Vikan - 13.08.1981, Blaðsíða 15
Af tónlistarmönnum
I
áhrif sem enginn getur með
góðu móti skýrt. Hún í það
minnsta heltekur alla sem á
annað borð leggja lag sitt við
hana. Fyrir alla þá var dauði
Marleys áfall en þeim til
huggunar skal sagt að hann
ruddi öðrum braut og þvi er
alltaf von til þess að aðrir sem
hann komi einhvern tíma, þó
seint verði.
Myndirnar tii hægri eru frá jarðar-
för Marleys í iþróttahöllinni í King-
ston á Jamaica. Á efstu myndinni
er Ziggy sonur Marleys að dansa
sinn undarlega og tryllta dans. Eins
og Gunnar á Hlíðarenda forðum
stökk hann hæð sina í loft upp
hvað eftir annað. Á næstu mynd
fyrir neðan er móðir reggae-kóngs-
ins þar sem hún syrgir son sinn.
Neðsta myndin af bakraddasöng-
konum hjá „The Wailers", hljóm-
sveit Bobs Marleys. í miðjunni er
ekkja hans, Rita. Hljómsveitin lék
við útförina. Á myndinni hér fyrir
neðan er verið að koma kistu
Marleys fyrir í grafhýsi i St.
Anne's.
MARLEY
lagður til hinstu
hvílu
orthodoxakirkjunni var kistan
aftur flutt í íþróttahöllina þar
sem seinni athöfnin var haldin
á tveim tungumálum,
armharísku og geez, sem bæði
eru Afríkumál, svo og ensku.
Ástæðan fyrir fyrri athöfninni
var sú að Marley hafði gengið í
orthodoxakirkjuna og við það
breytti hann nafni sínu í
Berhanie Selassie sem þýðir
,,ljós heilagrar þrenningar”.
Hin athöfnin var með allt
öðrum hætti enda öll viðameiri
þar sem þjóðhetja var borin til
grafar á kostnað ríkisins.
íþróttahöllin var troðfull
meðan á jarðarförinni stóð og
fyrir utan stóðu þúsundir sem
ekki komust inn. En það var
ekki grátur sem fylgdi sorg
fólksins, jarðarförin var miklu
líkari uppskeruhátíð en jarðar-
för. Það var dansað og sungin
Marley-tónlist milli þess sem
ræður voru fluttar, þar á meðal
af forsetanum. The Wailers
spiluðu og móðir Marleys,
Cedella, söng trúarsöng. Hún
er ekki vön að halda á hljóð-
nema svo röddin hvarf alltaf
annað slagið. Á æfingu hafði
hún hins vegar sungið hið sama
af allri þeirri tilfinningu sem
hæfði tilefninu. En hreyfingar
hennar og annarra sem iðuðu í
dansi á' sviðinu gerðu nóg.
Kistan var blómum skreytt og
í kringum hana var dansaður
undarlegur, seiðandi dans sem
tók á sig tryllingslega mynd á
stundum. Til dæmis vakti
dans Ziggys, sonar Marleys,
feikna athygli sjónvarpsáhorf-
enda um allan heim sem
fylgdust með fréttasendingum
frá Jamaica. Hvað öll þau
undarlegheit, sem hann fram-
kvæmdi, eiga að tákna má
hamingjan vita en að sjá
þannig gert við jarðarför var
með ólíkindum. Og það af syni
þess sem syrgður er. En sinn er
siður i landi hverju og sjálfsagt
hefur Jamaica-búum þótt þetta
eðlilegt.
Nú, þegar Bob Marley er
liðinn, er hægt að gera sér grein
fyrir áhrifum hans í heild sinni
á nútíma dægurlagamúsík og
með tíð og tíma mun án efa
koma í ljós að þau eru ekki lítil.
Hann er sá maður sem gerði
þessa sérstöku tónlistarhefð að
því sem hún er, vann henni
fylgi meðal þeirra sem hrærast í
rokki, hverrar greinar sem það
er. Segja má að hann hafi gert
reggae-ið að deild innan
rokksins, deild sem seint verður
niður lögð. Hið sérstaka hljóð-
fall þessar tónlistartegundar
hefur einhvers konar töfrandi
Aðstandendur Marleys i íþrótta-
höllinni þegar kista hans var borin
inn. í þessu húsi var Bob Marley
kvaddur sem þjóðhetja.
33. tbl. Vikan 15