Vikan


Vikan - 30.10.1980, Qupperneq 2

Vikan - 30.10.1980, Qupperneq 2
Mest um fólk Eitt og annað fyrir magann Á Loftleiöum er ýmislegt að gerast um þessar mundir. Á þriðjudögum er matreiðslukennsla sem hefst klukkan fimm og Vikan leit inn í fyrstu kennslu- stundina. Kennari var Hilmar. Jónsson og hjálparkokkur Auður Magnúsdóttir. Þau voru að kenna alls kyns aðferðir við að matreiða fisk. Fjölbreytnin var óendanleg. Meðal þess sem sýnt var var matreiðsla á soðnum rauðsprettuflökum fylltum með rækju- farsi, hnetusteikt rauðsprettuflök og margt fleira. Grænmeti var skorið og fiskur flakaður af mikilli list. Reyndar gat Hilmar þess að matreiðslunemar hefðu keppst við að flaka á sem stystum tima en hann hefði hætt að taka þátt í þess konar metingi eftir nokkrar skrámur. Hann virtist samt bua yfir undraverðri leikni i þessum efnum. Emil hótelstjóri útbýtti sýnishorni af nýjum matseðli i stíl við kennsluna. Sjávarréttamatseðillinn var vissulega heillandi en menn létu þaðekki trufla sig við að fylgjast með kennslunni. Aðeins Ijósmyndarinn lét tilleiðast að víkja sér frá og líta á nýjan brauðbar í Víkinga- salnum. Nemendur voru í miklum meirihluta konur og flestar úr röðum bandarískra gesta hússins. Þær fylgdust spenntar með enda er aðstaða til sýnikennslu af þessu tagi mjög góð. Þegar nokkuð var liðið á kennslu- stundina litu þó nokkrir karlmenn inn og ekki var annað að sjá en þeir fylgdust með af miklum áhuga og samviskusemi. Þeir ættu því að vera einhverju nær um matreiðslu úrvals sjávarrétta eftir þessa kennslustund. Ilmandi matarlyktin fyllti kennslustofuna og áreiðanlegt að sýni- kennsla af þessu tagi á eftir að lokka ein- hvem sem rennur á lyktina. Skynsamar sálir utan úr bæ ættu að nýta sér þessa kennslu og þegar í fyrsta tíma höfðu einhverjir skotist út á Loftleiðir á leið úr vinnunni eða á leið heim til að matbúa. Þvi auðvitað fá fjöl- skyldurnar að njóta góðs af þegar húsmóðirin eða heimilisfaðirinn kemur heim með sérfræðikunnáttu í matargerð i ábæti. 1 SíSímjk-; i C ■*'' H » yj •' • T' t ”• Þjónarnir i Víkingasal bjóða brauð af öllum stærðum og gerðum. Magnús og Jóhann Nú eru Magnús og Jóhann aftur famir að syngja saman svo um munar. Platan þeirra er komin út og þeir eru á ferli á ýmsum stöðum svo sem í Djúpinu og Torfunni og ekki annað að sjá en gestir þessara staða kunni vel að meta söng þeirra. Ekki fer hjá því að tilbreytni sem þessi sé vel þegin í bæjar- lífinu í Reykjavík. Söngur þeirra félaga er einmitt mjög manneskjulegur og góður liður í þeirri viðleitni sem víða örlar á að gera allt umhverfi í borginni hlýlegra og umfram allt mann- eskjulegra. Þessi mynd var tekin af þeim félögum er þeir tóku lagið í Djúpinu fyrir neðan Hornið i Hafnarstræti. Þar hefur vel tekist til að blanda saman alls kyns list og greinilegt að Magnús og Jóhann eiga vel heima í þessu ágæta umhverfi. 2 Vikan 44. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.