Vikan


Vikan - 30.10.1980, Síða 23

Vikan - 30.10.1980, Síða 23
Oh, ég held að það liöi yfir mig. Guðrún Stephensen i hlutverki könnusteypis- frúarinnar. Sigrfður Hagalin grfpur. hitt þar fyrir fólk sem hefur verið í mörg ár i Sviþjóð en kann varla sænsku. Þessi hætta er einmitt fyrir hendi þar sem mikið er um Islendinga og þeir búa mikið til á sama stað. Útlendingum hættir nefnilega oft til að einangra sig frá heimamönnum ekki síður en að þeim sé haldið utan dyra. Annars er út í hött að tala um Svía sem eina heild. Mönnum hættir til að gleyma að ef títuprjóni væri stungið i suðurodda Sviþjóðar á korti og landinu snúið til suðurs næði landið suður til Italiu. Landið er svo langt og mjótt og’ jafnmikill munur á Svía frá Skáni og nyrstu byggðum Sviþjóðar og á Svia og Islendingi.” „Hsimþrá sr sterk og mikil- vssg tHflnning" „Jú, ég kunni vel við mig í Svíþjóð og það sem ég var að gera þar. Ég held að meiru máli skipti hvað maður hefst að en hvar það er. Ég skal ekki neita því að ég hafði oft heimþrá. Ég er soddan sveitamaður. En heimþráin er meinholl. Mér fannst eins og ég hefði aldrei kynnst íslandi fyrr en ég komst í hæfilega fjarlægð. Allt sem áður var sjálfsagt var það ekki lengur. Ég kynntist bæði mörgu jákvæðu og neikvæðu við landið mitt eftir að hafa fengið samanburð og hæfilega fjarlægð tilaðsjáskýrt.” aób. Könnusteypirinn pólitíski Nokkur orö um leikinn: „Könnusteypirinn pólitíski er einn , merkasti og vinsælasti gamanleikur Ludvigs Holberg,” segir í kynningu Þjóðleikhússins á verkinu. Holberg og Moliére eru eflaust þau nöfn sem oftast koma upp í hugann þegar talað er um gamanleikjahöfunda. Þeir eru eins konar tákn og því kemur á óvart er lesið er áfram í sömu kynningu að atvinnu- leikhúsin hér á landi hafi vanrækt Holberg á undanförnum árum. Sú var tíðin að hann var allra leikskálda vinsælastur á íslandi. Dr. Jakob Benediktsson hefur þýtt leikinn sem nú hefur verið frumsýndur. Fjallað er um eitt og annað sem kemur manni býsna mikið við eða hvenær verður úrelt að fjalla um pólitík? Reyndar vakna ýmsar spurningar er horft er á leikritið. Hver er að gera gys að hverjum og hver á að stjórna? Hvernig á að stjórna? Könnusteypirinn sameinar það ágætlega að vera gamanleikur og gott íhugunarefni. Leikhús verður ævinlega að bjóða upp á eitthvað sem kemur fólki við. • Sá sem vinnur i leikhúsi hefur alltaf beint svar við þvi sem hann er að vinna. Áhorfendur. Beinna svar en flestir aðrir listamenn. tslensk leiklist: Við erum vel á vegi stödd að ýmsu leyti. Og best á vegi stödd að þvi leyti að okkar atvinnuieikhúsum hefur ekki tekist að drepa niður áhuga- leikhúsin. • Til að geta lagt eitthvað af mörkum i þvi starfi sem maður er að vinna verður það verk sem maður er að vinna hverju sinni að vera manns uppáhalds- leikrit. • öil brot sem við fáum af fram- andi menningu eru af hinu góða. • Gamansamt leikrit getur verið leiðinlegt og alvarlegt leikrit getur verið skemmtilegt. • Eru leiksýningar myndrænni en áður? Auðvitað eru til leiksýningar þar sem orðið vegur mest, en yfirleitt eru leiksýningar mynd- rænar nú oröið. Þetta hefði verið spennandi spurning fyrir 10 árum ef marka má lýsingar af leiksýningum sem voru nánast flutningur á texta. £g held að það sé varla til lengur. • Sjónvarpið hefur vissulega menntað menn í myndmáli og ekki alltaf á jákvæðan hátt. • Ég er voðalega þakklátur fyrir að hafa farið út. Ekki endilega að hafa farið þangað sem ég fór. Með þvi að kynnast nýjum stöðum fær maður samanburð og ákveðna fjarlægð. Maður kynnist sínu umhverfi kannski betur þá. 44. tbl. Vikan 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.