Vikan


Vikan - 25.09.1980, Blaðsíða 17

Vikan - 25.09.1980, Blaðsíða 17
Við Borghese-garða: Al Fogher Erlent Og hér ar inngangurinn i Al Fogher. (Ljósm. KH) borð af margvíslegu, fersku grænmeti, forréttum og ferskum ávöxtum. Gólfið var fllsalagt. Tréstólarnir voru með tága- setum, en konum var boðin sessa að sitja á. Logandi kerti voru á öllum borðum, tandurhvítir dúkar og handþurrkur, sem minntu á tóbaksklúta. Veggir voru ýmist úr Ijósrauðum múrsteini eða málaðir hvítir. Á þeim voru beislismél, vog og margvísleg koparáhöld, pottar, pönnur og ausur. Veitingahúsinu er skipt i þrjú herbergi og tekur það samtals um 90 manns i sæti. Við sátum þarna langa kvöldstund og nutum góðrar umönnunar. Sykurhúðaðir ávextir Við völdum okkur Cabernet 1979 rauðvín frá Bertilo i Friuli. Það kostaði 3.500 lírur og var gott dæmi um þann árangur, sem ltalir hafa á síðustu árum náð í að flytja inn franskan vínvið og framleiða vín að frönskum hætti. En þetta var í eina sinnið á ttalíu, að við drukkum vin, sem ekki var úr berjum af itölskum ættum. Ein sérgreina A1 Fogher er „Asparagi di giardino” eða ferskur spergill, beint úr garðinum. Sá forréttur kostaði 3.500 lírur og reyndist okkur Ijómandi góður. Hann var borinn fram í sítrónubland- aðri olíu. Hinn forrétturinn var einnig ein af sérgreinum hússins. Það var „Prosciutto Affumicato di Sauris" eða reykt skinka frá Sauris, mild og góð, borin fram á tré- bretti með hörðu, soðnu brauði. 3.500 lírur. Aðalrétturinn „Agnello al Fogher” var mikið soðið en bragðgott lambakjöt. borið fram á salatblaði og í fylgd með kartöflustöppu og grilluðu brauði. Hinn aðalrétturinn var ekki merkilegur og minnti helst á gúllas, en hét hinu virðulega nafni „Prosciutto alla Grappa di Ginepro". Fyrri rétturinn kostaði 8.000 lirur og hinn siðari 7.000 lírur. Með þessu fengum við ágætt blaðsalat með gulrótum og tómötum í olíu og ediki á 3.000 lírur. Þá kom röðin að einu mesta stolti A1 Fogher, hinum mikla vagni eftirrétta. Þar tróndu hæst langir trépinnar með sykurhúðuðum, ferskum ávöxtum, það er að segja banana-bitum, kirsuberjum, jarðarberjum og hnetum. Þetta var gott. Minna varið þótti mér í búðingana og Hnallþóruterturnar, hlaðnar rjóma og jukki og jóðlandi í koniaki og líkjör. Valið af þessum eftirréttavagni heitir „Dolci della Casa alcarello” og kostar 2.000 lírur á mann. Gönguferö um garðana Eftir 11.000 króna veislumáltíð á mann I A1 Fogher er ágætt að rölta gegnum Borghese garða, annaðhvort út að ferðamannalífinu á Via Veneto eða að útsýningu á Pincio. Jónas Kristjánsson (A1 Fogher, Via Tevere 13, sími 85 70 32, lokað á sunnudögum). Inæstu Viku: Severino # I Líf, verustaður og dauði Reza Palavi, fyrrum lranskeisara, hefur verið mjög í fréttum undanfarið eitt og hálft ár, og reyndar hefur maður- inn sjálfur verið beint eða óbeint valdur að ýmsum þeim atburðum sem fréttnæmastir hafa talist. Og nú er hann fallinn frá og ýmsir hefðu vist óskað þess að dauði hans yrði til þess að fleira gerðist en raun varð á. A. m. k. ættingjar Bandaríkjamann- anna sem hafa verið í gíslingu blóm- ann af siðasta ári. Ferill Iranskeisara var mjög litskrúðugur og hefur verið marg- rakinn og varla ástæða til að tína það til hér. Mörgum þótti þó faðir hans litskrúðugri maður, ævintýra- persóna sem um lék nokkur dýrðar- Ijómi. Sonur hans tók við völdum af honum en missti þau um hrið aftur, á 6. áratugnum, er Mosadegh varvið völd. Lífshlaup fyrrum Iranskeisara hefur oft verið í fréttum, kvennamál hans vinsæl i slúðurdálkum og nú síðast hefur hann verið mjög í sviðs- Ijósinu, svo mjög að mörgum hefur þótt nóg um að maðurinn skuli ekki hafa fengið að deyja í friði, sem ætti þó að vera réttur hvers einasta manns. Og nú, þegar Reza Palavi er genginn til feðra sinna, eru ótal myndir úr fortiðinni dregnar fram og ein þeirra er einmitt þessi: af honum á knjám föður síns, fjögurra ára gamall og hjá standa systurnar Shams og Ashraf. Hver svo sem dómur sögunnar verður um keisarann í Iran sem hrakinn var frá völdum og hvort sá dómur verður sanngjarn eða ekki — e.t.v. verður hann of harður, ef rikjandi skoðun á keisaradæminu I veldi ajatollans verður ofan á, e.t.v. of mildur, ef illvirki Savakleyniþjón- ustu keisarans falla I skuggann af enn harðari stjórn erkiklerkaveldis- ins — þá er víst að fréttaljós keisar- ans er ekki slokknað og hætt er við að fjölskylda hans verði lögð í einelti af áhugasömum blaðamönnum uppfyllingadálka blaðanna. „Það er jú þetta sem fólkið vill lesa um," er viðkvæðið og það er vist margt til i þvi. En þvi verður ekki á móti mælt að margt fólk hefur verið þaulsætið í slúðurdálkum af minna tilefni en keisarafjölskyldan, sem eitt sinn sat í Iran, og litlu virðist varða þó hún sé nú farin frá völdum og Reza Palavi kominn á slóðir föður sins. 39. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.