Vikan


Vikan - 13.08.1981, Blaðsíða 22

Vikan - 13.08.1981, Blaðsíða 22
Texti: Jón Baldvin Halldórsson Fróðleiksmolar þessi afbrigði svo sem renaissance og barrok. Renaissance-tónlistin tengist þeirri endurvakningu sem varð almennt í listum á 14. öldinni samfara lokum miðaldanna og upphafi nýja tímans. Barrok-tónlistin er hins vegar nátengd sérstöku lífsmynstri ákveðins fólks á 17. öld og fyrri helmingi þeirrar 19. Þessi tegund tónlistar var þá mikið leikin í glæstum höllum Evrópu meðal voldugra hirða. Þessi tónlist er ákaflega lostafull og túlkar vel þetta sérstaka líf sem kóngar og drottningar lifðu bakvið tjöldin. Klassísk tónlist Þetta hugtak er eins og áður var getið oft notað sem andstæða við popptónlist Þ eir sem lítt þekkja til þeirrar tónlistar sem framin er til dæmis af sinfóníu- hljómsveitum, einsöngvurum eða kórum hafa tilhneigingu til að skella nafninu „klassísk músík” á allt saman, gjarnan með lítið eitt niðrandi formerki. Á sama hátt hættir unnendum þeirrar tónlistar mikið til að líta niður á hina svokölluðu popptónlist. Hvort tveggja er fáránlegt enda hefur öll tónlist sér til ágætis nokkuð og hvort heldur hún er flutt með rafmögnuðum nútíma hljóð- færum eða gömlum sem ekki njóta slíks er tónlistin alltaf söm við sig. Hún getur bæði verið góð og vond og það er einstaklingsbundið hvernig hverjum og einum fellur hún. Sumar tegundir tónlistar geta hæft þessu eða öðru tilefninu og svo vilja menn kannski hlusta á popp í dag, eitthvað annað á morgun. En það var þetta með nafngiftina á „sinfóníugarginu”. Listir allra handa er alltaf erfitt að greina niður í ákveðin tímabil og verður alltaf að setja ákaflega stór spurningarmerki við. Fyrir skóla- bókina verður að notast við hina grófustu flokkun og þannig er það með tónlistina. Stefnur í tónlist skarast alltaf meira og minna en mönnum kemur þó saman um að setja tónskáld og afurðir þeirra í þrjá meginflokka: klassísk tónlist — rómantisk tónlist — nútímatónlist. Tónlistarunnendur falla síðan um hin og ZZ Vikan 33. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.