga í „fjölskyldu- búfiir”. Maria Kalova, ein listamannanna. minntist þess að hann leit reiðilega á annan „eftirlitsflokk" sem fór um búðirnar og samsinnti þvi að gyðing- arnir hefðu enga ástæðu til að kvarta. „Aftur Rauða kross flokkur,” sagði María. Karl hló beisklega. „Þeir eru búnir að blekkja heiminn. Eða þá að heiminum stendur á sama. Þaðsem mér þykir verst er að það virðist enginn spyrja með hvaða rétti þeir setja okkur i fangelsi. Það virðist vera gengið út frá því að það sé í lagi að setja gyðinga í fangelsi og fara með þá eins og hunda svo fremi þeir séu ekki drepnir.” Frey gekk að glugga teiknistofunnar. „Ég er ekki viss um að það sé ekki verið að drepa okkur. Og ég á ekki við dauð- dagana hér, sem stafa af hungri og sjúk- dómum og refsingum.” „Hvað áttu við?” spurði Karl. „Skipulögð morð. Á stórum hópum fólks. Einn tékkneski lögreglumaðurinn sagði mér frá lestum sem sendar eru til Póllands. . . sögur af nýjum búðum." Þeir fóru aftur að vinnuborðunum. Karl var að vinna að stóru veggspjaldi. Hamingjusöm andlit. Fólk að störfum. Þar stóð: Vertu vinnusamur. hlýðinn og þakklátur. Skyndilega þeytti hann frá sér penslinum og greip höndum um höfuðsér. María reyndi að hugga hann. „Ég skil þig. Okkur líður öllum svona stundum." „Hvers vegna náðu þeir svona völd- um? Sagði aldrei neinn nei við þá?" Hann leit upp. „Hef ég einhvern tíma sagt þér af litla bróður mínum, Rúdí?" „Nei. Bara frá foreldrum þinum og litlu systur þinni." Hún hikaði. „Og Ingu." „Hann Rúdí. Hann strauk. Kjarkaðri en nokkurt okkar hinna eða kannski er hann svolítið klikkaður. Nú er hann dauður eða hefur kannski drepið ein- hverja þeirra. Hann er fjórum árum yngri en ég en hann varði mig yfirleitt þegar kom til slagsmála. Ég hugsa mikið um hann. „Þú virðist hafa átt stórkostlega fjöl- skyldu. Ég vildi aðég þekkti þau.” „Ég hitti þau aldrei aftur. Og lnga. andskotinn hirði hana. Ég vil aldrei sjá hana framar." Hún snerti hönd hans. Hún var kona á fimmtugsaldri, enn aðlaðandi og hjartahlý. Maðurinn hennar hafði verið frammámaður í samfélagi gyðinga í Bratislava. Á fyrsta degi þýska hernáms- ins var farið út með hann og hann skot- inn. (Nú býr hún í Ramat Gan, skammt frá Tel Aviv, og er framkvæmdastjóri listaskóla. Okkur er vel til vina). „Karl, þú mátt ekki dæma hana bara fyrir það að hún er kristin og Þjóðverji.” „Það er ekki ástæðan. Hún færði mér bréf meðan ég var í Buchenwald, tók við bréfum frá mér. Þar var SS-maður, lið- þjálfi, sem hún þekkti fyrir stríð. Fjöl- skylduvinur. Hann var pósturinn okk- ar.” „Það er enginn glæpur." „Hann setti upp verð fyrir þjónust- una. Hún þóknaðist honum." „Hún gerði það fyrir þig, Karl. Til að heyra frá þér og geta skrifað þér. Eftir því sem þú segir mér var það eina ástæðan hennar." Karl andvarpaði og hallaði sér aftur- ábak. „Það sem kvelur mig mest, Maria. er að hún var ailtaf sterkari en ég. Ég vildi að hún væri sterkari. Og svo .. . að gefast svona upp fyrir helvitinu honum Muller...” „Þú ert ekki jafnveikgeðja og þú heldur,” sagði María Kalova. „Þú ert frábær listamaður.” „Klessumálari. Viðvaningur. Ég olli foreldrum mínum vonbrigðum, ekki sist pabba. Við Rúdi báðir. Viðgátum aldrei gert eins vel og þau vildu." „Ég er þess fullviss að þau elskuðu þig mikið. Alveg eins og Inga elskar þig enn.” „Hún hefði átt að segja nei við Muller." „Þú mátt ekki hata hana fyrir það. Þegar þú hittir hana aftur, og ég veit að þið eigið það eftir, þá verðurðu að segja henni að þú fyrirgefir henni." Karl lét ekki huggast. „Þú heyrðir það sem Frey sagði. Við deyjum öll. Það verða engir endurfundir." „Þú verður að vera vonbetri.” Karl lyfti veggspjaldinu sem hann vann að. Undir því var kolateikning, ein af leynilegu myndunum sem lista- mennirnir gerðu, frásögn í myndum um hinar hrikalegu aðstæður i búðunum, um dýrslega grimmd Þjóðverjanna. Myndin hét „Gettóandlit” og var af hópi langsoltinna og tekinna barna sem réttu fram matardiskana sina og báðu um meiri mat. Þetta er grípandi og ógn- vekjandi mynd. Ég sá hana í Teresien- stadt þegar ég kom þangað eftir stríðið. „Gættu þin, Weiss,” sagði Frey. „Látum þá bara taka mig." „Það verður ekki þú einn,” sagði hann. „Það eru mörg okkar blönduð i málið. Þegar þú slóst i hópinn gekkstu undir það að fela myndirnar og vinna bara á nóttinni." Hann starði á andlitin sem hann hafði teiknað. Maria sver að hún hafi heyrt hann spyrja út i bláinn: „Rúdi . . . hvar ertu. bróðir minn?" I júlí 1942 vorum við komin með nægar byssur til að geta farið að herja á óvininn. Eða öllu heldur óvinina. Mestur hluti Úkraínu var undir eftirliti innfæddra hersveita. Þær voru í sömu einkennisbúningum og SS, en höfðu sér- stakt merki, og þær tóku af lífi og sál þátt i morðum og pyntingum á gyðing- um og reyndar á öllum sem nasistar töldu ógna yfirráðum sínum í Sovétríkj- unum. Eina mollulega nótt húkti ég i kjarri utan við veginn að næsta bæ ásamt Yúrí, Sasha frænda og fjórum öðrum úr okkar hópi. Við höfðuni svert andlit okkar. Við vorum allir vopnaðir gamal- dags rifflum. „Hræddur?” spurði Sasha frændi. „Já,” sagði ég. „Hef aldrei verið hræddari.” „Ekki láta þá ná þér'. Mundu hvað ég sagði.” „Þeir pynta mig og þvinga mig til að koma upp um ykkur.” „Einmitt. Dreptu þig ef þú þarft." Ég vildi ekki nást; ég vildi ekki drepa mig; og þó ég hefði stært mig af því við Helenu að ég vildi ná mér niðri á þeim 39- tbl. Vikan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.