Vikan


Vikan - 30.10.1980, Side 63

Vikan - 30.10.1980, Side 63
Minnimáttar- kennd Elsku Póstur. Mér finnst Vikan alveg ágcel (sérstaklega sögurnar). Jæja, nóg um það. Vandamálið er að ég er algjör- lega misheppnuð manneskja, ég hef svo mikla minnimáttar- kennd. Hvernig get ég losnað við hana? Svo er annað. Það er ofsasætur strákur I skólanum sem horfir alltaf svo mikið á mig (ég er svolítið hrifin af honum) en ef hann yrðir á mig fer ég í kerfi. Á skólaballi dansaði ég við hann og allt var í stakasta lagi, en I skólanum daginn eftir, þegar hann sagði „hæ",fór ég I kerfi. Hvað get ég gert? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Norðlendingur P.S. Hvað er Vikan gömul? Ráð við minnimáttarkennd eru margvísleg, en sjaldnast óbrigðul. Best er að reyna að sannfæra sjálfan sig um eigið ágæti. Allir hafa eitthvað gott til brunns að bera og það er mikilvægt að gera sér grein fyrir eigin kostum ekki síður en göllum. Hafðu það í huga að margir þjást af minnimáttar- kennd þótt þeir virðist öruggir með sig. Póstinum finnst ekkert athugavert við að roðna, sérstaklega ekki í návist þess sem maður er skotinn í. Reyndu að taka kveðju stráksins og kynnast honum, dálítið, jafnvel þó þú farir dálítið hjá þér í fyrstu. Með því hefur þú yfirstigið það versta. Vikan er á 42. ári. Lítil brjóst Kæri Póstur! Ég er 14 ára. Eg er 18. bekk. Ég er alvegferlega óþroskuð líkamlega. Eg er ekki nema 149 cm á hæð, ekki einu sinni byrjuð á túr. Er óeðlilegt að 15 ára stelpa sé ekki byrjuð á túr? Er ekki hægt að fá hormónalyf eða eitthvað svoleiðis? Mamma segir að ég skuli bara vera fegin að vera ekki með lafandi brjóst og túrverki, en stelpurnar stríða mér alveg jafntfyrir því. Bless, bless. UU. Áhyggjur þessar eru óþarfar. Þú ert lágvaxin og létt og átt bæði eftir að stækka og þroskast. Léttar stúlkur verða oft seinna kynþroska en þær þyngri, og það er algengara en þig grunar að 14-15 ára stúlkur séu ekki farnar að hafa blæðingar. Sértu hraust að öðru leyti er engin þörf að leita læknis að svo komnu máli. Fylgdu góðum ráðum móður þinnar, en taktu ekkert mark á stríðni stelpnanna. Pennavinir úti i löndum Kæra Vika! Mig vantar eða réttara sagt langar að fá pennavini úti I löndum (bara einhvers staðar). Getur þú ekki sent mér eitthvert nafn á útlensku blaði og ég sendi eða þú sendir nafnið mitt bara fyrir mig út? Kærar þakkir, ) Ragnheiður Sverrisdóttir Laugabrekku I, 640 Húsavík P.S. Ég er 15 ára og hef ýmis áhugamál. Til þess að næla í erlenda penna- vini eru ýmsar leiðir færar og ein þeirra er að svara einhverjum af þeim aragrúa, sem Vikan birtir beiðni frá oftast vikulega. Af nógu er þar að taka og þú ættir að geta valið úr hinum ýmsu þjóðernum. Einnig er starfandi pennavinaklúbburinn marg- nefndi í Finnlandi, heimilis- fangið er: International Youth Service, Turku, Finland. Því miður sendir ekki Pósturinn nafnið til erlendra blaða, en ef þú vilt heldur fara þá leiðina skaltu bara senda sendiráðum viðkomandi landa bréf, heimilisfangið fyrir- finnst í símaskránni og þau sjá síðan um að senda beiðnina áleiðis. En fyrri kostirnir ættu að vera ólíkt fyrirhafnarminni. Blaðá Grœnlandi Elsku Póstur! Ég ætla að biðja þig að hjálpa mér örlítið. Égskrifastá við konu á Nýja-Sjálandi. Hún er öll á bólakafi í bréfa- skriftum, skrifast á við um það bil 80 manns hér og þar um allan heim. En hún á engan grænlenskan pennavin og nú langar hana í einn slíkan. Getur þú aðstoðað mig? Gefið mér upp heimilisfang dagblaðs á Grænlandi eða eitthvað slíkt? Þeir verða helst að skilja ensku. Danska er svosem I lagi mín vegna. Bestu kveðjur. Þín Hrafnhildur Heimilisfang útbreiddasta blaðsins á Grænlandi er: Gronlandsposten, P.O. Box 39 3900 Nuuk, Gronland. J»etta blað birtir oft óskir um •ennavini. Nánari upplýsingar nást hjá danska sendiráðinu í pteykjavík. Pennavinir Otto Estrada, 7 calle 7-36 Zona 7, Colonia 5, Zamayoa, Guatemala, Guatemala C.A., er 23 ára og óskar eftir pennavinum á íslandi. Hann langar að skiptast á póstkortum og hugmyndum við fólk á svipuðum aldri. Skrifar á ensku og spænsku. Laura Hudlow, P.O.Box 13, Forest Park, Ga. 30050 USA, er 19 ára og langar mikið að eignast pennavin hér á landi. Áhugamál hennar eru meðal annars bókmenntir, saga, myndlist og handavinna. Guöný Margrét Hjaltadóttir, Austur- brún, 765 Djúpavogi, óskar eftir að skrifast á við krakka á aldrinum 13-15 ára. Áhugamál hennar eru margvísleg. Svararöllum bréfum. Guðrún Þorsteinsdóttir, Ásvegi 14, Dalvik, óskar eftir að skrifast á við krakka á aldrinum 11-13 ára. Áhugamál margvísleg. Monica Westerlund, Pl. 6550 Alsbyn, S-66600 Bengtsfors, Sverige, langar að skrifast á við stráka á aldrinum 19-22 ára. Hún er 18 ára og skrifar á sænsku og islensku. Matthildur Þorvaldsdóttir, Fifuseli 35, 109 Reykjavik, óskar eftir pennavini. helst strák, á aldrinum 14-16 ára. Sjálf er hún 14 ára. Áhugamál hennar eru marg- visleg. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Ern Curtis, Box 238, Oregon Wis. 53575 LSA, langar að skrifast á við íslenskar stúlkur, 16 ára og eldri, sem hafa áhuga á að koma til Banda- ríkjanna. Hann er meðalmaður að vexti, víðsýnn að eigin sögn. Áhugamál hans eru náttúran, íþróttir, tónlist og margt fleira. Brian Haight, 18311 Foxglove, Irvine, Ca. 92715 LSA, er 31 árs og langar að skrifast á við elskulega stúlku. Áhugamál hans eru tónlist, dans, bréfa- skriftir á ensku og ferðalög. Ásdis Ósk Valsdóttir, Svarfaðarbraut 9, 620 Dalvtk, óskar eftir að skrifast á við krakka á aldrinum 10-12 ára. Sjálf er hún 11 ára. Áhugamál hennar eru margvísleg. Oddný Stefánsdóttir, Garði, 765 Djúpavogi, og Þórlaug Másdóttir, Dalsmynni, 765 Djúpavogi, óska eftir pennavinum. strákum og stelpum. Áhugamál þeirra eru margvísleg. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Mark Edward Phillips, RD-2 Box 169, Ilemington, N.J. 08822, LSA, er 16 ára skólanemi, vinnur auk þess sem öryggis- vörður við sundlaug. Aðalnámsgrein hans er alþjóðasaga, hann talar ensku og þýsku. Kolbrún Harpa Halldórsdóttir, Suður- götu 42, 300 Akranesi, óskar að skrifast á við stelpur á aldrinum 10-12 ára. Áhugamál: sund, bíó og margt fleira. Svarar öllum bréfum. Karólína Inga Guðlaugsdóttir, Knarrar- bergi 5,815 Þorlákshöfn, óskareftiraö skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 13-15 ára (er sjálf 13 ára). Áhugamál eru margvisleg, t.d. dans, iþróttir, strákar og sund. Elinóra Friðriksdóttir, Vogabraut I, 780 Höfn Hornafirði, er 15 ára og óskar eftir pennavinum á aldrinum 15-18 ára. Áhugamál: dans, sund, skrifa bréf, bækur og margt fleira. Þórey J. Jónsdóttir, Einigrund 2, 300 Akranesi, er 12 ára og langar að eignast pennavini á aldrinum 11-13 ára. Áhugamál: allt sem auga á festir. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Svarar öllum bréfum. M. I. Chaugan, P. O. Box 800, Abu Dhabi LAE. Hann er 35 ára gamall, meðalmaður að vexti og langar að eignast íslenska pennavini. Áhugamál hans eru: kvikmyndir, íþróttir, bréfa- skipti og að skiptast á gjöfum. Skrifar á ensku. 44. tbl. Vikan 63

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.