Vikan


Vikan - 30.10.1980, Qupperneq 11

Vikan - 30.10.1980, Qupperneq 11
Erlent mála sú að aðilarnir fái sér lögfræðinga og að dómskerfið komi inn í málið til að ákveða hvort foreldra eigi að fá börnin. Tölfræðilegar athuganir og reynslan hafa sýnt að I mörgum löndum er reynt að rriiða Vjð ákveðin atriði þegar dæma á um forræði. I fyrsta lagi er reynt að niiða við að börn lendi ekki í þvi að breyta um umhverfi nema mjög sterkar ástæður mæli með þvi. 1 öðru lagi hefur verið reynt að búa svo um hnútana að litil börn. sérstaklega stúlkur. verði áfram hjá móður en að eldri drengir geti farið til föður. Þriðja reglan. sem reynt er að miða við, er að reynt sé að komasl hjá þvi að rjúfa systkinahóp. Fyrir utan þessar nteginreglur er börnum að sjálfsögðu ekki komið fyrir hjá foreldri sem af einhverjum orsökum er álitið óhæft til að hafa börn, t.d. hjá foreldrum sem misnota vímugjafa eða lifa þannig lífi að það er engan veginn álitið samræmast þarnauppeldi. Oft er það metið þungt hvort það foreldri sem hugsanlega fær forræðið er tilbúið til og vill sjá svo um að umgengnisréttur við hinn aðilann sé tryggður og geti gengið eðlilega fyrirsig. Feður og skilnaðir Hræðsla barna við skilnað er oft háð því að börnin óttast að þau missi annað foreldrið. Þessi hræðsla er ofl á rökum reist þar sem tengsl barna við foreldra — sérstaklega feður — minnka yfirleitt stórlega þegar skilnaður er yfirstaðinn. eins og fyrr er komið inn á. Það er enginn vafi á þvi að margir feður eiga erfitt með að sætta sig við slíkt og verða bitrir þegar umgengnisréttur er ekki virtur, enda þótl samið hafi verið um hann. Það er erfitt að spá um hvernig þefei mál eiga eftir að þróast i framtíð inni. En óhætt er að ætla að þvi virkari þátt sem feður taka I uppeldi barna þeim mun liklegra verði að þeir eigi möguleika á að fá börn við skilnað. Ursula Andress í móðurhlutverkinu I litlu timburhúsi í Hollywood-hæðum býr leikkonan og kyntáknið Ursula Andress. Hljóð nokkurt sem fyrir fáeinum árum hefði trauðla verið tengt leikkonunni berst frá húsinu, það er ung- barnsgrátur. Sonur Ursulu, Dimitri Alexandre fæddur 19. maí sl., lætur kröftuglega i sér heyra. Hann var skorinn úr móðurkviði eftir að Ursula hafði reynt f fjóra tima árangurslaust að koma honum í heiminn. Drengurinn nýtur óumræðilegrar ástar og gleði móður sinnar. Hún hefur hann á brjósti og sýnir honum mikla umhyggju. Ursula er 44 ára gömul og býr með barnsföður slnum, sjónvarpsleikaranum Harry Hamlin. Þau eru ógift og hún er 15 árum eldri en hann. Að þvi leyti eru þau e.t.v. ekki dæmigerðir foreldrar í Bandarikjunum. Dimitri var ekki „á áætlun”, en þó var lítið gert til þess að koma i veg fyrir tilurð hans. Draumurinn um að eignast barn blundaði í vitund þeirra beggja. Þar sem Ursula var orðin 44 ára og þunguð af fyrsta barni voru ýmsir mjög efins um réttmæti þungunarinnar. Hætta á iitningagalla hjá barninu, þ.e. likurnar á að það fæðist „mongóli”, er alinokkur á þeim aldri. Eftir fjögurra mánaða meðgöngu voru tekin úr henni legvatns- sýni og þau greind. Niðurstöðurnar voru neikvæðar, þ.e. engir litningagallar fundust hjá fóstrinu. Ef niðurstöðurnar hefðu hins vegar verið jákvæðar hefðu þau látið binda enda á meðgönguna. Ursula lætur óhikað I ljós að sig hafi langað til þess að bamið yrði drengur. Og hún fékk ósk sína uppfyllta. Hún telur sig hafa lifað mjög ánægjulegu lifi og fengið allt það sem hún vildi. Það er óskandi að þessi hamingja endist henni út lífið. Fjölskyldan: Ursula, Dimitri og Harry. tbl. Vikan IX
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.