Vikan - 13.08.1981, Blaðsíða 30
Þetta samgrær allt eftir töngina.
Ég nota tvennslags tangir sem ég fékk
frá Danmörku. Önnur mer en hin klippir
frá. Hann pantaði þær fyrir mig hann
Ásgeir dýralæknir í Reykjavík. Ég kom
oft til hans í Reykjavík.
Þrjú orð virðast rúma
lífsskoðun Gísla Tómas-
sonar, eins og hún
hefur mótast þegar
erfiðleikar blöstu við á
ævi þessa 84 ára gamla
bjartsýnismanns: „Það
gekk allt".
Dýralæknisstarfið felst líka í því að
hjálpa bæði kúm og ám, taka fóstur frá
bæði ám og kúm, setja leg að og annað
svoddan sem kemur fyrir.
Töluverð brögð voru að því að leg
færi út og oft hefur þurft að taka fóstur.
Það hefur gengið vel. Oft kom það fyrir
með kýr að þær voru að sjá alveg stein-
dauðar af doða en lifnuðu samt. Þá lágu
þær alveg bakk, og það var sama þótt
maður kæmi við sjáöldrin, þau
hreyfðust ekki. Voru í algjöru dauðadái.
Kúadoði lýsir sér þannig að það er öll
starfsemi lömuð, það starfar ekkert. Það
fellur engin mjólk til þeirra, þær geta
ekkert jórtrað og ekkert étið, þær losna
ekki við neinar hægðir — það er allt
stopp.
Stundum þegar þær vakna úr þessum
dvala þá horfa þær allt í kringum sig eins
og þær kannist ekki við sig.
Enn þann dag í dag veit enginn hvað
veldur doða. Eftir því sem nú gerist
virðist vanta kalk, þvi að nú er það
notað svo mikið til lækninga, sett undir
húð eða í æð. En mér finnst það aldrei
öruggt nema hafa dæluna líka.
Ég hafði þá ekkert annað en dæluna
og tilsögn fékk ég úr bókinni eftir danska
prófessorinn sem fann doðadæluna upp.
Þar voru svo góðar tilsagnir hvernig átti
að vinna þetta.
Doðadælan er notuð þannig að fyrst
er allri mjólk mjólkað úr júgrinu og
síðan dælt í það lofti þar til það er álíka
hart viðkomu og júgrið þegar það er
ómjólkað undir kúnni, en ekki yfir þá
hörku. Það stóð í bókinni að þetta ætti
að gerast á tveggja tíma fresti þegar
kýrin var farin að lifna.
Hérna suður í bæ tók ég til dæmis kú
klukkan átta að morgni, hún lá I
flórnum og var „steindauð”. Eigandinn
taldi best að draga hana bara út. En ég
taldi rétt að láta hana upp á básinn fyrst.
Það var náttúrlega gert. Hún var
uppþembd og ropaði mikið svo að það lá
við að ég hrykki frá þegar ég togaði í
hálsinn.
En klukkan tvö um daginn var kýrin
staðin upp og farin að éta. t M
Það gekk allt. I H
30 Vikan 33. tbl.