Vikan


Vikan - 13.08.1981, Blaðsíða 41

Vikan - 13.08.1981, Blaðsíða 41
Gluggagróður Eilítið um kaktusa Kaktusar eru þykkblöðungar og þrífast vel í sólbökuðum, sjóð- heitum gluggakistum suðurglugg- anna þar sem fáar plöntur vilja vera. Þessar ófrýnilegu en samt fallegu plöntur gleðja margan manninn. Allir sem áhuga hafa geta ræktað kaktusa. Þeir eru mjög nægjusamir, yfirleitt fyrir- ferðarlitlir og krefjast ekki mikillar umhirðu. Kaktusar og aðrir þykkblöðung- ar eru upprunnir í heitum löndum og vaxa yfirleitt í eyðimörkum þar sem enginn annar gróður þrífst. Plönturnar eru vel útbúnar frá náttúrunnar hendi til þess að standast þurrka og hita. Frumur þykkblöðunga geta geymt meira vatn en aðrar plöntur. Sérkenni- leg lögun, broddar, hár eða lítil þykk blöð þjóna þeim tilgangi að plantan hafi sem minnst yfirborð og draga með því úr vökvatapi. Kaktusaræktendur geta brugðið sér í sumarleyfi um fárra vikna skeið án þess að þurfa að biðja sérstaklega fyrir kaktusana. En þó kaktusarnir þoli vel þurrk er ekki þar með sagt að þeir eigi alltaf að vera þurrir. Vfir sumartímann þarf að vökva þá tvisvar í viku og oftar ef plantan stendur í blóma. Næring er ekki nauðsyn- leg nema fyrir blómstrandi kaktusa. Athugið aðeins að ofvökvun er algengari dauða- orsök kaktusa en ofþornun. Ofvökvun veldur því að rætur og stöngull taka að rotna og plantan leggur fljótlega upp laupana. Á veturna þarf ekki að vökva kaktusa nema á viku til hálfs- mánaðar fresti eftir því hve heitt er hjá þeim. Sólskin er þykkblöðungum lífs- nauðsyn og suður- og suð-austur- gluggar eru því heppilegasti staðurinn fyrir þá. Einnig er hægt að rækta þá í öðrum björtum gluggum. Vonlítið er að kaktusar þrífist inni í stofu, úti í horni eða undir Ijósi. Rætur kaktusanna eru oftast nær dreifðar og liggja grunnt til þess að ná sem mestum raka. Fremur grunnir víðir pottar eru þar af leiðandi heppilegastir til kaktusaræktunar. Moldin ætti að vera sendin og fremur efnasnauð. I blómaverslunum fæst ágæt moldarblanda fyrir kaktusa. Það er ekki nauðsynlegt að skipta um potta kaktusanna á hverju ári. Þeir vaxa fremur hægt og líður ekkert illa þó fremur þröngt sé um þá. Ágætt er að setja dálítið af möl ofan é moldina til þess að koma í veg fyrir að neðsti hluti plöntunnar standi í raka og rotni. Tryggt afrennsli þarf að vera frá pottinum. Notið potta með götum í botninn. Ef plantað er í heilar skélar þarf að setja gott lag af smásteinum eða viðarkolum neðst. Vegna broddanna getur verið erfitt að meðhöndla kaktusana, til dæmis þegar skipta á um mold eða þrífa. Reynandi er að útbúa eins konar hlíf með þvi að vefja pappír nokkrum sinnum um plöntuna. Vefjið laust þannig að mögulegt sé að taka um eins konar handfang. Til þess að þrífa kusk og ryk af kaktusum er hand- hægt að setja mjúka burstann framan á ryksuguna og ryksjúga plöntuna varlega. Tiltölulega auðvelt er að fjölga flestum kaktusum. Það er ýmist gert með skiptingu, afleggjurum, afskorningum eða fræjum. Afleggjarar og afskorningar eru settir í vel sendna mold. Vökvið ekki fyrr en að einum til tveimur dögum liðnum. Kaktusafræ fást annaðslagið í blómaverslunum og hjá Sölufélagi garðyrkju- manna í Reykjavík. Sáið fræjunum á sendna mold að vori eða snemma sumars. Sigtið örþunnt lag af mold ofan á. Úðið yfirborðið með vatni.Breiðið síðan glært plast yfir pottinn, látið á skuggsælan stað þar sem hita- stigiðfer ekki undir 21 stig. Eftir fáeina daga taka fræin að spíra. Þegar mynd er komin á plönturnar er óhætt að. færa þær yfir í aðra potta. i y Vökvið varlega. | " 33. tbl. Vikan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.