Vikan


Vikan - 25.09.1980, Blaðsíða 40

Vikan - 25.09.1980, Blaðsíða 40
Framhaldssaga andi inn i búðirnar. Úkraínskur bóndi. sem hafði reynst okkur (xrlanlega og átt viðskipti við Sasha frænda, hafði séð nasistasveit fara um veginn. „Takið saman," sagði Sasha frændi. „Niður með tjöldin, slökkvið eldana. Við erum aftur að leggja af stað." Við Helena söfnuðum saman fátæk legum eigum okkar — tinbollanum, disknum og hnifapörunum, teppunum okkar. „Þetta voru ekki langir hveiti brauðsdagar," sagði ég. „Ég á þá inni. Rúdí.” Ég faðmaði hana að mér. „Og margt fleira." Yuri þreif I okkur bæði og skipaði okkur að hjálpa til við að taka saman tjöldin og ganga frá þeim. Þannig lauk brúðkaupsdegi mínum. Brátt vorum við á göngu inn í nóttina og lengra inn í skóginn. Dagbók Eiríks Dorfs Minsk i febrúar 1942. Allt frá upphafi hefur þessi andskot- ans atburður lagst illa I okkur Heydrich. lÉg á ekki við aðgerðir okkar i heild; ég er að tala um þennan sérstaka atburð sem snertir Reichsfuhrer Himmler.) Ég hef heyrt tvær sögur um hann. Önnur er sú að Himmler liafi beðið Artur Nebe ofursta, yfirmann Einsat/. gruppe B — það er hópurinn sem sér um Moskvusvæðið — um að hafa smásýnis- horn af „eyðingu" svo hann fengi aðsjá hvernig verkið væri unnið. Hin sagan segir að Nebe Itafi átt hug- myndina. Hann hafi verið að reyna að koma sér i mjúkinn hjá yfirboðara sin um. Hvað sem þvi liður geðjaðist hvorug um okkar Heydrich að hugmyndinni. Við ræddum málin sotto voce meðan við gengum yfir frosinn akur fyrir utan rúss- nesku borgina Minsk. Þar sem þetta var bara „sýning" höfðu menn Nebes smalað saman u.þ.b. hundrað gyðing- urn, allt karlmönnum nema tveimur. „Nebe er fáviti," hvislaði Heydrich að mér. „Ég þekki háttvirtan Reichsfiihrer okkar betur en hann. Hann hefur sinar kenningar og hann er ágætur í að mæla hauskúpur gyðinga en hann vill ekki koma of nærri blóði." „Ekki ég heldur, herra," sagði ég. „En þú ert farinn að venjast því," sagði yfirmaður minn. Ég svaraði engu. En trúlega hef ég samt gert það. Þegar hið glæsta tak- mark er haft I huga og nauðsynin að ein- angra og draga úr áhrifum gyðinga á ófriðartímum þá verðum við að hafa kjark til að horfast í augu við erfið verk- efni. Gyðingunum hundrað var safnað saman við djúpan skurð. Þeir voru naktir. Nebe fræddi Himmler á þvi að menn hans væru þegar búnir að skjóta 45.000 gyðinga á Minsk-svæðinu. Paul Blobel ofursti, sem gekk við hiiðina á mér, tautaði: „Við losuðum okkur við þrjátíu og þrjú þúsund á tveimur dögum við Babi Yar." Hópurinn nam staðar skammt frá gyðingunum og þá kom nokkuð ein- kennilegt fyrir. Himmler kom auga á ungan gyðing, hávaxinn og glæsilegan, bláeygðan og Ijóshærðan. Okkur til mikillar furðu gekk Reichs- fúhrerinn að ungmenninu og spurði hvort hann væri gyðingur, hann gat ekki trúað að svona norrænn maður útlits væri af þeim ættum. „Já," svaraði maðurinn. „Ég er gyðingur." „Eru foreldrar þínir báðir gyðingar?" Við Heydrich litum hvor á annan — gagnrýnir. áhyggjufullir. „Já.” „Áttu forfeður sem ekki eru gyðing- ar?" „Nei." „Þá get ég ekki hjálpað þér." Heydrich hvíslaði að mér: „Hann af neitaði að minnsta kosti ekki ætterni sínu. Það þarf kjark til.” Ég velti því fyrir mér hvort Heydrich hugsaði ómeðvitað um gyðingablóðið sem sögusagnir kváðu renna I æðunt hans. „Þegar þér eruð reiðubúnir. Reichs- fúhrer," sagði Nebe. „Já . ..já . . ." Hermennirnir hleyptu af vélbyssun- um og gyðingarnir féllu i hrúgu niður í skurðinn. Við fylgdumst með Himmler. Hann titraði. svitnaði, neri saman höndum. Ótrúlegt. Þessi maður sem gefur daglega skipanir um fjöldamorð milljóna þoldi ekki að sjá hundrað skotna! Fyrir einhverja skritna tilviljun voru konurnar tvær I hópnum ekki dauðar. Þær höfðu bara særst og naktir hand leggir þeirra teygðust biðjandi upp. „Drepið þær!" hrópaði Himmler. „Ekki kvelja þær svona! Dreptu þær, lið- þjálfi, dreptu þær!" Konurnar voru þegar skotnar i hálsinn. Himmler reikaði eins og það væri að líða yfir hann. „Fyrsta skipti . . . skiljiði . . Hann kúgaðist. „Andskotans hænsnabóndaræfill." sagði Blobel við mig. „Við drepum hundruð þúsunda gyðinga og honum verður óglatt þegar hann sér örfáa fara til gyðingaguðsins síns.” Siðan gerði Nebe illt verra með því að segja Reichsfúhrernum að þetta væru ekki nema hundrað og að þetta væri farið að hafa áhrif á hina ágætu þýsku hermenn, sem skytu þúsundir daglega. Auðvitað hlýddu þeir fyrirmælum og þekktu skyldu sína við rikið og Hitler. en sumir þessara manna væru „búnir” fyrir lifstið. (Ég er honum ekki sammála en ég sagði ekkert; þaðer furðulegt hvað koni- ak og sígarettur og ránsfengur frá dauð- um gyðingum heldur mönnunum okkar gangandi — það og svo fullvissan að meðan þeir skjóti gyðinga þá skjóti Rauði herinn þá ekki.) Himmler var djúpt snortinn en hélt svo stutta ræðu yfir foringjunum sem þarna voru saman komnir. „Ég hef aldrei verið stoltari af þýskum hermönnum," sagði Reichsfúhrerinn. Það var þungur keimur af byssupúðri i loftinu. Vinnuflokkur gyðinga mokaði yfir likin. „Mennirnir kunna vel að meta þetta. Reichsfúhrer."sagði Heydrich. Það glampaði á augu Himmlers bak við nefklemmurnar. „Samviska ykkar getur verið hrein. Ég tek fulla ábyrgð á gerðum ykkar frammi fyrir Guði og For- ingjanum. Við verðum að læra af nátt- úrunni. Það er barist hvarvetna. Frum- menn skildu að lýs væru slæmar, hestar góðir. Kannski finnst ykkur að lýs, rottur og gyðingar eigi rétt á að lifa og ef til vill væri ég sama sinnis. En allir menn eiga heimtingu á að verja sig fyrir mein- dýrum." Rödd hans, lágvær kennararöddin, dó út. Á þessum blöðum einkadagbókar minnar verð ég að játa að hann er ekki beint likur ariskri hetju rheð tekið andlit sitt, litið hárið, ístruna og tilgerðarlega röddina. Reinhard Heydrich er þá frem- ur fyrirmynd! Það er ekki að undra að þeir hafi óbeit hvor á öðrum og van- treysti hinum. Himmler leit á okkur alla. „Heydrich. Nebe, Blobel . . . allir góðu foringjarnir mínir. Það er ekki lausnin að skjóta þá svona. Við verðum að leita áhrifaríkari leiða." Síðar var farið í ferð um geðveikra- hælið með Himmler. Hann sagði Nebe að gera út af við sjúklingana, en hrein legar og áhrifarikar, eitthvað „mannúð- legra" en að skjóta þá. Nebe stakk upp á dinamiti. Sama siðdegi hitti ég ofurstana Nebe og Blobel í aðalbækistöðvum Einsatz- gruppen i Minsk. Heydrich var i upp- námi yfir viðburðum dagsins og ég gerði Nebe Ijósa óánægju hans — og mína — og sakaði hann um að hafa klúðrað öllu saman. Ég notaði ekki titil hans, þegar ég ávarpaði hann, og það líkaði honum ekki. „Þú átt að kalla mig Nebe ofursta. Dorf majór." „Vertu feginn að þú ert ekki liðþjálfi eftir daginn I dag. Þvi taldirðu Reichs- fúhrerinn ekki ofan af þessari fáránlegu hugmynd hans að horfa á aftöku? Og gastu ekki fundið skotmenn sem gátu kálað þeim öllum I einni umferð?" Þeim Blobel brá við árás mina. „Djöfullinn hirði þig. Dorf, ekki gelta á mig.”sagði Nebe. „Framkvæmd þín var til skammar," sagði ég. Bloþel var með lappirnar uppi á borði Nebe og með viskíglas I hendi. Hann horfði illskulega á mig. „Haltu kjafti, Dorf. Við erum nokkrir orðnir leiðir á afskiptaseminni í þér.” „Er það? Jæja, svo þú vitir af því, Blobel, þá er Heydrich ekki ánægður með atburðina við Babi Yar. Við höfum fregnað að það séu svo margir grafnir þar að jörðin springi vegna gassins. Við viljum láta grafa skrokkana upp og brenna þá. Brenna þá þangað til það er ekkert eftir af þeim." „Hvað? Öll þessi lík? Hver i andskot- anum heldurðu að þú —” Ég greip fram i fyrir honum. Innst inni eru þessir menn gungur. „Óragðu feitt rasskatið aftur til Úkrainu, Blobel. og gerðu eins og þér er sagt.” Nebe gekk taugaóstyrkur fram og aftur um góifið. Ég sá menn hans og iit- háensku „sjálfboðaliðana” fylgja fleiri gyðingum út fyrir borgina, „Dorf majór. þú hefur engan rétt til að tala svona móðgandi viðokkur." „Þó nú væri," sagði Blobel. „Hann er uppáhaldið hans Heydrichs, uppáhalds bragðarefurinn hans. Þú og þessi hálf- júði haldið að þið getið —” „Þetta er lygi. Þeir sem breiða út svona lygar verða að svara til saka.” „Farðu til andskotans,” sagði Blobel. Hann tæmdi dreggjarnar úr flöskunni. „Mig vantar sjúss." Þeir stóðu upp. Mér var ekki boðið. En Nebe reyndi enn að friða mig. Veik- geðja maóur. „Heyrðu mig nú, majór. Ég held að ég hafi nokkuð glögga hug- niynd um það sem Himmler hyggst fyrir. Ég nefndi það við hann að nota dínamit á óæskilegt fólk, þegar um stóra hópa væri að ræða. En það eru til aðrar leiðir. Sprautur. Gas. Það hefur verið reynt á nokkrum stöðum. veistu.” 40 Vikan 39. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.