Vikan


Vikan - 13.08.1981, Blaðsíða 29

Vikan - 13.08.1981, Blaðsíða 29
„Já, já, þið getiö fengið að sjá tangirnar — ef þið þolið lyktina upp úr töskunni," sagði Gisli glettnislega. Við bjuggumst auðvitað við hinu versta. Joðlyktin sem barst um stofuna var þó ekki yfirþyrmandi. Horft heim hlaðið á Melhól i Leiövallarhreppi. alltaf þegar ég var heima nætur og daga. Bæði að sækja fólk útyfir og flytja fólk útyfir og svona sitt á hvað. Orðin um Stórafljót vitna til þessa. En ég átti góðan hest og mér var alveg sama hvort ég var á honum eða bát. Jarpur var sonur Selskjónu af Ljóta- staðakyni í föðurætt en Péturseyjarkyni I móðurætt Það þýddi öngvum öðrum að fara á bak honum því að hann setti allt af sér. Það hafði verið hætt við að temja hann en þegar ég kom af sjónum tók ég hann. Við áttumst við í þrjá daga, ég fór á honum til Víkur og þá gekk mikið á. En við vorum aldavinir upp frá þeim dögum. Hann var sauðstyggur en ég þurfti ekki annað en kalla á hann þá kom hann og lagði nefið i lófa mér. Við urðum svo miklir mátar. Á hestbaki að vitja um silungsnetin. Gísli átti feiknmikla gæðinga sem unnu þrekvirki. Við dýralækningar þótti Gísli sérlega laginn við hestavönun. En þetta var feikna víkingur, gekk undir hryssunni til þriggja vetra. Á honum fór ég i silungsveiði, reið honum með netinu. Þessu er sagt frá I bókinni „Fákar á ferð” eftir Þórarin Helgason. Hann tekur vara fyrir þvi að þetta skyldi enginn eftir leika — að fara á hesti i silungsveiði. Það er betra að lenda ekki I netinu! Hann segir að það sé ekki nema fyrir víkingshesta og þrautreynda vatna- menn. Ég var náttúrlega þrautreyndur orðinn við Kúðafljót. Ég var alltaf i fljótinu, í selveiði og öðru. Það var sama þótt hestinum væri riðið allan daginn, aldrei blés hann úr nös. Eitt sinn bað Gísli sýslumaður mig að fylgja mönnum austur yfir Múlakvísl. Klárinn minn var órólegur af því að lestirnar voru farnar frá Vík. Hann steig léttan og ferðin var drjúg. Þegar við komum austur i Ausur, brekkurnar við Múlakvísl — þar var siður aðeins að fara af baki og við gerðum það — þá gekk Pálmi heitinn nýbýlastjóri I kringum klárinn og spurði mig hvort það væru engin lungu I hestinum! Hann sást ekki draga nös þótt hinir væru spreng- móðir. Nei, ég hélt að þau mundu nú einhver vera en þau væru áreiðanlega traust. „Ég er löggiltur til að stunda dýra- lækningar. Þeir geta ekkert sagt við mig — á meðan ég nenni þessu." Brautryðjendur Ef einhver steig á bak Jarpi þakkaði hann fyrir að komast af baki sem fyrst. Hann vildi engan annan. Ég tamdi þá þrjá feðgana og þeir voru allir hrekkjóttir. Ég gat náttúrlega notað Jarp fram i háelli. Þeir voru hver öðrum betri og hver öðrum öruggari á sundi. Það skaust undir rassinn á manni rétt á meðan þeir tóku sundið en svo kom allt upp — svo að maður sat í þurrum hnakknum. Þeir voru svo léttir. Það var ferja á fljótinu en ég kallaði aldrei: á hana. Þá var ég á Skjóna, föður þessara hesta. Hann átti margar ferðir og sumar illar yfir fljótið. Sumar við illar aðstæður í myrkri, flugvatni og allar skarir I kafi. Eitt sinn komu tveir menn hérna og það gat enginn fylgt þeim yfir. Loftur heitinn oddviti á Strönd sagði þeim að það þýddi ekkert að biðja neinn því það væri ekki á nokkurs manns færi að fara yfir fljótið nema hans Gísla á Melhól. Ef hann færi ekki þá færi enginn annar yfir það. Þeir komu hér í myrkri og annar varð að fara áfram um nóttina þvi að hann átti að vera kominn á vissum tima um borð I skip. Ég fór með þá en það var Ijót verkun, en þaðgekk allt slysalaust. En svo hef ég nú sinnt mörgu öðru en búskap. Ég hef nú verið dýralæknir hér í sveitinni þangað til hann kom hann Halldór Runólfsson, sonur Runólfs fyrr- verandi landgræðslustjóra. Ég lærði ekkert til nema það sem náttúran sjálf kenndi mér, nema að ég lærði hesta- vönun. Hana hef ég stundað I fjölda mörg ár — ég var hér löggiltur á millf sanda og raunar um allt umdæmi Gísla sýslumanns Sveinssonar. Á meðan hann var. Ég hafði Síðuna alla og allt hérna fyrir austan, ég fór nú ekki annað. Nema jú að ég fór nokkra túra vestur í Rangár- vallasýslu hér áður fyrr, og fékkst þar mikið við hesta. Og er nú ekki laus við þetta enn. Það hefur aldrei séð á neinum hesti að hann hafi verið hreyfður, af öllum þessum fjölda sem ég er búinn að vana. Það eru margir sem vilja halda sér við þetta. Þeir telja það svo öruggt að það verði ekkert að. Ég held að eitt helsta skilyrðið sé að sótthreinsunin sé I góðu lagi. En ég hef átt því láni að fagna að það hefur ekki séð á einum einasta hesti sem ég hef hreyft. Þeir skipta þúsundum, hestamir sem ég hef vanað. Ég gafst upp á að bóka það. Þegar þeir voru áður að gelda fola með þessum Murdocks-töngum, það eru nautatangir, var þetta ekkert nema ólagið og vitleysan. Það var engin vönun, þeir urðu vitlausir I illsku. Svo varð ég að taka hestana allt I 14 vetra gamla til þess að kroppa þetta úr þeim aftur, og það var hreint ekkert gott. 33. tbl. Víkan 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.