Vikan


Vikan - 30.10.1980, Blaðsíða 51

Vikan - 30.10.1980, Blaðsíða 51
Draumar Mannrán Draumráðningar. Börnin mín eru komin á þann aldur að þau kaupa alltaf Vikuna. Ég hef svo verið að glugga i hana og hef lesið draumráðningarnar þínar og oft hef ég verið sammála þér. Ég er mjög berdreymin og kemur mér fátt á óvart, hvort heldur sem skeður innan veggja heimilisins ella á landinu. Þó koma draumar sem ég þarf að fá hjálp til að ráða ella sem ég ekki vil trúa að komi fram. Svo mig langar að segja þér einn og vita hvað þér finnst um hann. Mér fannst ég vera á göngu ásamt syni mínum. Reyndar er hann oft með mér í draumum því hann er yngstur og mest fyrir honum haft. Þá kemur bUl (svartur) og út úr honum kemur maður og skipar okkur að J'ara inn í bílinn. Sem sagt, okkur var rænt. Það var farið með okkur um borð í skip og ég sett inn í herbergi og var ég alltaf að spyrja um son minn, þangað til ég komst að því að hann hafði farið frá borði en ég vissi ekki hvort hann hafði komist í land. Aldrei sá égfólk og alltaf var ég lokuð inni í þessu herbergi með vaktmanni sem ég aldrei sá. Mér fannst líða mörg ár og var ég búin að gera mérgrein fyrir því að ég mundi aldrei geta byrjað aftur mitt fyrra líf. Loks komst ég út og þá var þetta allra stærsta skip sem ég get ímyndað mér að sé til, ég tók á rás alveg villt og tók hvern ganginn af öðrum gegnum reyksali, matsali, um ganga upp í stýrishús og áfram á leið að finna útgang, hvergi var fólk að sjá. Svo var égstödd í mjóum gangi þegar ég mæti einkennisklæddum karlmanni. Ég rausaði við hann einhver ósköp en vissi um leið að hann vissi hver ég var, komst ég fram hjá honum og tók nú að hlaupa því nú vissi ég að stutt var þar til ég yrði tekin aftur og loksins komst ég út, hljóp niður landganginn og var að koma með annan fótinn niður á jörðina þegar gripið var í öxlina á mér, þá sneri ég mér við mjög róleg og sagði ónei nú er ég komin yfir landamærin. Þá sleppti maðurinn, var ég þá komin í hafnarbæ (hef aldrei ferðast en fannst þetta vera Þýskaland). Allt var grátt, öll húsin, en mér leið vel andlega. Éggekk upp bryggjuna, þá mætti ég tveimur unglings- stúlkum, ca 15, 16 ára, leitáþær og brosti og hugsaði hvort þetta gæti verið . . . systur- dóttir mín sem nú er níu ára því ég vissi í draumnum að ég myndi aldrei fá að sjá mitt fólk aftur. Hvað finnst þér um þennan draum? Hvernig ræður þú hann? Með bestu kveðju og þakklœti. FÞV. Fyrri hluti draumsins boðar einhverja erfiðleika og tengjast þeir sterklega högum þinna nánustu. Sértu útivinnandi gæti þetta snert óvænta atburði á vinnustað, en ef ekki er þar um að ræða atburði innan veggja heimilisins. Ekki er þó þarna um einhliða erfiðleika að ræða og ýmislegt mjög heppilegt mun tengjast atburðum þessum á óvæntan máta. Þegar líður á drauminn koma sterk tákn, sem benda til þess að ýmislegt muni uppfyllast fyrr en þig sjálfa grunar. Hlutir, sem þig hafði aðeins dreymt um en aldrei talið mögulega munu einmitt gerast og verða þér óvænt gleðiefni. Samband þitt við fjölskylduna mun verða mun betra en nú er og fjölskyldan standa vel saman í lífsbaráttunni. Ekki er draumurinn nógu ákveðinn til þess að draumráðandi treysti sér til að segja til um hvort utan- landsferð er á næsta leiti hjá þér, en það er alls ekki með öllu útilokað. Einnig gæti systur- dóttirin í draumnum átt við veikindi að stríða um tíma, en það þarf alls ekki að vera að það komi fram á næstunni. Ótalinn er sá möguleiki að sá hluti draumsins þar sem þér finnst þú stödd í Þýskalandi sé berdreymi. Það gæti verið og þá einnig að þú eigir þá eftir að koma til staðarins í draumnum, þekkja hann og muna drauminn á því andartaki. Það skal þó skýrt tekið fram að ekki er endilega um Þýskaland að ræða, því nafnið gæti einungis verið undir- strikun annarra tákna draumsins. Rottur með stingandi augnaráó Kæri draumráðandi! Ég ætla að biðja þig að ráða þennan draum sem mig dreymdi um daginn. Ég var Sköp stödd inni í eldhúsi þegar þrjár rottur stukku inn um gluggann. Allar voru þær dökkbrúnar að lit en misjafnlega stórar. Þær stukku upp á eldavélina og horfðu stingandi á mig. Ég tók gulan disk úr uppþvottagrind þar rétt hjá og ætlaði að fara þurrka hann en þá stökk stærsta rottan á mig og ætlaði að ráðast á andlitið á mér. Þá bar ég diskinn fyrir mig svo að húnfattist út og varð að einni klessu. Virðingarfyllst. Heiða Rottur í draumi eru fyrir erfiðleikum af manna völdum. í þínu tilviki er um að ræða þrjá svikula vini eða kunningja sem gera þér lífið leitt á ýmsá vegu. Guli diskurinn táknar einnig þessi sömu óheilindi og ýmislegt bendir til þess að þú gjaldir þessum svikurum rauðan belg fyrir gráan og mun sá aðsóps- mesti fá harkalegustu viðtök- urnar hjá þér. 44. tbl. Vikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.