Vikan


Vikan - 30.10.1980, Qupperneq 47

Vikan - 30.10.1980, Qupperneq 47
Undarlag atvik — Ævar R. Kvaran BERDREYMI Fyrir tveim árum gaf bókaforlagið Saga út bókina Þessa heims og annars eftir dr. Erlend Haraldsson, lektor við Háskóla íslands. Þessi bók fjallaði um könnun á dulrænni reynslu íslendinga, trúar- viðhorfum og þjóðtrú. Þessi bók markaði timamót í islenskri umræðu um sálræn fyrirbæri því hér var hálærður vísindamaður að verki sem ekki verður sakaður um hlutdrægni. Bókin fjallar um það hverju við trúum, hversu trú- aðir við erum og hver kynni íslendinga eru af dulrænni reynslu. Þá segii hún okkur hver reynslan af huglæknum sé og hver sé dulræn reynsla okkar af fyrir- bærum þessa heims (berdreymi. hugboð. fjarskyggni o.þ.h.l og að lokunt hverja reynslu við höfum af fyrirbærum frá öðrum heimi og af látnum. Allt er þetta hið athyglisverðasta efni. Hverjum þeim sem telur sig leita sannleikans i þessum efnum ætti því að vera gleðiefni að visindamaður i dul- sálarfræði skuli stjórna rannsóknum á þessuni viðkvæmu málunt. Hér skulu því allir hvattir til þess að lesa þessa nterku bók. En ég vil aðeins bæta þvi við að þegar þetta er skrifað er verið að halda þessum ágætu rannsóknum áfram og hvet ég alla sem spurðir eru að leggja sitt til þess- ara mála svo sannleikurinn megi koma í ljós. hver sem hann er. Vafalaust má að nokkru rekja það til hinnar neikvæðu afstöðu visindanna að ýmsir hafa talið vissara að leyna dulrænni reynslu sinni heldur en segja frá henni af ótta við að gys verði gert að þeim. En úrþvi visindin sjálf eru nú farin að rétla okkur höndina og biðja okkur að leysa ffá skjóðunni þá lálum ekki á okkur standa. Ég hef gegnum árin fengið ýmis merkileg bréf sem segja frá slikum fyrir bærum I lífi venjulegs íslensks fólks og ætla ég því, í tilefni þessara áframhald- andi rannsókna dr. Erlends Haralds- sonar, að birta hér bréf sem mér barst fyrir tv'eim árum. Þaðer frá vini minum Júliusi Þórðar syni á Akranesi og er svohljóðandi: Hr. Ævar R. Kvaran. Æsufelli 6. Rvk. Góði vinur. í einu af þinum ágætu erindum í Ríkisútvarpinu óskaðir þú eftir upplýsingum um dulræna reynslu hlustenda. ef einhver væri og fólk vildi tjá sig um hana. Að gamni minu ætla ég að verða við ósk þinni og telja fram nokkur fyrirbæri. sem ég skil ekki fullkomlega. þótt ég hal'i ef til vill einn móttökulampa í tækinu umfrarn það sem almennt gerist i ntódel 1909. Þessar frásagnir eru sannar: 1. Þegar ég var 5-7 ára vöknuðu lor- eldrar mínir snemma morguns við mikinn grát i mér. þar sern ég lá i rúminu og strauk vinstri handlegginn og sagði í sifellu: ..Mig svíður svo i Miðengi." En Miðengi var hús Benedikts Tómassonar í um 300 metra fjarlægð frá Grund þar sem við bjuggum. Benedikt og kona hans áttu þá nokkra syni. Unt hádegi sama dag l'réttum við að einn þeirra hefði brennt sig illa á hand legg, nokkrum klukkustundum eftir mina brunatilfinningu, mig minnir þeim megin sem ég nuddaði. 2. Nokkrum árum siðar var ég að skrúfa á mig skauta inni stofu og hljóp svo framhjá eldhúsinu sem var á hægri hönd. Um leið og égfór framhjá þvi sá ég gamla konu með höfuðklút og herða hyrnu róa framá stól á miðju gólfi. Ég fór tilbaka til að athuga hver þetta væri. cn hún var horfin. án þess að koma útum þær einu dyr sem um var að ræða. Mér brá heldur illilega og það varð ekki úr skautaferð þann daginn. Á þessum árum sá ég lika mórauðan hund í pakkhúsi i verslun föður míns. Hundurinn gufaði hreinlega upp. Sama gerðist með konu sem ég sá i kálgarði mörgum árum siðar. 3. Þegar Haraldur Böðvarsson var að láta grafa mikinn brunn l'yrir fryslihús sitl hafði hann vél og dráttarvindu við verkið. Mig dreymdi eina nóttina. að ég var staddur þarna og allt i einu gripur stoppnagli á öxli í aðra buxnaskálmina mina og rífur hana uppundir hné. Eg þorði ekki heim. en fór til Valdisar systur Haraldar og hún gerði við buxurnar. Daginn cftir var ég sladdur þarna við brunninn. Þá er allt i einu rilið i skálmina. en ég mundi eltir draumnum og steig fast i fótinn og rifnaði þá skálmin eins og i draumnum. en ég slapp við meiðsli af naglanum vegna þess að ég mundi drauminn um leið og ég lesti fótinn i sandinum. Þaðeina sem var frá brugðið draumnum var það. að ég fór heim og mamma gerði viö riluna. 4. Ég ferðaðist um England og Skot land ásamt fleirum í hifreið minni árið 1949. Þá dreymdi mig nótl eina ’ i Fleetwood á hóteli. að ég var kominn heini og var að athuga næsta pfógrani i bióhöllinni á Akranesi. Viðstóðum tveir saman og vorum að skoða myndirnar i glugganum. Þá er mér litið uppá Háteigsveginn. cn við hann hafði ali minn. Ásmundur. búið. Sá ég þá að kirkjukórinn var að koma þar niður. Ég spurði manninn sem stóð við hliðina á mér hvaðan kórinn væri að koma. Hann sagði: „Veistu það ekki. það er verið aö kistuleggja hann afa þinn og pabba." „Þetta getur ekki verið." sagði ég. „Þeir eru báðir dánir fyrir nokkrum árunt." „Það er nú svona samt." sagði hann. Þegar ég vaknaði klukkan átta uni morguninn lór ég niður á skrilstolu umboðsmanna okkar. Hoslon Dee/i Sea. ákveðinn i að hringja hcint og spyrja um hvort fyrirlækin Þórður Ásmundsson hl'. og Ásmundur hf. værti komin á hausinn en ég hélt að draumurinn væri l'yrir þvi. þar sent þetta voru nöfn föður mins og afa. Ég lékk strax samhand við Olaf Sigurðsson mág minn og hann sagði ntér að alll væri við hið sania. og skyldi ég bara Italda áfram lerðinni. Þrent vikum siðar vorum við á heimleið með ms. Heklu. komnir rétt norður fyrir Skotland. Við Hersteinn Pálsson rilsljóri sálum saman og vorum að taka þátt i spurningakeppni um sögu og staðhætti Skotlands. Þá heyröum við allt í einu fréttir frá islcnska útvarpinu: „Það sorglega slys varð á Akranesi i gær. að drengurinn Þórður Asmundui Árntannsson drukknaöi við bryggjuna i Lambhúsasundi.” Hann var syslursomn rninn. Ég hefði frekar átt að hugsa um þessi nöfn á drengjunum heima en á fyrirtækjunum. Ix-gar ég var að revna að ráða drauminn. Þcss má geta. að drengurinn átti heinta í næsta húsi við Bióhöllina. 5. Á afmælisdcgi minum II. mars. þeim fyrsta eflir að l'aðir minn dó. fékk ég kafli i rúmið klukkan átta unt morguninn. Konan min fór úl og ég var einn i húsinu og sofnaði aftur. Þá dreymdi mig að ég væri staddur niðri á stigapallinum og laðir minn 44* tbl. Vikan 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.