Vikan


Vikan - 30.10.1980, Blaðsíða 37

Vikan - 30.10.1980, Blaðsíða 37
Ljósm.: Ragnar Th. „Ahugam&l mitt hafur wartfl afl kanna — og kenna." „Ég gat sagt þafl núna af þvf ég verfl farin og akki hœgt afl sekta mig . .." „Mamma mfal Afl vera afl hluta til möfllr, hluta eiginkona, hluta kven- maflur, hluta söngkona, hluta kennari og hluta sveltakonal" „Þafl er bara svona, þegar maflur fssflist mafl þannan sfúkdflm." hennar sneri sér frá píanói að hörpu. Una segir okkur, að þegar Rattifjölskyldan flutti í litla þorpið Vigolo Marchese utan við Piacenza, skammt frá Milano, hafi ekki eitt einasta píanó verið til þar. Nú eru píanóin þar minnsta kosti jafnmörg og íbúarnir 500, en óþekkt að kalla þegar kemur út fyrir þorpið. En börnin i Vigolo Marchese alast upp við tónmennt. Maestra Ratti kennir þeim að spila og syngja og lætur þau flytja tónlist sina í þorpskirkjunni. — Það er svo undarlegt með italska menningu, segir Ratti. — Það þykir skrýtið að hafa píanó, og sá sem vill hafa það verður að leita sérstaklega að húsnæði þar sem það er leyft. Söngur er heldur ekki leyfður, svo kermarar hafa brugðið á það ráð að kenna úti í sveit — enda geta háir sóprantónar truflað. Hér hefur enginn kvartað undan leikandi pianótónlist hennar og því síður háum sóprantónum. Ingólfur segir að á þessum tveim vikum hér hafi hún kennt um 150 manns ótrúlega mikið, og það sem meira sé, að þetta fólk sé heillað af kunnáttu hennar og manngildi, einlægni og látleysi þessarar stórfenglegu listakonu, sem staðið hefur árum saman í stærstu hlutverkum stærstu leikhúsa heimsins — alltaf jafnglöð og jákvæð. Ég vek athygli á því, að þrátt fyrir strangar vikur undanfarið, veisluhöld i gær- kvöldi og langan vinnudag i dag sjái ekki þreytumerki á Ratti. Kátínan og lífsgleðin geislar úr augunum, þegar hún svarar: — Nei, ég er ekki vitund þreytt. Það er vegna þess að í gegnum þetta starf skynja ég svo mikla hlýju og kærleika. Það er mín hamingja, og þegar maður er hamingju- samur, er maður ekki þreyttur. Þótti það ekki fáránleg hugmynd í upphafi að fara til íslands? — Ég hugsaði strax: Það hlýtur að vera stórkostlegt. ísland, svona langt úti í hafi og afskekkt, það gefur ímyndunaraflinu lausan tauminn. Ég hafði heyrt um það í skólanum. Svo kallaði Ingólfur eftir mér og þá var ég allt i einu komin hingað. Það er erfitt að lýsa því — Þingvellir eru eins og málverk eftir Rafael. öll þessi litbrigði, fjöl- breytileiki lands og veðurs. Ingólfur bauð okkur í sumarbústaðinn sinn þar. — Ratti skrifaði þar í gestabókina: Hér skil ég hjarta mitt eftir, segir Una. — Og hún sagði við okkur: Hvers vegna gerðuð þið mér þetta, að fara með mig hingað? Ég verð aldrei söm aftur. — Það er kannski hægt að bæta því við, af þvi ég verð farin og ekki hægt að sekta mig, segir Ratti skelmisleg, — að ég stal mér dálitlum mosa á Þingvöllum til að fara með heim. Þegar ég kom á þingstaðinn i Almannagjá sá ég sviðið fyrir mér í hug- anum, vikingana á þingi. Og ég sá Flosa stökkva yfir Flosagjá. Mig langaði að eiga þetta allt, fara með það, varðveita hughrifin. Ég tók í klett og ætlaði að rífa hann upp og hafa með mér, en hann bifaðist- ekki. Þá sá ég lítinn hraunmola, eins og meitlaða höggmynd, og hann sagði: Taktu mig. Ég tók hann. Ætla þau hjónin þá ekki að koma aftur i góðu tómi til að hvila sig og njóta landsins? Ratti færist i aukana og hleypir í brýrnar. Hún verður svo áköf að hún lyftir sér næstum upp af sófanum í átt til mín, um leið og hún segir með þunga: — Ég vil koma aftur til að vinna að tónlistinni. Hún er hugur minn, líf mitt og hvíld. Svo slaknar á spennunni, og hún bætir við með léttu yfirbragði og glettni í augum: — Þegar maður fæðist með þennan sjúkdóm, þá er það bara svona. shh 44- tbl. Vlkan 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.