Vikan


Vikan - 30.10.1980, Page 22

Vikan - 30.10.1980, Page 22
Leiklist Fjórir góflir ó svölunum: Viðar Eggertsson, Þróinn Karlsson, Sigurður Skúlason og Baldvin Halldórsson. Þegar ég hafði lokið prófi i leikhús- fræðum hafði mér skilist að leikhús býður upp á margt annað en bara að leika og ég sótti um inngöngu við D1 í leikstjóranám. Á hverju ári eru tveir nemendur teknir inn í hverja grein: leikstjórn, sviðsmyndahönnun, dramatúrgía og pródúksjón. Einnig eru við skólann kvik- myndadeild, útvarpsdeild og fleiri deild- ir. Nokkuð margir íslendingar hafa komist að við þennan fámenna skóla. Svíar eru örlátir við útlendinga þar sem þetta er dýrt nám fyrir sænska rikið. Ég hef heyrt að aðeins nám (xituflugmanna sé dýrara. Það er rausnarlegt af Svium að taka yfirleitt inn erlenda nemendur. Þeir taka þó yfirleitt aðeins Norður- landabúa í þetta nám því í leikhúsi skiptir menningarumhverfi miklu máli og leikhúshefð er mjög ólík eftir lönduin. En þeir taka aðeins nemendur sem ekki eiga þess kost að fara í hliðstætt nám i sínu heimalandi. Og Islendingar eiga sem kunnugt er í engin hús að venda með leikstjóranám heima.fyrir. Þeir sitja því við sama borð og Svíar þegar tekið er inn í skólann. Námið er að mestu verklegt, hagnýtt. Við myndum vinnuhópa, einn eða tvo hver árgangur eftir atvikum og síðan eru settar upp leiksýningar undir hand- leiðslu og leigðir atvinnuleikarar til að taka þátt i þeim. Hvað tekið er fyrir á hverju ári er mikið undir því komið hverjir starfa saman í hóp. Þetta er mjög krefjandi nám og skemmtilegt. Ég er þakklátur fyrir að hafa farið út á sínum tíma og fengið þessa reynslu. Ég held að fáar þjóðir taki útlendingum jafnvel og Svíar. Þetta er í þversögn við þá þjóðsögn að Svíar séu bæði kaldir og ómögulegt að kynnast þeim. 1 Svíþjóð eru óhemju margir innflytjendur og það er því að sumu leyti eðlilegt að upp komi þröskuldur milli hópa. Ég hef komið í háskólabæi eins og Lund þar sem mikið er um Islendinga og Hallmar á - tali við könnustevpinn (Bessa). Þórhallur Sigurðsson fylgist með. Hallmar í vinnunni: „Ostrur, ostrur, hver vill kaupa ostrur?” heyrist úr litlum hvítum kassa á veggnum í setu- stofu leikara baksviðs. Enginn er í herberginu. Smám saman tinast leikarar þó inn í stofuna. Þeytingur á sumum, aðrir setjast niður og spila Ólsen. Hallmari bregður fyrir af og til. Auðséð er að hann á allra manna eril- samast. Það er greinilegt að hann stjórnar hér. Samt er ekkert sérstaklega um hann rætt heldur miklu frekar um hár- kollur og búninga, irska drykku- menningu (sem er alls óskyld efni leiksins). Einhverjum verður þó að orði: „Hvað leikstjórinn er afslappaður. Maður skyldi halda . . .” en setningin deyr út í kliðnum og við komumst aldrei að því hvað maður skyldi halda. Það er verið að æfa Könnu- steypinn pólitíska eftir Holberg. Leik sem fær mann til að minnast orða Hallmars um boðskap sem á erindi til nútíma- manna. Það er spennandi að vita hvernig tekist hefur til að fá þessar dæmigerðu Holberg- týpur til að segja sögu af nútím- anum. Eftir æfingu er maður þess vísari að það er hægt. Og hefur á tilfinningunni að hlutur leikstjóra sé þar ekki minnstur. Leikstjórinn sem er ósýni- legur á sýningum er mjög virkur á æfingum. Þessi æfing var reyndar fyrsta æfing með fullum búnaði og farið var í gegnum allan leikinn og síðan fór leikstjóri með leikarana í horn- stofuna baksviðs og gaf „nótur”. Það eru athugasemdir um eitt og annað. Meðan á æfingu stóð sat Hallmar úti í sal ásamt nokkrum samstarfsmönnum. Hann hafði púlt fyrir framan sig og skrifaði athugasemdir. Hallmar er þægilegur maður heim að sækja. Ekki er síðra að hitta hann í vinnunni. Þó er reginmunur þar á. í leikhúsinu er hans hlutverk beinlínis að stjórna og ekki laust við að leikmaður finni einhvers konar myndugleik í fasi hans þar, sem ekki merkist á heimaslóð. Xt Vikan 44. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.