Vikan


Vikan - 25.09.1980, Blaðsíða 50

Vikan - 25.09.1980, Blaðsíða 50
Undarlég atvik — Ævar R. Kvaran Oft segir fólk: „Mér þætti gaman að gera eitthvað gott í heiminum, en þar sem ég hef um svo margt að hugsa, bæði heima og í vinnunni, hef ég aldrei tíma aflögu til neins. Ég er á kafi í hinum ómerkilegu smámálum og hef ekkert tækifæri til þess að gefa lífi mínu gildi.” Þetta er mjög algeng og hættuleg villa. Með því að rétta öðrum hjálpar- hönd blasa við hverjum manni ævintýri fyrir sálina — öruggasta lind sálar- friðar. Maður þarf ekki að vanrækja skyldur eða gera sérlega markverða hluti til þess að öðlast slíka hamingju. Þetta verkefni andans kallaði dr. Albert Schweitzer: „Hitt starfið þitt.” Þar taldi hann ekki um neitt endurgjald að ræða nema þau forréttindi að gera það, en maður mun finna gnótt göfugra tæki- færa og styrk sem á sér djúpar rætur. Hér er hægt að fá útrás fyrir alla auka- getu manns því það sem heiminn skortir mest í dag er fólk sem lætur sér annt um aðra. Þessu óeigingjarna starfi fylgir blessun bæði fyrir þann sem leggur það fram og hinn sem hjálpað er. Án slikra andans ævintýra gengur nútímamaðurinn í myrkri. Undir fargi hraðans I nútimaþjóðfélagi eigum við á hættu að glata einstaklingseðlinu. Sköpunar- og túlkunarþrá okkar er kæfð, þannig er staðið í vegi fyrir sannri siðmenningu. En hvernig má þá bæta úr þessu? Enginn maður er svo önnum kafinn að hann geti ekki beitt persónulegri orku sinni til góðs fyrir náunga sinn. Það þarf ekki að skyggnast vítt um eftir tækifærum. i Dag einn var Albert Schweitzer að ferðast yfir Þýskaland I þriðja flokks járnbrautarvagni. Við hlið hans sat æskumaður. Andspænis honum sat öldungur sem bersýnilega hafði miklar áhyggjur. Þá minntist pilturinn á að það myndi komið myrkur áður en þeir næðu til næstu borgar. „Ekki veit ég hvað ég á að taka til bragðs þegar ég kem þangað,” sagði gamli maðurinn kvíðinn. „Sonur minn liggur á spitala mjög veikur. Ég fékk skeyti um að koma þegar í stað. En ég er ofan úr sveit og er hræddur um að ég villist í borginni.” Þessu svaraði ungi maðurinn: „Ég er þaulkunnugur í borginni. Ég skal stíga af um leið og þér og koma yður til sonar yðar. Svo næ ég einhverri lest síðar.” Þegar þeir gengu út úr klefanum voru þeir eins og bræður. Hver getur metið áhrifin af þess háttar góðverki? Og Albert Schweitzer heldur áfram: Á heimsstyrjaldarárunum fyrri gaf sig fram til herþjónustu leigubílstjóri einn i HITT STARFIÐ ÞITT Lundúnum, en var úrskurðaður of gamall til herþjónustunnar. Hann gekk frá einni skrifstofunni til annarrar og bauðst til að leggja fram þjónustu sína í frítíma sínum en alls staðar var hjálp hans afþökkuð. Að lokum réð hann sig sjálfur. Hermenn úr herbúðum borgarinnar fengu borgarleyfi áður en þeir voru sendir til vigvallanna. Gamli bilstjórinn tók þá upp á því að mæta klukkan átta á kvöldin á járnbrautarstöðinni og skima eftir hermönnum sem voru ókunnugir staðháttum. Og fjórum til fimm sinnum á hverju kvöldi var hann sjálfboða- leiðsögumaður um strætaöngþveiti Lundúna. Fyrir feimni sakir hikum við við að ávarpa ókunnan mann. Ótti þess að vera vísað á bug á mikilvægan þátt i þeim kulda sem ríkir i viðskiptum manna í heiminum. Oft þegar við virðumst láta okkur standa á sama erum við bara feimin. Ævintýrahugurinn verður að brjóta niður þessa múrveggi og ákveða fyrirfram að láta sig frávísun engu skipta. Það er einkum i borgum sem þörfin er rík til þess að opna dyr hjartans. Kærleikurinn er alltaf einmana í fjölmenni. Þar biða stórkoslleg tækifæri karla og kvenna sem eru reiðubúin að vera blátt áfram mannleg. Byrjaðu hvar sem er — á skrif- stofunni, I verksmiðjunni eða strætis- vagninum. Bros milli manna í strætis- vagni kunna að hafa dregið úr sjálfs- morðsákvörðun. Vingjarnlegt tillit er iðulega eins og sólargeisli sem brýst í gegnum myrkrið sem okkur kann að vera algjörlega ókunnugt um að ríki í sál viðkomandi persónu. Þegar ég horfi um öxl til æsku minnar verður mér Ijóst hve mikilvægt var mér hjálpin, skilningurinn og hugrekkið, góðleikurinn og viskan, sem margt fólk veitti mér. Þessar manneskjur komu inn I líf mitt og urðu að afli innra með mér. En þær vissu það aldrei. Ekki var mér heldur Ijóst hve hjálp þeirra var mikil- væg þegar hún var látin i té. Við skuldum öll svo mikið, og okkur væri hollt að spyrja sjálf okkur hvað aðrir skulda okkur. Fullkomið svar við því verður okkur alltaf hulið þótt okkur sé leyft að sjá eitthvert smábrot af því til þess að við missum ekki móðinn. En maður getur verið viss um það, hvað sem öðru líður, að áhrif manns á þá sem umgangast mann eru — eða geta verið — mjög mikilvæg. Þú kannt að hafa þegið ýmislegt umfram aðra — hreysti, gáfur, hæfileika eða velfarnað, en þú mátt ekki tileinka þér þetta allt saman sjálfur, eins og sjálfsagðan hlut. 1 þakklætisskyni áttu i staðinn að láta einhvers konar fórn af hendi. Við verðum að gefa og helst af öllu af okkur sjálfum. Að rétta einhverjum sem á þarf að halda 100 krónur er engin fórn ef maður hefur vel ráð á þvi. Við verðum að gefa það sem kostar okkur eitthvað, þótt ekki sé annað en timi frá okkar eigin skemmtunum. Og enn heldur Schweitzer áfram: Ég heyri fólk segja: „Ó, ef ég bara væri ríkur, þá skyldi ég láta hendur standa fram úr ermum til þess að hjálpa fólki!” En við getum öll verið rík af kœrleik og gjafmildi. Og ef við gætum þess vel hvernig við högum gjöfum okkar þá munum við auk þess komast að raun um hvað þá vanhagar um sem mest þarfnast hjálpar okkar, þá leggjum við líka fram áhuga okkar og umhyggju, sem er meira virði en allir peningar i heiminum. Og samkvæmt einhverju alheims- lögmáli er það svo að gefi maður af kærleik þá öðlast maður kærleik og hamingju til þess að halda áfram! Skipulögð góðgerðarstarfsemi er vitanlega nauðsyn en eyðurnar þarf að fylla með persónuiegri þjónustu. Við getum ekki afsalað góðgerðarfélögum eða stjórnvöldum samvisku okkar. „Á ég að gæta bróður mins?” Vissulega á ég að gera það! Ég get ekki varpað ábyrgð- inni af herðum mér með því að segja að ríkið muni gera allt sem nauðsynlegt er. Það er raunalegt að svo margir skuli vera á öndverðri skoðun um þetta nú á dögum. 1 fjölskyldum eru börn jafnvel farin að halda að þeim beri ekki að hugsa um gamla fólkið. En ellistyrkir létta ekki af bömum skyldum þeirra. Að svipta skkan styrk hinum mannlega þætti sínum er rangt sökum þess að það afmáir kærleikshugtakið sem er grundvöllurinn í uppbyggingu mannlegrar veru og siðmenningunni sjálfri. Góðleikur og viðkvæmni gagnvart þeim sem eru veikari en við sjálf styrkir hjartað gegn lífinu sjálfu. Á þvi andar- taki sem við sýnum næsta manni skilning og meðaumkun og fyrirgefum honum þvoum við okkur sjálf og heimurinnerhreinn. Nú kunnið þið að hugsa að ég hafi sérstakt tækifæri til slíkrar þjónustu I frumskógum hitabeltisins og lifi þess vegna dásamlegu lifi. En það vill einungis til að ég er staddur þar. Þú getur lifað enn dásamlegra lifi þar sem þú kannt að vera staddur og reynt sál þina í þúsund litlum prófraunum og skorið upp sigur kærleikans. En slíkar andans tilraunir krefjast þolinmæði, kærleiks og þors. Þar reynir á vilja- styrkinn og ákvörðunina að elska, en það er stærsta prófraun mannsins. En i þessu „hinu starfi” er að finna hina sönnu hamingju. Já, þetta hefur þessi spaki og kærleiks- ríki maður, Albert Schweitzer, að segja okkur. Og þó hann hafi nú kvatt okkur hér á jarðsviðinu og tekið til starfa á æðri sviðum þá getum við einungis á einn hátt heiðrað minningu hans svo honum verulega líki, en það er með þvi að fara að ráðum hans. Enginn maður, sem af einlægni reynir að láta með slíkum hætti gott af sér leiða, kemst hjá því að finna til nýrrar og dásamlegrar til- finningar vellíðunar og hamingju því með slikri framkomu er hann i samræmi við hin miklu lögmál alheimsins. '' Það er orðið langt síðan ég komst persónulega að sömu niðurstöðu en ég orðaði það með þessum hætti: „Þú átt aðeins það sem þú hefur gefið!” Þetta er ég löngu orðinn sannfærður um að er lögmál og stendur hverjum manni opið að ganga úr skugga um gildi þess með því að reyna það með tilraunum. Þann 26. júni 1974 kvaddi þennan heim kona sem ég var svo heppinn að kynnast, þótt ekki hafi það verið fyrr en síðustu árin sem hún lifði. Þessi kona hefur jafnan verið mér mjög hugstæð sökum andlegs þroska og framúrskar- andi góðleiks gagnvart öllum sem hún kynntist. Þetta var frú Kristín Sigfús- dóttir, skáldkona frá Syðri-Völlum. Síðustu árin bjó hún á elliheimilinu Grund og þaðan sendi hún mér eftirfar- andi bréf tveim árum áður en hún dó. Það lýsir henni vel. Bréf hennar er svohljóðandi: Herra ritstjóri Ævar R. Kvaran. Það eru mörg ár siðan ég þekkti tvo merka menn, sem hétu Einar Hjörleifs- son og Ragnar, sonur hans. Nú ert þú í þriðja lið dýrmætur fræðandi fjöldans um sama málefni. Ég er Húnvetningur — kom ung til Stykkishólms og ólst að mestu leyti upp hjá frændfólki mínu, Sveini, bróður Björns ritstjóra Ísafoldar. Þann frænda 50 ViKan 39. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.