Vikan


Vikan - 30.10.1980, Síða 38

Vikan - 30.10.1980, Síða 38
Fimm mínutur með Wi|ly Breinholst VILTU VEÐJA7 Wi Knurreknas ofursti var í slæmu skapi. Hann gekk fram og til baka í aðalskrifstofunni, löng- um, nákvæmlega jöfnum skref- um. Hrukkurnar á enni hans bentu æ betur til þess að óveður væri á næsta leiti. Það var andrúmsloftið í hermanna- skálunum sem var í ólagi. Mennirnir þar hugsuðu ekki um annað en að spila. Ótal sinnum hafði hann komið í setu- stofurnar í skálunum og alltaf hafði hann komið að hermönnunum svo niður- sokknum í alls kyns spil, teningaspil og hvers konar siðspillandi spilavafstur að þeir höfðu varla haft tíma til að heilsa honum. Þeir höfðu togað í rafleiðslurnar í loftunum fyrir framan nefið á honum, tromp- ásar, veðmál og bylmingshögg í borðið, bölv og bænir, fagnaðar- óp og fimmþúsundkallar flugu um loftin. Og í hvert skipti var það rauðhærður, freknóttur náungi með kartöflunef og Júmbó-eyru sem var lífið og sálin í öllu. Knurreknas ofursti hafði fengið upplýst að þessi lágvaxni náungi var óbreyttur hermaður nr. 13. Nú hafði hann sent yfirliðþjálfann niður í setu- stofu eftir honum. Þegar þessi litli rauðhaus kæmi skyldi hann veita honum slíka ráðningu að hann óskaði einskis frekar en að móðir hans hefði borið hann út viðfæðingu. Það var barið að dyrum. — Komdu inn í he . . . bænum! drundi í Knurreknas ofursta svo hátt að málningin í loftinu flagnaði. Madsen yfirliðþjálfi kom inn með óbreyttan nr. 13. Hann var minni, freknóttari og óásjálegri en nokkru sinni fyrr. Knurreknas ofursti sendi honum svo nístandi augnaráð að óbreytti hermaðurinn nr. 13 seig niður um tvær og hálfa tommu. — Látið okkur vera eina, drundi í ofurstanum og benti yfirliðþjálfanum að fara. Síðan settist hann við skrifborðið. — Jæja, 13 minn, byrjaði hann svo föðurlegum og samvinnuþýðum rómi að hverjum sem þekkti hann hefði runnið kalt vatn milli skinns og hörunds. En óbreyttur hermaður nr. 13 þekkti hann ekki og leið strax betur. Hann rétti aftur úr sér um þessa hálfu þriðju tommu og stóð grafkyrr í réttstöðu. — Jæja, ágæti herra 13, ég hef heyrt að þér finnist gaman að spila? — Víst er það, herra ofursti. 13 kinkaði ákaft kolli. — Mér finnst gaman að allri spila- mennsku. Ég kann þau öll. Ég hef innleitt marías, Michican- kanasta, Alaska-póker og 21 hér í herbúðirnar. Áður en ég kom hingað létu hermennirnir sér bara leiðast yfir lúdóspili á kvöldin. Óbreyttur hermaður nr. 13 vissi það ekki en þetta svar hafði kostað hann 117 nætur- vaktir. Hins vegar var Knurreknas ofursti þannig gerður að hann hafði vit á að stilla sig og hann stillti sig . . . til að geta safnað saman öllum ofsanum sem bjó undir niðri í enn öflugri sprengingu þegar að því kæmi. Stjörnuspá llmlurinn 21. m;irs 20. a iril Samskipti þín viö þina nánustu eöa félagana gætu orðið erfið ef þú reynir ekki að hafa hemil á ráðrikinu. Ef þú sýnir meiri sanngirni og stillingu gengur allt betur. \»líin 2.\.nkl. Ef þú færðeitthvert freistandi tilboð skall þú hugsa þig vel og vand lega um áður en þú tekur þvi. Mundu að ekki er alltaf allt sem sýnist og það er sjaldn- ast til góðs að flana að hlutum. ViuliA 21. .jiril 2l.niai Ef þig langar að skvelta dálítið úr klaufunum. láttu það þá óhikað eftir þér. Allir hafa gotl af smá tilbreytingu. en mundu að hóf er þó best i öllu. Sporðdrckinn 24.okl. !.Mnm. Eitthvað hálf-leiðinlegt setur svip sinn á vikuna. e.t.v. einhverjar deilur. Taktu svari vinar þins sem þú treystir. Réttsýni þin getur leitt málið til lykta á farsælan hátt. 1\ihurarnir 22.mai 2l.júni Eljusemi þin undanfarið hefur skilað góðum árangri. Nú skaltu fara hægar í sakirnar og njóta þess. Hvild og afslöppun er það sem þú þarfnast fyrst og fremst þessa dagana. Hoitmaðurinn 2-1.noi. 2l.dc\ Þú hefur I mörgu aö snúast þessa dagana og ekki öllu jafn spennandi. Láttu það saml ekki á þig fá. ánægjuleg verkefni biða þin og þú skalt takast á við þau af þeirri vinnugleði sem þér er lagin. Kr. hhinn 22. jiini 2.Vjúli Nú er rétti timinn til að endurnýja kunnings- skapinn við gamlan vin. Hafðu frumkvæðið og hringdu eða heimsæktu þann sem þig hefur lengi langað til að hitla aftur. Mundu að hin gömlu kynni gleymast ei. Slciniíciiin 22.dcs. 20. jan. Þú Itefur verið l'ús að hjálpa öðrum. nú er komið að öðrum að hjálpa þér. Leitaðu óhikað til kunningjanna. þeir eru ekki búnir aö gleyma þér. Helgin getur orðið ákaflega ánægjuleg i góðra vina hópi. l.jóniÁ 24.júli 24. iiíú»l Kraftur og dugnaður eru gulls igildi, en ekki eru allir eins og þú. Þér hættir til að gera of miklar kröfur til annarra. Best væri að hægja aðeins á i bili og sjá hvernig það gengur. Reyndu að skipuleggja timann betur. Of mikill timi fer lil spillis hjá þér vegna þess að þú gerir engar áætlanir. Dálitið aðhald er alltaf til bóta. Ekki er þó þar með sagt að það leysi allan vanda. \alnsltcrinn 2l.jan. ló.íchr. Ekki láta góða skapið bregðast. Miðlaðu öðrum rikulega af bjart sýni þinni, ekki veilir af. Láttu santt ekki hugfallast þó ekki liti allir jafn jákvætl á tilveruna og þú nú á haustmánuðum. Fiskarnir 20.fchr. 20.mars Hyggðu að andlegum efnum i nánustu framtið. Njóttu góðra lista og ihugaðu lifið og tilveruna. Einhver mun koma þér á óvarl á ánægjulegan hátt. Vertu opinln) fyrir nýjum hug myndum. 3> Vlkan 44. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.