Vikan


Vikan - 30.10.1980, Page 62

Vikan - 30.10.1980, Page 62
Pósturinn Að byrja með strák Elsku Póstur. Ég vona að Helga sé södd og þakka allt gamalt og gott í Vikunni. Þú verður að hjálpa mér og birta góð svör. Þannig er mál með vexti að ég á mjög fáa vini og er alltaf ein og yfir- gefin. Ég átti mjög góða vinkonu, en hún byrjaði með slrák og talar ekki lengur við mig, en verra er að ég var næstum því með strák, við hittumst á hverjum degi og vorum mjög góðir vinir. Eg vissi að hann ætlaði að biðja mig að vera með sér en ætlaði að geyma það því ég fór út og var þar I 3 mánuði. En þegar ég kom heim aftur talaði hann aldrei við mig nema ef ég talaði við hann. Ég hef farið nokkrum sinnum heim til hans og þá vill hann alltaf fara að gera hitt og þetta en biður mig aldrei að vera með sér. Það skal tekið fram að það er engin önnur stelpa i spilinu. En ég geri mig ekki ánægða með þetta eins og þetta er og verð að fá botn í þetta, en ég vil ekki missa hann því þetta er eini vinurinn minn og ég veil að hann er ekki búinn að missa áhugann. Elsku Póstur, viltu reyna að hjálpa mér, því mig langar mest til að stvtta mér aldur. Ein að farasl. P.S. Hafa foreidrarnir rétt til að banna manni að vera með strák þegar maður er 15 ára? Póstinum þykir vænlegast til árangurs í þessu máli að spyrja strákinn hreint út. Þið virðist all- góðir vinir og það auðveldar málið. Stelpur eiga hiklaust að taka fyrsta skrefið í málum sem þessum, ekki síður en strákar. Strákurinn er ef til vill feiminn og þar sem þú telur að hann sé ekki búinn að missa áhugann ættirðu að vera ósmeyk við hann. Samkvæmt lögum er fólk ekki sjálfráða fyrr en við 16 ára aldur. Foreldrum og unglingum er réttast að ræða saman um vandamálin og leysa þau án boða og banna. Það getur verið erfitt að banna unglingum að vera saman, en hins vegar ættu unglingar að taka ráð foreldra sinna oftar til íhugunar, því yfir- leitt vilja þeir börnum sínum aðeins vel. Heimilisföng frœgra hljóm- sveita Thin Lizzy aðdáandi 3371 sendi Póstinum heimilisföng vinsælla hljómsveita. Auk þess sendi Stína heimilisföng Kiss og Blondie. Kann Pósturinn þeim bestu þakkir fyrir og vonar að lysthafendur geti hér eftir stílað bréf sín á rétta aðila. Kiss Army Mail, P.O. Box 2634, Canogadark Ca. 91367, USA RAINBOW Official UK Fan Club, P.O. Box 7, Prescot, Merseyside, England. WHITESNAKE Fan Club, c/o Karen Green, 15 Broom Acres. Long Down Lodge Estate, Sandhurst, England. GENESIS Information, P.O. Box 107, London NC 5 RU. England. Official SCORPIONS Fan Club, 17 Burntwood Grove. South Kirby, Pontefract, Wet Yorkshire. England. Thc WHO Club, P. O. Box 107 A, London NC 5RU. England. AC/DC Official Fan Club, 18 Watson Close, Bury St. Edmunds. Suffolk, England. DR HOOK Fan Club, P.O. Box 4335, Madison, TN 37115. USA. BLONDIE, c/o Ed Justin. P.O. Box 090, Radio City Street Station, New York, N.Y. 10010, USA Ekki alveg, kannski Halló Póstur! Þetta er í fyrsta skipti, sem ég skrifa þér, og ég vona að Helga sé södd. Þannig er mál með vexti, að ég þoli ekki mömmu. Hún gerir allt til að mér líði illa. Hún er alltaf að reyna að gera eitthvað gott úr mér: Hún sendi mig einu sinni í ballett, bara af því að hún vissi að mig langaði ekki. Pabbi er annars ágætur (því að hann skiptir sér ekkert af mér). Mamma vill bara að égséhennar oggeri bara það, sem hana langar til að ég geri, og að ég hlýði henni bara. Svo er hún alltaf aðrifja upp hundrað ár aftur í tímann hvað hún haft haft það vont þegar hún var ung en nú eru breyttir tímar en það skilur mamma bara alls ekki. Vinkona mín sem við skulum kalla X má alltaf vera úti eins og hún vill, svo getur hún farið með stráka inn til sín þegar mamma hennar er heima en það get ég ekki. Ef mamma mundi frétta að ég væri með strák og svo mundi ég koma heim um kl. eitt, veistu hvað hún mundi halda? Hún mundi halda að ég væri að ríða langt fram á nótt og svo mundi hún sjá til þess að ég færi ekki meira út á kvöldin í eitt ár (ekki alveg kannski). Ef ég hlýði henni ekki verður hún alveg óð og ég er orðin hundleið á að hlýða henni. Hvað á ég að gera, á ég að hlýða eða hlusta ekki á hana? Með fyrirfram þökk fyrir birtingu. Bæ, bæ elsku Póstur. Ég Ja hérna, móðir þín er greinilega hið mesta illfygli! Hegðun hennar er gersamlega óskiljanleg, reynir að gera gott úr þér öllum stundum í stað þess að snúa sér að því að kenna ýmsa ósiði, svo sem að bora í nefið, klóra þér á bestu stöðum í tíma og ótíma svo þú verðir síðar reglulega óskemmtileg i viðkynningu. Þessi hegðun móður þinnar gæti komið endan- lega í veg fyrir að þér takist að hlunkast hugsunarlaust í gegnum lífið. En hver hefur sinn djöful að draga, segir einhvers staðar, og þú verður því að sitja uppi með þína samviskusömu móður, sem líklega hefur það af að koma þér nokkurn veginn áfalla- i laust til manns þegar fram líða stundir. Þar til svo verðurj neyðist þú til að þola afskiptasemi og umvandanir af hennar hálfu. Að lokum — og í fullri alvöru: Er hún alveg jafnslæm og þér segir í bréfinu? Heldurðu að hún hafi einungis látið þig í ballett vegna þess að þig langaði ekki? Getur ekki verið að j hún hafi grun um að líkaminn þroskast allvel við ballettiðkun og útlit og hreyfiþroski taka miklum framförum? Og þarf hún að telja víst að þú farir út á kvöldin í einungis einum tilgangi og takir til þín gesti með það sama að markmiði? Varla, enda telur Pósturinn að þú sjálf hafir ekki trúað skil- yrðislaust á málstaðinn þegar bréfið var samið. Varstu ef til vill nýbúin að eiga í útistöðum og þurfir að fá útrás? Það er vitað að foreldrum hættir til þess að bera sína eigin æsku um of saman við æskuár barna sinna. En ef þér finnst sjálfsagt að ætlast til skilnings á þínum sjónarmiðum af hálfu móður þinnar getur ekki verið ósanngjarnt að krefjast þess að það sé nokkurn veginn gagnkvæmt. 62 Vikati 44. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.