Vikan - 13.08.1981, Blaðsíða 21
Framhaldssaga
Nogronsky, það feita svín, hefur
trompásinn í erminni. Fimmtugasta og
þriðja spilið í pakkanum. Hann getur
skotið von Haaz ef allt bendir til þess að
honum mistakist. Nogronsky myndi
bara hverfa í snjóinn eins og glóðheitur
kolamoli. Hann hefur sloppið úr verri
vanda en þessum, þegar hann hefur
hvorki haft byl né myrkur til að leyna
sér. Hugsið máliðbetur.”
Þognin var þrúgandi, nema fyrir
Haggai, sem virtist láta sig þetta litlu
skipta.
Mason átti bágt með að halda aftur af
sér. Hann langaði mest til að hvæsa á
Godin en nú komu kallmerki frá labb-
rabb-stöðinni eins og til að leggja áherslu
á orð Godins.
Loftskeytamaðurinn hljóp að stöð-
inni.
Þeir heyrðu hann endurtaka skila-
boðin.
„Nogronsky er farinn af eyðibýlinu.
Hann ekur eftir Thorold Stone Road.”
Mason leit reiðilega á Godin.
„Jæja,” sagði hann. „Ætlarðu þá að
segja okkur hvað við eigum að gera?”
„Jamm,” sagði Godin og leit á klukk-
una á veggnum.
Hún var 8.51.
Cathy Davidson var inni í setustof-
unni á Niagara Road nr. 10. Henni til
mikils léttis sat Karl við borðið og
skoðaði skjöl sín.
Hann leit ekki á Cathy enda hefði
hann ella séð breyttan svip rólegu stúlk-
unnar sem honum hafði verið sagt að
„taka á löpp” í Air Canada skrifstofunni
í París fyrir hálfu ári. Cathy Davidson
var enginn asni; satt að segja var hún
gáfaðri en von Haaz þó að hún hefði
aldrei látið hann verða varan við það.
Hún sá að hann var mjög órólegur en
það vakti áhuga hennar að sjá að tauga-
óstyrkur hans var annars eðlis en
hennar. Hún var ákveðin á sinn hátt og
þvi ekki óttaslegin eins og Karl.
Hún komst að þeirri niðurstöðu að
hún yrði að hjálpa honum en hún varð
að gera það án þess að hann hefði hug-
mynd um það. Hún skildi Karl. Já, hún
vissi meira um hann en hann hafði hug-
mynd um. Hún leit á hann yfir timaritið
sem hún hélt á í. grönnum höndunum.
Hann hrukkaði ennið, hann kveikti i
fimmtu sígarettunni og hann hélt á skrif-
uðu blaði fyrir framan sig eins og hann
væri að lesa það, en án þess að sjá orð.
„Ekki skil ég hvernig þú getur haldið
áfram að glápa á þessi blöð,” sagði hún
og lagði tímaritið frá sér um leið og hún
reis á fætur. „Ég get ekki einbeitt mér að
neinu núna, Karl.”
Hún gekk til hans og tók utan um háls
hans aftan frá.
„Verður þetta ekki í lagi, Karl?”
Hann yggldi sig en sat kyrr. Hvers
vegna gat manneskjan ekki verið kyrr?
Hvers vegna gat hún ekki séð hann f
friði?
„Auðvitað gengur allt vel,” sagði
hann reiðilega. „Þú þarft ekkert að ótt-
ast. Ég hef margsagt þér það.”
„Fyrirgefðu, Karl, ég ætlaði ekki að
þreyta þig,” sagði Cathy lágt og tók
hendurnar af hálsi hans.
Þetta kvenfólk! hugsaði von Haaz en
hann mátti ekki þreyta hana núna.
Hann tók um hönd hennar.
„Þetta verður í lagi, Cathy. Ég veit að
það er erfitt að bíða svona. Biðin er alltaf
erfið. Það fer með flesta á taugum að
þurfa að bíða lengi, áður en þeir geta
hafist handa. Það væri farið að fara um
marga sem eru mun meiri hörkutól en
þú. Gleymdu því aldrei. Nú fer eitthvað
að gerast bráðum. Klukkan er að verða
níu svo að hann hringir bráðum.”
„Ó, Karl!” hvíslaði hún.
Hann dró hana að sér og tók utan um
grannt mitti hennar. Hann fann líkams-
yl hennar við líkama sinn. Hann leit
framan í hana og eitt andartak sá hann
sig sjálfan endurspeglast í gleraugnalins-
unum. Svo sá hann augu hennar myrk
og athugul líta á sig. Svipurinn var blíð-
legur, næstum vorkunnsamlegur, en von
Haaz komst að þeirri niðurstöðu að
þetta væri óttasvipur.
„Hafðu ekki svona miklar áhyggjur,
Cathy.”
„Ég veit að það er asnalegt, Karl, en
ég get ekkert að því gert.”
„Hlustaðu nú á mig. Hugsaðu bara
um það sem við þurfum að gera. Við
fáum skilaboðin, Klukkan tuttugu og
fimm mínútur yfir níu slökkvum við
ljósið ef allt er í lagi og ég veit að allt
verður í lagi. Við förum út eins og við
ætlum í bíó eða eitthvað. Tvær hvers-
dagsmanneskjur. Við getum verið á
leiðinni hvert sem er það er gamlárs-
kvöld — í boð eða eitthvað. Það lítur
enginn við okkur. Það snjóar enn svo að
það verða fáir á ferli. Við beygjum til
vinstri í Falls Road og förum fram hjá
Brock hótelinu. Næst förum við yfir
götuna að brúnni. Brúin er ekki
ýkjalöng og við göngum yfir hana. Ann-
að er það ekki.” Hann þrýsti henni að
sér. „Hvers vegna hefurðu áhyggjur af
svona smámunum, Cathy?”
Hún kyssti hann mjúklega á varirnar.
„Þú ert svo elskulegur, Karl, og þú ert
svo góður við mig. Fyrirgefðu mér aum-
ingjaskapinn.”
„Láttu ekki svona. Þú stendur þig
vel.” Hann brosti veiklulega.
„En ... Karl, en ..
„En, hvað?” spurði hann og reiddist
aftur.
„Þú sagðir að CIA vildi þig feigan. Ef
þeir vita nú um þig . .. !”
„Talaðu ekki svona, vinan! Heldurðu
að CIA myndi ekkert gera ef þeir vissu
að ég er hér? Nei,” sagði hann eins og
væri hann að sannfæra sjálfan sig,
„CIA-mennirnir væru komnir hingað
fyrir löngu. Hvernig ættu þeir að vita
nokkuð um okkur? Við erum með
kanadísk vegabréf, við komum hingað á
löglegan hátt og allt var í lagi. Lögreglan
hefur engar skýrslur um okkur. Hafðu
ekki áhyggjur. Skilurðu það?”
„Mér líður mun betur þegar þú talar
svoiia við mig, Karl. Þú ert svo sterkur
og veist allt um þetta. Fyrirgefðu mér.”
Hún brosti til hans. Henni fannst
hann líta betur út. Hún varð glaðlegri á
svipinn og spékopparnir sáust í vöngun-
um.
Framh. ínæ-.ia
:ff::f::f::f::
;
.
er á réttu fínunni
Vorum að taka upp nýja
sendingu af AIWA hljóm-
tœkjum.
Þar á meðal þessa nýju
línu af mini hljómtækjum
sem er bæði fyrir 220 volt
og 12 volt.
Tilvalin í húsbílinn,
sumarbústaðinn eða hvar
sem er.
Skoðið í g/uggana
Afít tfí hljómflutnings fyrir:
HE/M/UD - BÍUNN OG
DISKÓTEKID
Sendum í póstkröfu
Ármúla 38 (Selmúlamegin) 105 Reykjavík.
Símar: 31133, 83177. Pósthólf 1366.
15- 1
EiH í : 0 0 0 Q O w)
33- tbl. Vikan 21